Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 30
Strangar reglur gilda um kæli-
og frágangsvatn skipanna. Verð-
ur annaðhvort að útbúa skipin
sérstökum hreinsitækjum eða
dæla frágangsvatni inn á botn-
hylkin og geyma, þar til út á
Atlantshafið er komið á ný.
Dýrt er að sigla þarna, t. d.
verður skip 15.000 tonn dn að
greiða um 60.000 kr. ísl. í svo-
kölluð „Canalgjöld". Við þetta
bætist svo hafnsögumannagjald.
Á ákveðnum svæðum er kafist
hafnsögumanns um borð allan
tímann. Upphaflega var ætlast
til að skipin væru skylduð til að
hafa hafnsögumann alla sjóleið-
ina. En hafnsögumenn hafa 8 st.
vinnudag og varð þá hvert skip
að taka 3 hafnsögumenn. Skipa-
félögin neituðu þessu ákvæði
Skipstjórar skipanna eru ekk-
ert öfundsverðir að sigla þessa
leið. Þeir bera fulla ábyrgð á
skipi, farmi og öllum settum regl-
um á leiðinni og gildir þá einu
hvort hafnsögumaður er á skips-
fjöl eða ekki. Skipstjórarnir fá
því lítinn svefn meðan þeir sigla
þarna, og eru nú í athugun regl-
ur, sem setja á um hvernig leysa
eigi þá af og létta af þeim
ábyrgðskyldunni meðan þeir
hvílast.
f grein þessari hefur verið
leyitast við að lýsa mannvirkja-
gerðinni í S.t. Lawrence og skýra
frá mestu erfiðleikunum, sem nú
er við að etja. Vafalaust verður
á skömmum tíma bætt úr þeim
flestum.
Talið er að flutningarnir um
þessa leið muni aukast um allt
að helming á næstu 5 til 10 árum.
Siglingaþjónustan mun hér
eins og alltaf áður sanna gildi
sitt.
(Grein þessi er þýdd og stytt úr
júníhefti Maskinmesteren 1960).
Örn Steinsson.
—o-O-o—
LEIÐRÉTTING:
Sú missögn var í viðtali við Guð-
rúnu Erlendsdóttur í síðasta blaði
að faðir hennar var sagður báts-
maður á Esjunni, en er háseti. Báts-
maður þar heitir Sverrir Hermanns-
son.
ítalska ríkisstjórnin
hefur látið gera áætlanir um
byggingu tvenns konar togara af
700 og 1.000 tonna stærðum, og er
áætluð fjárfesting á næstu 5 árum
til þessara togarasmíða um 2.500
millj. (ísl. kr.). Skipin hafa útbún-
að til hraðfrystingar, þannig að
hvort tveggja megi nota þau til ís-
eða saltfiskveiða. Fram til þessa
hafa ítalir orðið að flytja inn nær
allan saltfisk sem þeir neyta.
Þessi ungi maður var í fyrra aðstoðar-
drengur í eldhúsi á r.inu af skipum Eim-
skipafélags Islands og kunni hið bezta við
sig eins og sjá má á svip hans og heims-
borgarastilinn má sjá utan á honum!
V-ÞÝZKT SKÓLASKIP
Vestur-þýzki sjóherinn hefur ákveðið að halda sig við þá að-
ferð að nota seglskip sem skólaskip fyrir ung sjóliðaefni. Skipa
smíðastöðin Blohm & Voss í Hamborg lauk smíði á þrímastr-
aðri skonnortu í ársbyrjun 1959, er beitir „Gorch F<»k“ og er
nú skólaskip þessarar tegundar. Skipið er 81,26 m á lengd og
12 m á breidd, dýpt er 4,85 tn. Fokku og stórinastur er 45,3 m
á hæð yfir sjávarfleti, þannig að skipið getur ekki koniist gegn-
um Kielar-skurðinn. Til þess að þurfa ekki aðstoðar dráttar-
báta í höfnum er skipið útbúið með hjálpar-dieselvél, sem getur
tryggt því 4—5 mílna braða. Skipið er 1760 tonn að stærð. Það
er í lieimsókn í sænskum og finnskum liafnarborgum í sumar.
Og er það í fyrsta skipti eftir styrjöldina, sem skip úr binum
nýja þýzka sjóher kemur til Finnlands. En allmörg slikra skipa
bafa áður verið í Svíþjóð.
238
VÍKINGUR