Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 24
LAX- OG SILUNGSUPPELDI U.S.S.R. Rússar liafa ákveðiú að tvö- falda tölu þeirra lax- og sil- ungsiippehlisstöð’va sem þeir eiga nú, á næstu sjö ámin, til þe8S að vinna fullkomlega upp þá afturför sem átt hefur sér stað í þessari framleiðslugrein. Akveðið hefur verið að hyggja 38 slíkar uppeldisstöðvar, þann- ig að ársframleiðslan komist upp í 1.4 billión laxfiska. í Rússlandi eru nú 32 slíkar stöðvar, er gefa af sér 600 millj. laxfiska. Stöðugur samdráttur hefur verið í laxveiðum Rússa frá 1955 til 1958. Árið 1955 var heildarveiðin 172.400 metrie tons, 1956 var hún 160.000 tonn, 1957 var hún 150.000 tonn og 1958 náði hún aðeins 73.000 tonnum. Engar tölur eru komn- ar fyrir árið 1959, en vísinda- menn telja veiðina minni held- ur en 1958. NÝ QUEEN MARY Hagkvæmasta skipsstærð til þess að koma í staðinn fyrir hina gömlu Queen Mary (sem fór íreynsluferð 1936 og nú er orðin úrelt) til þess að sigla um öldur Atlantshafsins með far- þega, er talin vera 75.000 smál. skip. Áætlað kostnaðarverð á slíku skipi er 25 til 28 milljónir steriingspunda. Ákvörðunin um það hvort fnmkvæma eigi þessa áætlun, liggur nú sem stendur til yfir- vegunar hjá brezku ríkisstjórn- inni, sem að öllum likindum leggur fram 18 millj. stpd. til Cunard-línu félagsins, sem legg- ur sjálft fram 12 millj. slpd. og og á í gegnum dótturfélag að vera hinn lögfræðilegi eigandi skipsins. Hinu nýja skipi er ætlað að geta flutt 2.270 far- þega og ganghraði þess á að vira 29,5 míla. NÝJAR UPPFINNINGAR General Electric Ltd. í Lon- don hefur smíð'að kæliskáp, sein gtngur fyrir rafhlöðu. Frysting- in hyggist á algjörlega nýjum lögmáluin og fer fram með raf magnsstraumi í stað notkunar frvstivökva. Fleiri fyrirtæki vjpna nú að því að fullgera þessa nýju uppgötvun, sem tal- in er valda muni byltingu í kæliskápaframleiðslu .... Win- chester skotvopnaverksmiðjan í Randaríkjunum er farin að nota nýja gerð af hörðu plasti í hlaup á haglabyssum í stað stáls. Plastið er sagt sterkara, léttara og ódýrara en stálið. (Internotional Managemcnt Digest, jún, 1960). 450.000 GRÁSLEPPUM FLEYGT f ÁR Grásleppuveiði eykst með hverju árinu. Grásleppan er eingöng-u veidd vegna hrogn- anna, sem eru mjög verð- mæt. Þetta vor er búizt við, að aldrei verði saltað í minna en 3.000 tunnur, en í hverja tunnu fara um 110 kg. af hrognum. Gizkað er á, að hrogn þurfi úr um 150 slepp- um til að fylla tunnuna. Til að fylla þessar 3.000 tunnur verða því veiddar um 450.000 grásleppur. Þegar hrognun- um sleppir, er aðeins örlítill hluti af sjálfum fiskinum hirtur. Eitthvað mun vera hengt upp af grásleppu og smávegis saltað, en markaður er lítill fyrir þá vöru. Erfið- leikar eru líka á hagnýtingu rauðmagans. Sýnishorn af honum hafa verið send úr landi og verið er að athuga með sölumöguleika. Hvað við- víkur grásleppuhrognunum, þá er mestur hluti þeirra fluttur út saltaður í tunnum og er markaður mjög góður. Útflutningsdeild SÍS lætur fullverka nokkurn hluta þeirra hrogna, sem lögð eru inn hjá kaupfélögunum. Eru þau flutt út, aðallega til Frakklands, sem grásleppu- kavíar, í mjög smekklegum glösum. Hefur kavíar þessi einnig verið seldur innanlands og nýtur vaxandi vinsælda. Ekki þarf að taka það fram, að verðmæti hrognanna eykst mjög mikið, ef hægt er að fullvinna þau hér heima. Að- stæður eru þó enn ekki það góðar, að hægt sé að fullvinna hrognin hér í stórum stíl. Áætlað er, að saltendur hrognanna muni fá a. m. k. 1800 krónur fyrir tunnuna nú í sumar. Lætur því nærri, að vtrðmæti grásleppuhrogn- anna verði um 5,5 milljónir króna. í ársyfirliti fyrir 1959, sem nýkoniið er út á veguni U.S. Depart- ment of Agriculture, segir að vaxandi hluti matvælaneyzlu í Bandaríkjunum fari fram utan hcimilanna. En það sé á kaffi- húsuni, liótelum, verksmiðju-matstofum, unglingaskólum og æðri skólum, og margs konar öðrum matsölustöðum. 1 skýrslunni er talið að hinn almenni neytandi fari þannig með % hluta úr hverjum dollar er fer til fæðis, til neyzlu utan við heimilið. Matsala í skólum er vel liðin af þeim sem fást við kennslu, sem ríkur þáttur í samheldni innan skólanna. Um 60.000 af þeim 106.000 ahnennu skólum sem nú starfa í Bandaríkjunum, liafa þannig að meira eða minna leyti komið á hjá sér slíkri matsölu. Um 54.000 af þessum skólum starfrækja matsölu sína á grund- velli National School Lunch Program, en það er hyggt á því að afla skólunum þess sem þeir þurfa til starfseminnar á hag- kvæinasta verði, og bundið því skilyrði að starfsemi sé ekki rekin á ágóðagrundvelli. Einnig geta þessir skólar notið nokkurs stuðn- ings fjárhagslega, gegn því skilyrði, að afhenda ókeypis eða gegn lægra verði mat til barna, sem ekki liafa fjárráð lil að greiða inatinn. 232 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.