Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 15
í daglegum umsvtfum atvlnnultfslns er það, þvl mlður nokkuð algengt að forráðamönnum verður á að vanmeta þátt hins stritandi manns. Af- köst vélanna eru nú orðin svo stórkostleg, og arðsvonin stundum eftir því, að litli maðurinn, sem oft er staðsettur, ef svo mætti segja, einhvers staöar á milli hjólanna, þar sem hann auðveldlegast getur stjórnað öllu véla- bákninu, gleymist. í vitund hinna stóru í stjórnarsölum fyrirtækjanna, er hann nánast ekki annað en skófla í einu hverfilhjóli vélabáknsins. Og hjólin snúast yfirleitt hratt, svo hratt, að hver einstök skófla verður ósýnileg. En maðurinn er engin metalskófla, hann er lifandi hugsandi vera. Og þó hann sé um skeið staðbundinn ákveðnu starfi fyrir afmælt gjald, er fráleitt að meta hann til verðs á sama hátt og orkuþörf einhvers hverfil- hjólsins. Því er það, að ef ekki er teklð viðhlítandi tillit til mannfólksins á hverjum stað 'í framkvæmdum og uppbyggingu, en arðsvonin ein höfð í huga, þá er undirstaðan vanburða, og góð ending hæpin. Engin fram- kvæmd, hve glæsileg sem hún kann að virðast, stefnir í menningarátt, nema að hún lyfti mannfólkinu eitthvað fram á leið. Það mun vera út frá slíkum hugleiðingum sem höf. eftirfarandi greinar skrifar í danska blaðið Maskinmesteren nýlega; birtist greinin hér laus- lega þýdd. H. J. Tvœr formannsrœður Tvær miklar samsteypur at- vinnurekenda héldu nýlega sam- tímis aðalfundi sína. Danska Iðn- rekendasambandið 19. maí, og Útgerðarmannafélag Danmerkur þann 20. maí. Bæði þessi sam- bönd hafa sæg vélstjóra í sinni þjónustu. Formenn þessara sambanda fluttu merkar ræður, ársskýrslur um störf liðna ársins, um erfið- leika atvinnuveganna og áhuga- mál, um núverandi ástand og horfurnar í framtíðinni. Þeir sem vilja kynna sér efnahags- legar aðstæður í atvinnumálum bæði hér heima og erlendis, fá við lestur þessara ársskýrslna mikinn fróðleik um iðnað og sigl- ingar. Þær eru sérlega fræðandi, en þó ólíkar á meira en einn veg. Formaður Atvinnurekenda- sambandsins hr. verkfr. Ejnar Thorsen minntist á hin miklu átök á vinnumarkaðnum, verð- þensluna og samningana við landssambönd starfsfólksins, En mikill hluti skýrslu hans fjallaði um áform Atvinnurekendasam- bandsins og framkvæmdir á komandi árum. — I því sam- bandi lagði hann mesta áherzlu á nauðsyn á aukinni tækni, og ekki síður aukna menningu og dugnað samverkamannanna í VÍKINGUE iðnaðinum bæði yfirmanna og undirgefna. Formaður Útgerðarmannafé- lagsins hr. J. Chr. Aschengreen, minntist aðallega á hina erfiðu og versnandi aðs.töðu skipaflot- ans. Kreppu allra landa á þessu sviði, vaxandi skipastól, sem ekki er þörf fyrir sem stendur, deyfð í vöruflutningum, um iðju- laus skip og aðrar hörmungar — sem þó eru ekki mikið áberandi í nýjustu ársreikningum þessara fyrirtækja. En — um leiðir út úr þessum erfiðleikum, um hugs- anleg ráð til þess að mæta sam- keppninni, sagði hann ekki neitt. Við heyrum ekkert annað en and- vörp og frómar óskir um að að- stæðurnar breytist til hins betra áður en langt um líður. Ekki eitt orð um aukna þálf- un og betri hæfni vinnufor- mannanna á skipunum. Ekkert um nytsemi góðrar samvinnu milli útgerðarinnar og yfirmann- anna á skipunum — ekkert er benti til nýrra tíma í danska verzlunarflotanum. Það er eins og mannfólkið hafi gleymst, — líftaugin í hinum margslungna og flókna líkama atvinnulífsins. Jafnvel þegar Aschengreen for- stjóri minnist á, að verzlunar- floti Danmerkur hafi árið sem leið fært heim 925 milljónir króna í erlendum gjaldeyri — 75 milljónum meira en árið þar á undan, þakkar hann það fyrst og fremst stækkun og fjölgun skipanna og bættum búnaði þeirra. Þessi góði árangur af stækkun skipa og aukinni fjöl- breytni í vélbúnaði, hefði þó naumast komið svo fljótt í ljós, ef ekki hins mannlega, árvekni og dugnaður þeirra sem skipun- um stjórna, hefði ekki notið við. En á það er ekki minnst. Að loknum lestri þessara tveggja erinda, sem bæði eru skrifuð af mjög hæfum atvinnu- rekendum og forgöngumönnum í miklu áliti, undrast maður það, að það sem annar sér greinilega, leggur áherzlu á og metur mikils, það er: hluta anda og handar hins vinnandi manns, virðist hinn ekki koma auga á. Til þess að vera hlutgengir og vinna sigur á sölutorgum iðnað- arframleiðslunnar, segja iðnrek- endurnir, verðum við að þaulæfa og sérhæfa þá sem með okkur vinna að stjórn og framkvæmd- um, við verðum að kenna þeim list fullkominnar samvinnu, allt stendur og fellur með því. Formaður Útgerðarmannasam- takanna sér í anda raðir af skip- um — fólksflutningaskip, vöru- flutningaskip, olíuflutningaskip — geysi verðmætan skipaflota, sífellt breytilegar aðstæður, flutningsgjöld sem stíga og falla, en hann sér ekkert fólk á skip- unum. Að minnsta kosti er það ekki nefnt á nafn. Framtíðar- áætlanir virðast ekki að neinu leyti byggðar á eða miðaðar við getu þeirra manna sem á skip- unum eru fulltrúar útvegsmanna, stjórna starfinu þar og bera ábyrgð á ekki minna atriði en því að öll starfsemi þar sé skynsam- leg og útgerðinni hagkvæm, — það er bara einblínt á vonina um það að framboð á skipum til flutninga og eftirspurn nái sem fyrst jafnvægi. Það sem við á um iðnaðinn og starfsfólk hans, á að sjálfsögu við um danska skipaútgerð og 22S

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.