Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 40
San Francisco, 5 . nóv. 1960. Ég heilsa þér aftur, Halldór minn. Hafðu þökk fyrir bréfið. Gaman að heyra, að þú skulir skreppa á sjóinn annað slagið, sýnir það, að þú gengur upp í starfinu. Þú segir mér, að þú hafir látið bréfið mitt á þrykk út ganga, minna mátti nú gagn gera. Það hefði verið nóg að plokka úr það markverðasta og birta það sem almennar fréttir, og var ég að von- ast til að þú heflaðir það eitthvað, því að sumt hefði gjarnan mátt missa sín. Þú ymprar á því. að ég svrifi þér fleiri fréttabréf. Ég lofa engu um það. Það eru ekki tímar Jóns Indía- fara lengur og fóik er orðið fullsatt af öllum þeim ferðaþáttum, sem birtast í öllum tímaritum. Samt sem áður eru nú alltaf ævintvri að ske, ekki síður en hiá Sindbað forðum. Og allstaðar eru hætturn- ar, bílslys í Bandaríkiunum, jarð- skjálftar í Japan og óttaleg óveður á úthöfum. Það er svo sem ýmis- legt sem kyrralífsfólk hefði gott af að vita, heimurinn hefnr lítið breytzt frá því á steinöld bó nú orð- ið geti maðurinn stutt á hnapn svo að það komi Ijós. Orinoco-fljót í Venezuela er skipgengt 200 mílur inn í landið stórum skinum. Á bökk- um þess sjáum við Indíána sem lifa sama lífi og fyrir þúsundum ára. Þar eru sumstaðar krapnar beygj- ur og kemur fyrir að skipin kast- ast upp að bökkunum og við það hrynja um borð apar og eitraðar slöngur úr trjánum og þá er skipið orðið nokkurs konar apa- oe slöngu- leikhús. Ekki er gott að hrökkva þar fyrir borð, því að þar er krökkt af „baribes" eða sem líka eru kall- aðir „Paranas“. Eru það ránfiskar svo gráðugir að þeir tæta í sig naut- grip á svipstundu. Já, alls staðar eru hætturnar. Komir þú til Cristobal, hvar búa afkomendur sjóræningja, ertu heldur ekki óhultur. Vasaþjóf- ar eru þar svo voðalegir, að þeir sneiða vasann alveg af með einu hnífsbragði og eru ekkert að súta það þótt fylgi flís af þjóhnappi. — Þá ætla ég að ræða út um þessa tafúna, sem ég var að minnast á í síðasta bréfi. í þessari ferð voru þrir þeir síðustu að gera usla. „Mamie" var víðs fjærri og fór sína leið en „Lousie" spratt upp í kjölfarinu er við vorum norður af Nýju Gineu og æsti sig upp í 100 mílna vindhraða á skömmum tíma. Komumst við þó undan klakklaust. Svo var það skömmin hún „Kit“, sem tafði okkur um tvo sólarhringa. Stefnur okkar lágu þannig að við hefðum lent í miðjum stormsveipn- um hefðum við haldið áfram. Var því lagzt undir „Grænuhlíðinni" við Luson. Það hefði ekki verið glæsi- legt að leggia á Suður-Kínahaf og fá á sig illviðrið. Þegar ekki sér til himintungla er ekkert til þess að átta sig á, engir radióvitar eða neitt og hafið krökkt af blindskerjum, kraumandi af óðum hákarli. Kína- strönd annars vegar með krökkt af kommum (þar var reyndar fullt af sjóræningjum áður, meðan hið frjálsa framtak var þar í blóma — hins vegar strendur Borneo, hefðum við verið svo heppnir að hossast yfir öll blindskor svo að skipið hefði brotnað í spón þar. Eftir því sem ég las í heimilisriti nýlega þá hefðu beðið okkar þar organdi, blóðþyrstar, slefandi mann- ætur og víst engu óvægnari en sú hersing borðalagðra er tekur á móti sjómönnum sem koma heim til sín í stærstu hafnarborg íslands. Nú læt ég þetta nægja að sinni og tel þetta mikið hæfara til prent- unar en hið fyrra og þegar ég les þetta á prenti, verð ég alveg sann- færður um að ég hef sagt satt. Það verður lítið um snjókomu hjá okkur á næstunni, frá Los Ang- eles verður haldið til Japan, þaðan til Arabíu, síðan alla leið til Hono- lulu og þaðan víst til Sumatra en ekki er það endanlega ákveðið. Það er því eiginlega ekki hægt að segja lengur að við séum á rútunni Wild West—Far East. Jón Steingrímsson. P. S. Ég læt fylgja hérna athugasemd við fyrri athugasemd mína í blað- inu. Mr. Ludwig á sjálfur allar deildir National Bulk Carriers Inc. þó það sé kallað hlutafélag. Það eru margir milljónerar í Banda- ríkjunum en hann er einn af þeim ríkustu. Hann var brautryðjandi með byggingu „supertankers“. Þá héldu menn að skip af þeirri stærð myndu brotna undan farminum og var erfitt að vátryggja þau. Það má samt vel lesta þau svo að þau hafi ekki meira svig-„sag“, en 6" um miðju. Nú leika menn sér að því að byggja „mammoth tankers" undir og yfir 100 þús. tonn að stærð. J. S. VÍKINGUR 40

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.