Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 18
mjög óvenjuleg og athyglisverð „konstruktion". Þegar skip á mikilli ferð rek- ast hvort á annað og stöðvast af þeim sökum, kemur krafturinn sem í stöðvunina fer fram í því að beygja og rífa stálgrindur skipanna. Hlífðarbrynjan utan um „reaktorinn" er gerð með það fyrir augum að beygja og rífa gegn um stálstefni skipsins sem á henni lendir, sem sagt að það skip sem á siglir taki allan skað- ann. Þar innan við tekur svo við nokkurs konar „motta“ úr rauðviði (redwood) og stálbjálk- um, stuðpúði, ef svo mætti segja, sem einnig á að stöðva það sem á henni lendir með því að beygia og brjóta. Yzti hluti brynjunnar brýtur stefnið, innri hlutar brjóta og beygja bönd og plötur. Hg kom einnig í skóla, sem stofnsettur hefur verið til að þjálfa áhafnir á skipið. Sá skóli er í Lynchburg í Virginia. Þegar ég kom þar var verið að ijúka við að þjálfa 2. flokk þeirra er þar verða, en flokkarnir eru þrír í allt. Þar voru bæði yfir- og undirmenn bæði á dekk og í vél. Langmesta kennslu og æfingar t'engu vélstjórarnir. Þar voru eftirlíkingar af stjórntækjum vélanna og „reaktorsins". Allra véla er gætt frá stjórnborðum og töflum, (eins og við erum nú í vaxandi mæli að búa okkar skip með) sem þarna geta með „elek- tróniskum" tækjum líkt eftir hverju því ástandi sem „reaktor" og vélar geta komist í. Nemend- umir sitja við tækin, en kenn- arinn bak við þá, og getur frá sínu stjórnborði framleitt allar hugsanlegar gangtruflanir, sem nemendurnir síðan lagfæra. Auðvitað eru þetta allt úrvals- menn, og öll þessi þjálfun gerif þá ennþá færari. En þó held ég ekki að það sé markmiðið að all- ar „atómskipshafnir" framtíðar- innar fái þannig þjálfun. Þrjár skipshafnir fara gegn um skól- ann og bíða síðan — á öðrum skipum verzlunarflotans, líklega — þess að verða kallaðir til starfa þegar skipið leggur í reynsluferðina. Að öðru leyti verður skipshöfn- in ekki verulega frábrugðin áhöfnum annarra skipa, ef til vill fjölmennari í byrjun, þá að- allega vegna ýmissa sérfræðinga, og má þá nefna lækna og eðlis- fræðinga, sem eiga að stunda geislamælingar og fylgjast með heilsufarsástandi skipshafnar- innar. Þeir verða fyrst í stað sex, en verður síðan fækkað ef allt gengur að áætlun. Við spurð- um nánar út í þær áætlanir, og var okkur sagt að þessi fjöldi undirmenn bæði á dekk og í vél. yrði a. m. k. eitt ár, en lengur ef ástæða þætti til, og ekkert yrði látið órannsakað sem athugavert væri. Margt bendir til þess að vél- arnar verði alls ekki erfiðari í gæzlu en á öðrum skipum. Geysi- mörg hjálpartæki verða sett upp, t. d. verður hægt að fylgjast með mörgum stöðum með aðstoð sjón- varpstækja. Ég hitti að máli vél- stjóra á tveim „reaktor" raf- stöðvum, annan í Idaho og hinn í Chicago sem sögðust heldur vilja vinna með „reaktornum" en venjulegum kötlum — og að yfirleitt væri betra að gæta allra reaktor“-knúinna véla. Þetta undraðist ég nokkuð fyrst í stað, en skildi betur er ég sá hve ,,reaktor“-stöðvarnar voru miklu þriflegri og fallegri. Og svo þarf aldrei neinn maður að fara inn í „reaktorinn“. Nordström verkfræðingur var að síðustu spurður „hvort hann treysti sér til að vera vélstjóri á atómskipi?“ „Ja, ég hef nú enga vélstjóra- pappíra", svaraði hann. „En hefði ég þá ... Það er svo sem mögulegt að maður fái að ferð- ast eitthvað svolítið með skipinu. fylgjast mpð vinnu í vélarúmi or' fá svo lítinn forsmekk af fram- tíðinni. Ég mundi a. m. k. verða þakklátur ef ég fengi það. En ég vil helzt ekki svara fyrr en eftir þá ferð“. Um skólann í Lynchburg er þetta frá Tekn. Pressinforma- tion: Þjálfun til starfa á kjarnorku- knúnu skipi tekur fimmtán mán- uði. Nemendum er skipað í þrjá flokka. 1. fl. hefur nú 33 nemendur. 13 þeirra verða vélamenn á Sa- sannah. 2. fl. hefur 11 nemendur með vélstjóraréttindum. Þar sem und- irbúningsnám þeirra er meira en þeirra sem eru í 1. fl. er náms- tími þeirra styttri og námsefni að nokkru leyti annað. 3. fl. hefur 5 nemendur með skipstjóraréttindum. Þessi fl. hefur stytztan námstíma, og er miðaður við að kynna skipstjór- unum nýjungar, orð og hugmynd- ir sem sérstaklega eiga við atóm- knúin skip. Námsgreinar skólans eru: Kynning (Introduktion) er nefnd námsgrein, sem sameigin- leg er fyrir alla flokkana. Á hún að kynna nemendum ýms orð og 226 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.