Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 7
vSSoyar ^)teinþáráóon : Matsveina- og veit- ingaþjónaskólinn 1 10. tbl. 22. árg. Víkingsins er út kom í okótber 1960, skrif- ar Guðmundur Jensson loft- skeytamaður grein um „Mat- sveinaskóla íslands": Við lestur greinar þessarar verður ekki ljóst hver sé tilgangur greinar- höfundur með ritsmíð þessari, en ég vil fyrir hönd stjómar Matsveina- og veitingaþjónaskól- ans vegna þessa tilefnis, með nokkrum orðum ræða fáein atr riði varðandi þennan skóla. Greinarhöfundur byrjar rit- smíð sína með því að segja að „fyrir frumkvæði og baráttu yf- irmannasamtakanna" hafi mat- sveinum verið sköpuð skilyrði til að menntast í Sjómannaskóla- húsinu. Ég vil upplýsa hér í upphafi, að á sínum tíma kost- aði það samtök matreiðslu og framreiðslumanna baráttu til þess að losna við „baráttu yfir- manna samtakanna", og þá fyrst kom skriður á skólamál Mat- sveina- og veitingaþjónaskólans. Þegar Sjómannaskólahúsið var vígt, (mig minnir haustið 1946) var ekki búið að semja lög fyrir Matsveina- og veitingaþjónaskól- ann, né neitt farið að gera varð- andi þann skóla, nema að skammta honum húsnæði. Eftir að samtök matreiðslu- og fram- reiðslumanna fengu tækifæri til að láta þetta mál til sín taka var skólanefnd skipuð, og kom þá í ljós að ýmsar breytingar varð að gera á húsnæði skólans sem „frumkvæði og barátta yfir- manna samtakanna" hafði af skiljanlegum ástæðum sézt yfir, enda var ekki neinn kunnáttu- maður í þessum greinum með í ráðum þegar húsnæðið var teiknað! I þessu sambandi vil ég benda greinarhöfundi á að í 1. gr. laga nr. 82/1947 er gert ráð fyrir að Matsveina- og veitingaþjóna- skólinn skuli hafa aðsetur í Sjó- mannaskólahúsinu, og skuli skól- inn veita hagnýta fræðslu m.a. þeim mönnum sem vilja gerast matsveinar á skipum, og samkv. 9. gr. reglugerðar nr. 86/1959 3. tölul. er gert ráð fyrir að matsveinum á fiskiskipaflotanum og flutningaskipum skuli vera kennt í skólanum eftirfarandi: a) Almenn matreiðsla, b) und- irstöðuatriði í bakstri, c) vöru- þekking, geymsla og nýting mat- væla, d) íslenzka og enska, og f) bókfærsla og reikningur. í 2. gr. umræddrar reglugerð- ar er svo fyrirmælt að þessir nemendur skuli stunda nám í skólanum í tveimur fjögurra mánaða námskeiðum, og í 11. gr. er fyrir mælt, að á hverju nám- skeiði skuli kennslustundafjöldi nemenda þessai'a vera sem næst þannig: Islenzka 64 st. Reikningur 48 st. Enska 64 st. Bókfærsla 48 st. Matreiðsla, verkleg og bók- leg ásamt næringarfræði 850 st. Settar eru aðrar námsreglur fyrir nemendur í matreiðsluiðn og í íramreiðsluiðn. Með þessu stutta yfirliti hér að framan er ljóst að skólinn er starfandi. í fyrstu námskeiðum skólans fyrir matsveina á fiski- skipum og flutningaskipum var mikil þátttaka nemenda, og þannig var það fyrstu árin sem skólinn starfaði, en þegar nem- endur þessir urðu þess varir að þeir fengu engin réttindi til matsveinsstarfa að námi loknu hættu þeir að stunda námið, en engin lagafyrirmæli eru til um réttindi til handa þessum mönn- um. Skólanefndinni og Sam- bandi matreiðslu- og fram- reiðslumanna hefur verið það mikið áhugamál að fá slík á,- kvæði lögfest, og að tilhlutan beggja þessara aðila hefur verið lagt fram á Alþingi frv. til laga um bryta og matreiðslumenn á skipum, en frv. ekki orðið að lögum vegna ágreinings milli matreiðslumanna og framreiðslu- manna varðandi réttindi til brytastarfa. Þetta frv. hefur nú í þriðja sinn verið lagt fram á Alþingi, og er það von mín að nú takist að fá frumvarpið gert að lögum. Þegar þetta frv. er orðið að lögum, er ekki ástæða til að ætla annað en að til skólans 'komi aftur menn til þessa náms. Að lokum er rétt að taka það fram, að það hefur verið og er enn, skoðun skólastjóra og skóla- nefndar, að með því að hafa að- setur Matsveina- og veitinga- þjónaskólans í Stýrimannaskóla- húsinu, er skólanum ekki sköpuð þau skilyrði er honum hentar, og hefur hlutaðeigandi ráðherr- um á hverjum tíma verið tjáð þessi skoðun skólanefndar og skólastjóra, og þau oft verið rædd við ýms viðeigandi tæki- færi. VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.