Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Side 23
Richard Beck
við flatningu
Þegar próf. Richard Beck var
hér á ferðalagi fyrir stuttu
síðan kom hann m. a. við í
Grímsey, þar var um þær mund-
ir nóg að starfa við öflun fram-
le«ðsluverðinæta, og lét prófcss-
orinn ckki á sér standa, að
leggja frani hjálpandi hönd til
hjargar verðinætum. Enda rót-
gróin í honuin sjómennskan frá
æskudögum á íslandi, þótt
Btarfsvettvangur lians liafi orðið
sá, að fást við nienntastörf inni
í miðri Ameríku, þar sem
hvergi sér til sjávar.
A myndinni t. v. er prófess-
orinn við fiskflatningu, en t. h.
við hlið Magnúsar Stefánssonar
hreppstjóra, sem einnig stjórn-
ar síldarsöltunarstöð Grímsey-
inga, auk ótal annarra trúnað-
arstarfa. (Ljósmynd G. O.).
Tálknafjörður. Þaðan reru 2
( - stærri bátar (2), auk opinna
báta. Heildaraflinn var 1.578
lestir, þaraf öfluðu stærri bát-
arnir 1.560 lestir í 179 sjóferð-
um (1.276).
Aflahæsti báturinn var Guð-
mundur á Sveinseyri BA 35 —
skipstjóri Magnús Guðmundsson
— með 802 lestir í 92 sjóferðum.
Bíldudalur. Þaðan stunduðu
róðra 3 stærri bátar (4) og öfl-
uðu alls 1.000 lestir í 193 sjó-
ferðum (945). Opnir bátar öfl-
uðu 3 lestir.
Aflahæsti báturinn var Jör-
undur Bjarnason BA 65 — skip-
stjóri Bjarni Jörundsson — með
468 lestir í 77 sjóferðum. Afli
togskipsins Péturs Thorsteins-
sonar verður birtur síðar með
afla annarra togskipa á landinu.
Þingeyri. Þaðan reru 4 bátar
(3), auk opinna vélbáta. Heiidar-
aflinn var 1.427 lestir (903). Afli
stærri bátanna var 1.367 lestir
í 185 sjóferðum.
Aflahæsti báturinn var Þor-
björn ÍS 81 með 526 lestir í 55
VlKINGUR
L
sjóferðum. Skipstjóri Krist-
mundur Finnbogason.
Flateyri. Þar öfluðu 4 þilfars-
bátar og nokkrir opnir bátar 681
lest í 241 sjóferð.
Aflahæsti báturinn var Ás-
björn ÍS 12 með 370 lestir í 65
sjóferðum.
Suðureyri. Þaðan reru 6 stærri
bátar, auk opinna vélbáta (6).
Heildaraflinn var 2.739 lestir
(2.968). Afli stærri bátanna nam
2.703 lestum í 458 sjóferðum.
Aaflahæsti báturinn var Frið-
bert Guðmundsson ÍS 403 —
skipstjori Einar Guðnason —
550 lestir í 86 sjóferðum.
Bolungarvík. Þaðan reru 8
þiljaðir bátar (6), auk opinna
vélbáta. Heildaraflinn var 2.673
lestir í 845 sjóferðum (2.822).
Afli stærri bátanna var 2.527
lestir í 513 sjóferðum.
Aflahæsti báturinn var Þor-
lákur ÍS 15 — skipstjóri Jakob
Þorláksson — með 653 lestir í
94 sjóferðum. Afla togskipsins
Guðmundar Péturs verður getið
síðar.
Hnífsdalur. Þaðan reru 4
stærri bátar (4) og öfluðu alls
1.546 lestir í 228 sjóferðum. Að
meðtöldum afla nokkurra opinna
vélbáta varð heildaraflinn 1.564
lestir (1.439).
Aflahæsti báturinn var Páll
Pálsson ÍS 101 — skipstjóri Jóa-
kim Pálsson — með 533 lestir í
73 sjóferðum.
fsafjöröur. Þaðan voru gerðir
út 9 stærri bátar (7), auk opinna
vélbáta. Heildaraflinn var 4330
lestir í 712 sjóferðum (3.300').
Afli stærri bátanna var 4.287
lestir í 670 sjóferðum.
Aflahæsti báturinn var Guð-
björg ÍS 14 — skipstjóri Ásgeir
Guðbjartsson — með 688 lestir
í 64 sjóferðum.
Súðavík. Þaðan reru 3 stærri
bátar (3), auk opinna vélbáta.
Heildaraflinn var 1.206 lestir í
241 sjóferð (715). Afli stærri
bátanna var 1.190 lestir í 236
sjóferðum.
Aflahæsti báturinn var Trausti
ÍS 54 — skipstjóri Birgir Benja-
mínsson — með 507 lestir í 95
sjóferðum.
231