Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 29
inn, svo þeir fleygðu hvoru tveggja, en fundu upp þess í stað haganlegan útbúnað til þess að ná inn vörpunni. Þetta á ekkert skylt við þróun í vörpugerð. Þeir fundu upp margslunginn útbúnað með falskri höfuðlínu, sem átti að þvinga aðalhöfuð- línu frá botni. Við þetta eru þeir hættir að mestu eða öllu leyti, enda eiga þessar aðgerðir ekk- ert skylt við vörpugerð. Þeir hafa ekki gert neinar hliðarráð- stafanir til þess að bera netið uppi, enda þýðingarlítið, því það, sem eftir er af vörpunni er með sameiginlegar skekkjur við aðrar vörpur. Það getur ekki talizt þróun í vörpugerð að fleygja hlutum úr vörpunni án þess að eitthvað komi í staðinn. Og nú hef ég heyrt, að þeir hafi kastað belg- línum líka. Með því sanna þeir, að þeir eru ekki á neinni þróun- arleið í vörpugerð. Ég hef lítið komið að fram- bygginjni botnvörpunnar. En það er aðallega hún, sem ég vil gagnrýna. ; ! ' Ef botnvarpa með 270 möskva miðneti væri fullunnin, þyrfti hún 140 feta höfnðlínu og 256 möskva virkir milli jaðra í mið- neti, klæddu 90 fet á þverveginn. Þá væru yfirvængs- og miðnets- jaðrar 60 fet á lengd. Þetta er mesta vinnsla, sem hægt er að fá úr þessari gerð af botnvörp- um. Á móti að neðan koma 80 feta langir undirvængir. Nú er fullunnið net í báðum hliðum undirvængja nema fasta- vængjajaðra. Jafnvel þó yfirnet- ið væri fullunnið væru undir- vængirnir allt að 20 fetum of langir. Það koma 30 fet af full- unnu neti á 20 feta fiskilínu næst kvörtum. Þetta mikla aukanet í fastavængjum gerir það að verkum. að hliðarundir- belgur kiprast saman að kvört- um og undirbelgsjaðar er fest- ur í ca 5 feta slakt net. Svo skulum við athuga hvern- ig vængirnir koma saman fram við gafllínu. Undirvængir eru hnýttir á legg fram með fisk- VÍKINGUR OUART6R DOPE °ORK LINE, Wip,f 8ELLVLINE lEG HAULING LEG, WIB£ BELLYLINE WING UNE GROUND CABLE ^TOWLEG TO POOTBOPE HEAOLINE LEG Granton-togvarpan. Myndin er úr World Fishing. línu og enda á upptökum. Einn- ig höfuðlínukantur yfirvængs. Þegar netið brevtist þannig frá lejarer á upptökur myndar það 185° horn. Þegar nú vængjaðr- arnir mætast skapa þeir rétt horn. Þessi frásrangur til end- anna eru svo stórfenorleg afglöp í netagerð, að ekkert er sam- bærilegt nema hressileerasta lygasaga. Hvað undirvænginn snertir ætti jaðar hans eftir gerð vængsins að ná 6 fet fram yfir gafllínu. Yfirvængsjaðar er aðeins hálf- drættingur nær 3 fet fram yfir gafllínu. En þeir eru gerðir jafnir oe: staðsettir öfugu megin við gafllínuna. Þetta hefur þau áhrif hvað undirvænginn snert- ir, að hann dregst eins og möskvalaus óskapnaður, því jaðrar undirvængsins eru frá byrjun 6 fetum aftar en gerð hans segir til um og ekki bætir um þegar aftar dregur, því báð- um megin kvarta safnast saman net bæði á langveginn og þver- veginn, sem virðist hafa þann tilgang einan að leggjast í botn- inn og skriðna þar og rifna. Þessi skipulagða netfórn og af- leiðingar hennar kosta íslenzka togaraútgerð milljónir króna ár- lega. Þetta skrifast að nokkru leyti á ykkar reikning, því þið eruð mennirnir, sem eigið að leið- rétta svona regin skekkjur. Islendingar líða eftir því, sem blöðin segja af minnimáttar- kennd nema þá helzt Norðlend- ingar. Þetta er líklega rétt. Við erum alltaf á snöpum eftir er- lendum hugmyndum og teljum þær allrar athygli verðar, hvað fjarstæðukenndar, sem þær kunna að vera og trúum því ekki, að við getum haft frum- kvæði að nokkru því, sem vit er í. Nú er ég búinn að taka munn- inn allvel fullan og á skilið verð- skuldaða ráðningu ef þetta er rugl, sem ég hef verið að skrifa. En þegar það reynist rétt, þá hamingjan hjálpi ykkur. -o-O-o- Nonni litli hafði verið bólusettur og læknirinn ætlaði að vefja sára- bindi um handlegginn, en Nonni vildi það ekki og heimtaði að hann vefði hinn handlegginn. Þegar lækn- irinn spurði hverju þetta sætti. svaraði Nonni: O, þú þekkir ekki strákana í skólanum. Þegar maðurinn kom heim, sat kona hans í eldhúsinu með hatt á höfðinu og slör fyrir andlitinu og drakk te. — Hvað í ósköpunum gengur að þér? hrópaði maðurinn. — Ég fann hvergi tesíuna, svaraði konan. 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.