Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 36
ROALD DAHL: Veðtnatif Klukkan var á sjötta símanum og mér var orðið mál að svala mér á bjórglasi í garðstól við sundlaug- ina og njóta kvöldsólarinnar stund- arkorn. Ég fór inn í barinn, keypti mér flösku og rölti með hana gegn- um garðinn að lauginni. Nóg var af garðstólum kringum laugina og þar voru hvít borð með hlemmistórar, litskrúðugar sólhlíf- ar og slangur af baðklæddu, úti- teknu fólki sat þar. í lauginni busl- uðu þrjár eða fjórar stúlkur og tíu eða tólf ungir menn. Ék stóð og horfði á þau. Þetta voru enskar stúlkur frá hótelinu. Ég þekkti ekki deili á piltunum, en málhreimurinn gaf til kynna, að þeir væru bandarískir og mér fannst líklegt að þeir væru sjóhðsforingja- efni af skólaskipi, sem komið hafði í höfn um morguninn. Ég settist undir gula sólhlif við borð með fjórum auðum stólum, hellti bjórnum mínum í glas, hall- aði mér makindalega aftur og kveikti í sígarettu. Það var nota- legt að sitja svona í sólskininu og virða fyrir sér sundfólkið skvamp- andi í grænu vatninu. Bandarísku sjóliðarnir voru farn- ir að gantast við ensku stúlkurnar. Þeir voru að steypa þeim með því að koma úr kafi og ýta undir fætur þeirra. I þessum svifum tók ég eftir smá- vöxnum rosknum manni, sem kom gangandi eftir laugarbarminum. Hann var í lýtalausum hvítum íöt- um og gekk hröðum fjaðurmögnuð- um skrefum. Hann var með stóran ljósan Panamahatt og horfði rann- sakandi á fólkið og stólana meðan hann spígsporaði meðfram lauginni. Hann stanzaði hjá mér og brosti svo sá í tvær raðir smárra ójafnra tanna, sem teknar voru að gulna. Ég brosti á móti. „Afsakið — en mætti ég setjast hérna?" „Vissulega", sagði ég ¦— „gerið svo vel". Hann tiplaði afturfyrir stólinn til að athuga hvort honum væri treyst- andi, settist síðan og krosslagði fæt- urna. Litlu hjartarskinnsskórnir hans voru alsettir götum til loft- ræstingar. „Dásamlegt kvöld", sagði hann. „Það eru öll kvöld dásamleg hér á Jamaica". Ég gat ekki skorið út hvort málhreimurinn var ítalskur eða spænskur, en ég þóttist vita að hann væri einhvers staðar frá Suður-Ameríku. Og svo var hann líka kominn á gamalsaldur, þegar betur var að gáð. Sennilega rétt inn- anvið sjötugt. „Já, svaraði ég, „það er dásam- legt hérna, finnst yður ekki? „Og mætti ég spyrja, hvaða fólk er allt þetta? Það eru ekki hótel- gestir". Hann benti á fólkið í laug- inni. „Ég held þetta séu bandarískir sjóliðar", sagði ég. „Þeir eru víst nemendur á skólaskipi". „Vitanlega eru þeir Ameriganos. Hverjir aðrir mundu vera með ann- an eins bægslagang? Þér eruð ekki bandarískur, ha?" „Nei", svaraði ég. „Það er ég ekki". Allt í einu stóð einn bandaríski sjóliðinn fyrir framan okkur. Hann var rennblautur úr lauginni og ein enska stúlkan var með honum. „Eru þessir stólar fráteknir?" spurði hann. „Nei", svaraði ég. „Mætti ég setjast hérna?" „Gerið svo vel".. „Takk fyrir". Hann var með handklæði í hendinni og þegar hann settist vafði hann þvi sundur utan af sígarettupakka og kveikjara. Hann bauð stúlkunni sígarettu, en hún afþakkaði; þá rétti hann pakk- ann til mín og ég tók eina. Litli maðurinn sagði: „Nei, þakka fyrir — fæ mér heldur vindil". Hann tók einn upp úr veski úr krókódílsskinni og klippti af honum totuna með vindlaskærum. „Hérna er eldur, gerið svo vel". Bandaríski pilturinn hampaði vindla kveikjara sínum. „Það er of mikill vindur til að hann kveiki". „Víst kveikir hann. Hann kveikir alltaf". Litli maðurinn tók ókveiktan vindilinn út úr sér, hallaði undir flatt og leit á piltinn. „Alltaf ?" sagði hann hægt. „Auðvitað. Hann bregzt aldrei. Að minnsta kosti ekki í mínum höndum". Litli maðurinn hallaði enn undir flatt og tók ekki augun af piltinum. „Jæja, jæja. Svo þér segið að þessi frægi kveikjari bregðist aldrei. Er það rétt skilið?" „Hárrétt", sagði ungi maðurinn. Hann var nítján eða tuttugu ára, langleitur og freknóttur, hvassnefj- aður eins og fugl. Hann var ekki sólbrúnn að ráði á bringunni og þar voru freknur líka og nokkrar lufsur af ljósrauðu hári. Hann hélt kveikj- aranum í hægri hendi, viðbúinn að snara hjólinu. „Hann bregzt aldrei", sagði hann og brosti, því hann var farinn að hafa gaman að þessu og ýkti viljandi. „Ég skal veðja, að hann bregzt aldrei". „Eitt augnablik". Höndin með vindlinum lyftist hátt, lófinn vissi fram eins og hann væri að stöðva umferð. „Bíðið nú við". Hann hafði undarlega mjúka, tónlausa rödd og hann starblíndi á unga manninn. „Kannske við veðjum einhverju smáræði um það?" Hann brosti góð- látlega til piltsins. „Eigum við að veðja einhverju smáræði um að kveikjarinn yðar kveiki?" „Til er ég", sagði pilturinn, „því ekki það?" „Hafið þér gaman af að veðja?" „Ég er alltaf til í að veðja". Maðurinn þagði og virti fyrir sér vindilinn sinn, og ég verð að segja að mér gazt ekki að framferði hans. Það var eins og hann væri farinn að reyna að gera sér einhvern veg- inn mat úr þessu og koma piltinum í bobba, og jafnframt fannst mér hann vera að kíma að einhverju, sem hann einn vissi. Hann leit aftur á piltinn og sagði: „Mér þykir líka gaman að veðja. Hvers vegna gerum við ekki gott veðmál út úr þessu? Gott og stórt veðmál". „Bíðið nú andartak", sagði pilt- urinn. „Það get ég ekki gert. En ég 36 VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.