Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 13
skuli eyða dýrmætum tíma og olíu í látlausu ferðalagi frá austri til vesturs, djúpt og grunnt, eingöngu treystandi á snurpinót. Þar sem skip þessi eru nú orðið útbúin kastblökk og þurfa ekki að burðast með nótabát er mjög auðvelt, að hafa meðferð- is fullkominn reknetaútbúnað miðað við stærð skipsins. Ég hefi stundað síldveiðar á hverju sumri í nærfellt 17 ár og hefi nokkra reynslu á þessum mál- um. Það er mín sannfæring, að ef stærstu skip síldveiðiflotans hefðu verið þannig útbúin á síð- ast liðnu sumri hefði náðst merkilegur árangur. < Hitt verður þá einnig að benda á í þessu sambandi, sem marg oft hefur verið hamrað á í blöð- um og á mannamótum, að á hverju sumri er gerður út fjöldi skipa á síldveiðar, sem vegna lé- legs útbúnaðar hafa fyrirsjáan- lega engin skilyrði til þess að afla síldar úr sjó. Fyrir þetta verður að taka. Það er þjóðar- búinu um megn að standa undir slíkri útgerð. Hitt er auðvitað út í bláinn, eins og sumir landkrabbar vilja staðhæfa, að ekkert vit sé í því, að gera út á síld á sumrin, þetta sé aðeins að ,,spila í happ- drætti". Þetta er fjarstæða ein, en kapp er bezt með forsjá. Einn af fremstu útgerðarmönnum landsins, Haraldur Böðvarsson, hefur nýlega bent á þá stað- reynd í víðlesnu blaði, að á sumrin hefur smábátaflotinn ekki aðra möguleika en síldveið- ar og er það vissulega rétt. Hins verður svo að gæta að með meiri skipulagningu og ná- kvæmni, að ekki verði sendir allskonar koppar á þessar veið- ar sem eru með síldveiðiútbún- að sem er langt fyrir neðan það að vera samkeppnisfær. Menn verða að hafa hugfast, að á undanförnum árum hefðu verið .algjör .síldarleysisár .á borð við árið 1935 og '45 ef nú- tímatæknin hefði ekki komið til skjalanna. V í K I N G U R Frá Noregi ber- ast fréttir um, að frændur vorir þar hafi verið harð • ánægðir með ár- angur síldveiða fyrir Norðurlandi á s.l. sumri. Eng- ar fregnir ber- ast um veiðimagn Rússa á þessum slóðum, en það má vera einkennilegt, að þeir skuli halda veiði áfram á sömu slóðum ár eftir ár, ef árang- ur væri ekki sæmi- legur. Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur hefur á það bent, að á s.l. sumri hafi víða verið góð skil- yrði til reknetaveiða og má það til sanns vegar færa þar sem mér er kunnugt um. að í mest allt sumar var stökkvandi síld frá Strandagrunni til Langa- ness, bæði djúpt og grunnt. Vegna átuleysis á þessu svæði var snurpuveiði útilokuð, en ef- laust hefði mátt veiða mikla síld í reknet. Þá er þess að minnast með til- liti til síldveiði s.l. sumars, að nokkur skip munu hafa verið út- búin togvindu ásamt gálgum þannig að aðeins vantaði síldar- vörpuna til þess, að möguleikar hefðu verið fyrir hendi til þess að ná þeirri síld, sem mældist í stórtorfum á djúpu vatni, en eft- ir því, sem mér er tjáð, mun flotvarpan .hafa .orðið .eftir .í heimoAöfn. Lokaorö. Vonandi er þess ekki langt að bíða, að Islendingar eignist sitt eigið fiskirannsóknarskip, sem eingöngu verði látið starfa að rannsóknum á þeim aflamögu- leikum, sem eru fyrir hendi á landgrunni íslands. Það dylst engum, að þessir möguleikar eru ennþá lítt kunnir og lítt notaðir. Má t.d. á það benda, að fyrir mörgum árum, þegar hinn heimskunni fiskifræðingur, próf. SIGLUNES. v Tháning var hér á ferð á fiski- rannsóknarskipinu Dana, skýrði hann frá því, að út af Siglufirði væru beztu rækjumið landsins sérstaklega með tilliti til þess, að rækjan, sem Dana veiddi væri mun stærri en grænlenzk og ís- lenzk rækja frá Vestfjörðum. Út af Vestf jörðum, á að gizka 10 stunda siglingu, eru selveiðar stundaðar af frændum vorum Norðmönnum með ágætum ár- angri. Selskinn eru eftirsótt vara á heimsmarkaðnum og væri óneitanlega kominn tími til, að íslendingar veittu þessu athygli. Þannig mætti lengi telja. Bálreið frúin hrópaði: — Ég heimta skýringu! — Ég heimta sannleikann! — Drottinn minn góður, svaraði veslings eiginmaðurinn í örvænt- ingu! — Þú getur ómögulega feng- ið hvort tveggja. Lífhræddur maður var alltaf að ónáða lækni sinn og láta hann rann- saka í sér hjartað. Þegar lækninum tók að leiðast heimsóknirnar, klapp- aði hann á öxl hans og sagði: — Þér þurfið ekkert að óttast, hjartað endist á meðan þér lifið. Maðurinn fór ánægður og kom ekki aftur. 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.