Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Side 25
V-AFRÍKU VEIÐI-
TILRAUNIR NORÐMANNA
Tilraunaráð norska ríkis-
ins hefur nú samþykkt að
legg-ja fram sem tryggingu
750.000 kr. (norskar) fyrir
tilraunaleiðangur 10 norskra
fiskibáta undir forustu og
leiðsögn fiskirannsóknaskips-
ins „Johan Hjort“, sem eiga
að gera tilraunir með styrju-
veiðar við strendur V-Afríku.
Norsk frysetransport A/L,
Aalesund sendir frystifisk-
flutningaskip með leiðangrin-
um sem tekur við aflanum,
og flytja hann til hinna ame-
rísku kaupenda. Þetta fjár-
framlag á að tryggja þátt-
takendunum í veiðiferðinni
lágmarkstekjur hvernig sem
veiðiferðin annars heppnast.
(Fiskaren, júní).
AU STUR-ÞJ ÓÐVERJAR
SPJARA SIG
Austur-Þjóðverjar eru nú í
inikilli sókn á öllum sviðum
atvinnulífs síns, og eru sagðir
á góðum vegi með að liefja sig
upp úr fátækt þeirri, sem Vest-
urlandamönnum er svo tíðrætt
Um, að almenningur þar eystra
búi við. Þeir eru nú orðnir
fimmta nresta iðnaðarþjóð Ev-
rópu og koma þar á eftir Rúss-
landi, Bretlandi, Vestur-Þýzka-
landi og Frakldandi. Iðnaðar-
framleiðsla þeirra hefur tvö-
faldast frá 1950. Á þessum 10
brefaldast og framleiðsla raf-
niagns tvöfaldast. Austur-Þjóð-
árum hefur hráefnaframleiðslan
verjar reyna af alefli að auka
utflutning sinn og skapa afurð-
um sínum markaði um heim
nllan. Samkvæmt sjö ára áætlun
þeirri, sem nú er í gildi, er
markmiðið, að 25% af utanrík-
isverzluninni fari frain við vest-
rænu löndin, og liafa í því
augnamiði verið settar á stofn
29 verzlunarsendinefndir (t. h.
á íslandi) í löndum, sem ekki
hafa stjórnmálasainband við
Austur-Þýzkaland. Undanfarið
hefur mikil áherzla verið lögð
á aukningu útflutnings til Suð-
ur-Ameríku og hinna nýju svert-
ingjaríkja í Afríku. Austur-
Þjóðverjar hafa reynt að kom-
asi inn á Bandaríkjamarkaðinn
og hefur þeim tekizt að skapa
nokkrum vörutegundum gott
orð eins og t. d. myndavélum
sínuin.
KLEIFARVATN ENDUR-
LÍFGAÐ
Á einum átta eða níu árum
hefur verið ræktaður upp álit-
legur stofn af silungi í Kleifar-
vatni, sem uin áraraðir liefur
verið „dautt“ vatn. Stangaveiði-
félagið í Hafnarfirði stóð fyrir
því, að flutt voru í vatnið
nokkur hundruð þúsund af
seiðum og eitthvað af stálpuð-
um fiski, og hefur þetta gefizt
svo vel, að farið er að leyfa
veiðar í vatninu. Þetta dæini
sýnir, hvað hægt er að gera í
fiskiræktannálum liér á íslandi.
Áhugi er nú að vakna* fyrir
fiskirækt í stórum stíl, og inn-
an fárra áratuga ætti liún að
geta orðið stór atvinnugrein,
sem skapar landinu álitlegar
gjaldeyristekjur.
MJALTABÍLL
Það gengur illa víðar en á
fslandi að fá fólk til starfa við
landbúnaðinn. Til dæmis liafa
Vestur-Þjóðverjar átt við verka-
fólkseklu að glíma. Um 1950
var gerð tilraun til að leysa
einn þáttinn í þessu vandaináli
bænda. Stofnaðar voru mjalta-
miðstöðvar, útbúnar öllum nýj-
ustu tækjum, og skyldu bænd-
ur koma þangað með kýr sín-
ar til mjalta. En þetta gafst
ekki vel, því erfiðlega gekk að
koina kúnum til miðstöðvanna.
Þá var það snjallræði upp fund-
ið að koma með mjallastöðv-
arnar til bændanna. Bílar voru
útbúnir með mjaltavélum,
mjólkurkælum, mjólkurgeym-
uin og þeim tækjum öðrum,
sem nauðsynleg eru. Síðan óku
mjaltabílarnir milli sveitabæj-
anna, önnuðust mjaltirnar og
fluttu siðan mjólkina til mjólk-
urbúsins. f V-Þýzkalandi eru
nú um 90 slíkir bílar í notkun,
og þykja þeir hafa reynzl vel.
Slík bifreið mun kosta milli
300.000—100.000 krónur í
Þýzkalandi, og getur hún kom-
ist yfir að mjólka milli 80 og
120 kýr tvisvar á dag á 6 til
12 bæjum. Mjaltakostnaðurinn
er sagður vera um kr. 183.00 á
skepnu á niánuði eða 61,2 aurar
á kílóið miðað við 3.600 kg.
mjólkurframleiðslu á kýr,
Út urn landið vantar víða
bakara og í þorpum og kaup-
túnum hefur ýmissa ráða verið
leita,ð til þess að spara hús-
niæðrum brauðbakstur. í einu
síldarplássi norðan lands starf-
ar bakari yfir síldveiðitímann,
en á hausti hverju bakar liann
í gríð og erg birgðir af brauð-
um til vetrarins fyrir þorpsbúa.
Brauðin er fryst jafnóðum í
frystihúsi bæjarins og síðan
seld liúsmæðrum eftir hendinni.
Hinar frystu lirauðbirgðir liafa
slundum dugað allt fram i marz,
en þá verða konurnar að taka
fram pressugerið og baka sjálf-
ar, þar til blessuð síldin færir
þeim bakarann aftur.
BÓLIVÍU
FISKINNFLUTNINGUR
Árið 1958 nam innflutning-
ur fiskafurða í Bolivíu sam-
tals 270 þús. US-dollurum,
þaraf voru 82,3% innflutn-
ingur á niðursoðnum sardín-
um, í tómatsósu, annar þátt-
ur innflutningsins var mest-
megnis pressaður og niður-
soðinn fiskur (49 þús. $) og
þurfiskur (16 þús. $).
ÞRÝSTILOFTSVÉLAR
FYRIR SKIP
Ungur rússneskur áhugamað-
ur hefur sent tímaritinu „Wiss-
en ist maclit“ hugmynd, ásamt
teikningum og útskýringum,
þar sem hann stingur upp á
því, að reynt verði að nota
þrýstiloftsaðferð við að knýja
skip áfram. Vélarútbúnaðurinn
er hugsaður tiltölulega einfalil-
ur. Heitu gasi er þrýst gegn
uni háþrýstipípur og kerfi, en
því siðan veitt út í vatnsfyllt
rúm, og þrýst þaðan með mikl-
um krafti út í rör, sem liggur
aftur úr skipinu út í sjóinn,
og myndar þannig inikið frá-
kast er ýti skipinu áfram. Hugs-
anlegt sé að nota þannig eina
eða fleiri frákastspípur, eftir því
hve skipin séu stór eða live
miklum hraða sé æskilegt að ná.
VÍKINGUR
238