Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 26
Ráðgátan um hraðfrystu loðfílana Hvað drap stóru fomaldardýrin, sem varðveitzt hafa í heimskauta- löndunum? Hér fer á eftir athyglisverð tilg-áta um atburðarásina í þessum harmleik náttúrunnar. Eftir því sem ég veit bezt, þá langar engan til að hraðfrysta fíl. En er ég spurði nokkra sér- fræðinga í frystitækni að því, hvernig það væri hægt, þá urðu þeir klumsa við, en forvitni þeirra var vakin. Ástæðan fyrir spurningunni var einfaldlega sú, að það er til sægur hraðfrystra fíla og jafn- vel kjöt sumra þeirra vel ætt, og nú langaði mig að vita, hvernig slík frysting færi fram. Um það bil y7 alls yfirborðs jarðar er allt- af í klakaböndum. Eru það nyrztu héruð Síberíu, Alaska og Kanada, sem liggja kringum N.- íshafið. Jarðvegurinn á þessum slóðum er samsettur af sandi, leir og moldarleðju, sem ásamt vatni er frosið í jarðvegslag, sem kall- að er freðmýri. Skrá yfir öll þau dýr, sem hafa verið þýdd úr freðmýrinni mundi fylla margar síður. Þaðan hafa komið loðfílar, síðhærðir smáhestar, sem líkjast villihesti þeim, sem er í Asíu enn í dag, þar hafa og fundizt risa-uxar og geysistór tígrisdýr. I Alaska hafa og fundizt vísundar, úlfar, bjór- ar og ljón, sem virtust hafa verið alveg eins og þau eru enn í dag. Ráðgátan er sú: Hvenær, hvers vegna og hvernig drápust öll þessi dýr og hraðfrystust? Þegar vís- indamenn fyrst gerðu sér ljósa þessa hluti, þá var því slegið föstu 1 s.tuttu máli, að dýrin hafi fallið í ísinn á líkan hátt og jökla- farar hafa fallið í sprungur skriðjökla. Það kom þó í ljós, að í Síberíu eru ekki og hafa aldrei verið skriðjöklar, nema í hlíðum nokkurra fjalla, en í fjöllunum hafa dýr aldrei fundizt, heldur rétt yfir sjávarmáli. Auk þess var bent á það, að ekkert dýr hef- ur fundizt í ís, öll hafa þau verið í jarðfreranum. Þá kom fram sú skýring, að dýrin hefðu fallið í ár og hefðu grafizt í ósum þeirra undir lög af leir og sandi. Þetta hljómaði vel í fyrstu, en við nán- ari athugun gat það ekki verið lausn gátunnar. Næstum öll dýr- in höfðu fundizt á sléttunum á milli árgiljanna í freðmýrinni. Dýrin gátu og ekki hafa drukkn- að, þar sem mörg þeirra voru algjörlega óskemmd og ýmist standandi eða krjúpandi. Árósa- kenningin gat ekki staðizt. I freð- mýrinni er fen, þar sem menn geta festst, þótt ekki sé sokkið dýpra en í hné. Nú vildu rúss- neskir vísindamenn halda, að nokkur fet af slíkri hefðu getað haldið loðfíl föstum þar til hríðarbylur og gaddur hefði gengið að honum dauðum. En eins og áður komu gallar fram á þessari skýringu, og þá helzt það, að fenjajarðvegur hafði aldrei fundizt undir neinu hinna freðnu dýra. Fyrir um það bil 60 árum fannst loðfíll í árbakka Beresovkaárinnar í N.-Síberíu. Höfuð fílsins stóð orðið út úr bakkanum, en skrokkurinn virt- ist húka á hækjum sínum, þar sem hann reis upp á annan fram- fótinn, en teygði hinn fram, líkt og til að heilsa. Úlfar höfðu étið mest ofan af höfðinu, allt að beini, en að öðru leyti var dýrið mjög vel varðveitt, t. d. hafði ekkert af hinu tveggja feta löngu hárum, sem þöktu fílinn, nuddast af eða eyðzt á annan hátt. Stór- furðulegast var þó, hversu munn- ur fílsins hafði geymzt vel, því að bæði á tungunni og á milli tannanna voru leifar af síðustu máltíð skepnunnar, þessi munn- biti, sem ekki hafði unnist tími til að gleypa, var safaríkt star- gresi og sóleyjar, hvorutveggja óskemmt. Ef til vill virðist þessi fundur ekki svo merkilegur í fyrstu, en, ef hann er skoðaður ofan í kjölinn, verður til alveg ótrúleg saga. Kjötfrysting er nefnilega ekki svo einfaldur hlut- ur eins og sumir halda. Til þess að kjöt geymist vel þarf að frysta það með skjótum hætti. Ef það er fryst hægt, þá myndast stórir krystallar í frumusafanum, sem svo sprengja frumurnar og kjöt- ið þornar og verður óhæft til manneldis. 1 40° stiga frosti tekur það 20 VÍKINGUR 234

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.