Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Side 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Side 37
til áfengissölunnar í Þrumufirði eftir brennivíni líka! 0g svo var það eitt kvöld, þeg- ar ég var á sjó, að leggja línuna, þá kom hann rakleitt í mitt hús og giljaði hana, eins og það heitir á fínu máli. Og svo komst hún í mjög lukkulegt ástand. — Sagði ég lukkulegt? Svo giftu þau sig auðvitað, og nú hef ég heyrt, að þau lifi saman eins og köttur og hundur. Nei, nú er ég farinn að gleyma mér í endurminningum. Myndin, sem fylgir þessu bréfi, er dálítið gömul. Hún er tekin fyrir 30 árum síðan, þegar ég giftist henni Ólafíu, henni, sem nú er dáin. Þetta er brúð- kaupsmynd, eins og þið getið séð, það er ég, sem stend hægra megin. En ég leit nú líka mjög sæmilega út í þá daga. Ég bið ykkur nú að hjálpa mér strax. Virðingarfyllst, Elendínus Sigursælsson. * ÍJr norsku sjómannablaði. Við hér um borð lesum ósköpin öll, og „hagskýrslan“ sýnir, að mest er lesið af Ernest Hemingway af bókum úr bókasafninu. Annars velta „vasabækurnar" frá klefa til klefa og alltaf vantar eitthvað að lesa. Hérna um daginn var til umræðu hvaða bókmenntir vélaliðið iðkaði. Einn smyrjaranna svaraði að bragði: Vélabókmenntir eru Cow- boy. Annar smyrjari útskýrði það þannig: Það var nú bara um eitt að gera að draga skammbyssuna. Flest norsku Klavenesslínuskipin bera nafn, sem enda á „ville" og flestir halda, að næsta skipið, sem hleypur af stokkunum muni heita: .,Elleville“ eða „Varenoeduville". Frá Mexico til Miðjarðarhafsins höfðum við farm af einherju efni, sem kallað er „carbon black“, það er svart og skipið verður allt útatað, °g efnið er sagt að sé m. a. notað 1 hvíta málningu. I Venedig með öllum síkjunum getur óreyndur sjómaður lent i ýmsum ævintýrum í hliðargötunum '— afsakið í hliðarsíkjunum. Ég spurði um daginn einn af hásetun- Ví KINGUR um hvort hann ætlaði ekki í land. „Nei, fari það kolað. Ég var í landi í gærkveldi og þurfti að taka sund- tökin 14 sinnum. Frá Ítalíu lá leiðin til Rijeka í Júgóslavíu. Þar fengum við m. a. sætt vín, sem var svipað á bragðið og norskt heimabrugg. „Bjelo vino“ var það kallað. Þá var þarna fest upp eftirfar- andi tilkynning í messunum: Júgóslavneskir peningar, sem finnast um borð verða gerðir upp- tækir og eigandinn sektaður. Það þýðir að sá, sem er með slíkan gjald- miðil í fórum sínum, verður bæði sektaður fyrir að hafa flutt þá út úr landinu og inn í landið aftur ólöglega. Við hér höfum fengið messa- stúlku, sem kom beint úr starfi á línuskipinu Oslof jord. Sumir segja að yfirmennirnir hérna séu orðnir penari í tauinu eftir að hún kom. Þegar hún hafði verið hér nokkra daga stóð hún fyrir framan daga- talið og fann út að nú ætti hún aðeins eftir níu mánuði um borð! * — Ja, hvort þvottaefnið er ekki gott, það vildi ég nú meina, sagði sölumaðurinn. Við neyðumst til að láta ókeypis sólgleraugu með hverj- um pakka“. * Faðirinn horfði ströngum augum á Pétur litla, sem settist við mat- borðið með óhreinar hendur: — Þú ert meiri sóðinn, drengur minn. Hefurðu nokkurn tíma séð mig setjast til borðs með svona svarta fingur? — Nei, ekki ég, svaraði sá litli, en kannske amma hafi séð það. * Presturinn bað eitt sinn þá af söfnuðinum, sem vildu komast í himnaríki, um að rísa úr sætum sínum. Allir stóðu upp nema einn. Síðan bað hann þá sem vildu fara til helvítis að standa upp. Allir sátu. — Hvar viljið þér vera? spurði hann svo þennan eina. — Mér líður bara ágætlega þar sem ég er, var svarið. SVIPMYNDIR FRA ÓLYMPlU- LEIKUNUM Grindahlaup. Verðlaunaafhending í hnefaleikum. Sigurvegarar í körfuknattleik. Jrítiaktin — Lofaðu mér því, að spara ekki meira en ég hef efni á, sagði eig- inmaðurinn við konuna, sem var að fara á útsölu. * Stjórnarvöldin í Newfoundland hafa fengið lánaðan færeyskan fiski- skipstjóra til þess að kenna mönn- um að fiska með línu. Eiler Jakob- sen frá Thorhavn er farinn þangað til að kenna þeim línuveiðar. * Ástandið á fiskimjöls og lýsis- markaðnum er enn ískyggilegt, en talið ólíklegt að verðið falli öllu meir. Perú býður mjölið niður og virðist ekkert lát á framboði. 245

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.