Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Síða 21
arnir tveir voru með svipaðan afla, en vinninginn hafði Hólma- nes SU 120 með 594,5 lestir í 18 löndunum. — Skipstjóri er Árni Halldórsson. Reyðarfjörður. Gunnar SU 139 var eina skipið sem gert var út frá Reyðarfirði. — Stundaði hann með línu og netjum í úti- legu og aflaði 521.8 lestir í 17 sjóferðum. — Skipstjóri er Hjalti Gunnarsson. Engin útgerð stærri báta var frá Reyðarfirði á ver- tíðinni 1959. Fás krúösfjöröur. Þaðan voru að þessu sinni gerðir út 6 bátar auk opinna vélbáta, þar af þrír stórir, sem stunduðu með línu jðin 1960 ^úslega heimilað úr Ægi. og netjum — mest í útilegu, — og þrír smærri bátar, sem stund- uðu mestmegnis með handfær- um. Heildaraflinn var 1.906 lest- ir í 348 sjóferðum, þar af öfl- uðu opnir bátar 126 lestir í 179 sjóferðum. Aflahæsti báturinn að þessu sinni var Ljósafell SU 70 — skipstjóri Aðalsteinn Valdi- marsson — með 595 lestir í 16 sjóferðum. Á sama tímabili 1959 bárust á land 1513 lestir. Stöðvarfjörður. Þaðan reru 2 stærri bátar með línu og net, auk opinna vélbáta og var það svipuð útgerð og árið áður. Heildarafl- inn var 1175 lestir í 228 sjó- ferðum. Þar af öfluðu opnu bát- arnir 69 1. í 148 sjóferðum. Á vertíðinni 1959 nam aflinn 769 lestum. Aflahæsti stærri bátanna var að þessu sinni Heimir SU 100 með 599 lestir í 42 sjóferð- um — skipstjóri er Kjartan Vil- bergsson. Breiðdalsvík. Þaðan reri einn «tór bátur, Hafnarey SU 110, auk nokkurra opinna vélbáta. Heild- araflinn var 497.2 lestir í 58 sjó- ferðum: þar af aflaði Hafnar- ey 491.7 lestir í 45 sjóferðum. — Skipstjóri er Svanur Sigurðsson. Á vetrarvertíðinni í fyrra nam aflinn 358 lestum. VÍKINGUR Djúpivogur. Þaðan reru 5 stærri bátar auk opinna vélbáta. Heildaraflinn varð 1206.4 lestir í 249 sjóferðum; þar af öfluðu opnu bátarnir 52 lestir í 79 sjó- ferðum. Að þessu sinni varð Mánatind- ur SU 95 aflahæstur með 491 lest í 37 sjóferðum. Skipstjóri er Jón Kristjánsson. Á vetrarvertíðinni í fyrra var afli 6 báta auk opinna báta 974 lestir. gU n.IOA UBgUcJ 'MiQ.iaffou.ioji staðaldri gerðir út 8 stórir bát- ar. Heildaraflinn nam 4.178 lest- um í 470 sjóferðum. — Afla- hæsti báturinn, sem og sl. ár var Gissur hvíti SF 55 með 792.5 lestir í 63 sjóferðum. — Skip- stjóri er Óskar Valdimarsson. 1 fyrra nam afli 10 stærri báta auk nokkurra opinna vélbáta 3.129 lestum. Vestmannaeyjar. Heildaraflinn varð 37.218 lestir í 7030 sjóferð- Finnbogi Magnússon, Patreksfirði. Eyjólfur Ólafsson, Stykkishólmi. Birgir Benjaminsson. Súðavik. Kristmundur Finnbogason, Þingeyri. Sóffanías Cecilsson, Grafarnesi. Einar Guðnason, Suðureyri. Jakob Þorláksson, Bolungarvík. Tryggvi Jónsson, Ólafsvík. Ásgeir Guðbjartsson, ísafirði. 229

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.