Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Side 36
Skrítlurnar eru vissulega spegill samtíðarinnar. Nú hafa þær lagt undir sig geiminn. Hér birtist ein af því tagi: Geimfari var nýlentur á jörðinni eftir velheppnaða heimsókn til plán- etunnar Marz. Við lendinguna kom hópur af spenntum vísindamönnum hlaupandi og spurðu ákafir: Hvað er í fréttum, er líf á Marz?“ O, já, það er nú svo með það“, sagði flugstjórinn rólega. Aðallega á laugardögum, þá er allt vitlaust, eins og hjá okkur, en aðra daga vikunnar er nú frekar rólegt“. 'Jriúaktih Stýrimaður! Það kom háseti inn í klefann til mín í nótt, sagði ungur kvenfarþegi. Nú, var það ekki nógu gott fyrir yður. Gátuð þér búizt við að sjálf- ur skipstjórinn færi að heimsækja yður, þegar þér ferðist á þriðja farrými. * Söngkonan fékkst ekki til að hætta á tindi frægðarinnar. Um sjötugt hélt hún hljómleika, og þeg- ar gagnrýnandinn var spurður um álit, svaraði hann: „Þetta er sá yndislegasti astmi, sem ég hef nokkurn tíma heyrt. * Sú virðing, sem við berum fyrir víðlesnum manni er í sjálfu sér vottur um menningu. Við verðum víst að bíða hér þar til hættir að rigna. Gluggahreinsari í New York var að hreinsa rúðurnar á 19. hæð á hóteli, en þar bjó fræg kvikmynda- stjarna. Þegar hann kom að glugg- anum á baðherberginu hittist svo á, að „stjarnan“ var að rísa upp úr baðkerinu og stóð allsnakin fyrir framan gluggahreinsarann. Hún stirðnaði upp og augun ætluðu út úr höfðinu. Eftir stundarkorn leiddist gluggahreinsaranum þófið og hann hrópaði óþolinmóður: — Á hvern f jandann eruð þér að glápa, manneskja? Hafið þér aldrei séð gluggahreinsara fyrr. * Þau komu svífandi inn í veitinga- húsið, settust andspænis hvort öðru og horfðu hugfangin hvort á annað. — Ég gæti borðað þig upp til agna, hvíslaði hann. — Það gæti ég líka, kviðraði hún. Þjónninn ræskti sig og sagði stuttur í spuna: — Óska gestimir eftir nokkru að drekka með máltíðinni. Mannskepnan er skrítin. Einu sinni var eiginmaður, sem ekki hafði kysst konuna sína í 10 ár, — en svo skaut hann mann, sem gerði það. * Pípulagningarmaður nokkur lagði bíl sínum ólöglega fyrir framan hús, sem hann var að vinna í. Hann setti miða á framrúðuna sem á stóð: „Pípulagningamaðurinn vinn- ur hér inni“. Þegar hann kom út fann hann gulan lögreglumiða í bílnum og annan, sem á stóð: „Lög- reglan vinnur hér úti“. Neyðaróp til hjðnabandsskrifstofunnar Með tilvísun til auglýsingar, sem birtist um daginn í blaðinu, sem ég kaupi, þá ætla ég nú að skrifa til ykkar og spyrja ykkur hvort þið getið ekki skaffað mér kerlingu til frambúðar. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að það er orðinn hrein ördeyða með kvenfólk hér uppi í Smyrilsfirði. Það hlýtur að vera flóttinn frá landsbyggðinni, sem hefur forplantað sig alla leið hingað, sem veldur þessari óáran hér. U,m mig er það að segja, að ég er maður á mínum bezta aldri, eins og við flestir hérna, og þrautreyndur í lífsins skóla. Ég hef verið giftur einu sinni áður, en kerlingin mín dó fyrir sex árum síðan. Það var gallið. Hún var reyndar mjög illa lynfc, og ég kom litlu tauti við hana, en blessuð sé minning hennar. Ég er við beztu heilsu og á tjargaða trillu með 12 hesta Sabbmótor, svo á ég 12 stampa af línu og slatta af netum. Svo að ég er allvel stæður maður. En, eins og þið getið skilið, er það maturinn. Maður verður svo yfir sig leiður af að lifa af rúgbrauði og kaffi og frans- brauði með sírópi daginn út og daginn inn, en það eru einu úr- ræðin .fyrir einhleypan mann Þessvegna er það nú að ég skrifa ykkur og bið ykkur að útvega mér röskan kvenmann, sem get- ur gert lífið þolanlegra fyrir mig. Fyrir ári síðan náði ég mér í fína dömu frá Stórþorskafirði, og ég verð að segja, að ég hafði mína meiningu með því, og ég er á því að allt hefði farið vel, hefði bannsett búðarlokan hann Kristján Ólafsson ekki farið að krúnka í hana. En hann kom eins og þjófur í annars manns hús og táldró hana með fínu kjólaefni, sem hann hafði keypt í Skarkolafirði. Og haldið þið ekki, að hann hafi líka skrifað VÍKINGUE 244

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.