Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 34
Sjóherinn hefur tekið við starfrækslu á Keflavíkurflugvelli. Frægur læknir hafði það fyrir sið, að láta sjúklinga þá, er til hans komu, afklæðast í herbergi, sem var á milli biðstofunnar og lækninga- stofunnar. Dag nokkurn kemur al- klæddur maður í dyrnar á lækninga- stofunni. Læknirinn rak hann strax íram fyrir og skipaði honum að af- klæðast. Eftir litla stund kemur maðurinn berstrípaður inn í lækn- ingastofuna með blað í hendinni, hneigir sig og segir: — Ég er hérna með reikning fyrir kirkjugjöld". * Bindindispostulinn: — Veiztu það ekki vinur minn, að vínið styttir líf manna? Siggi (hálfur): — Jú, satt er það. Ég var brennivínslaus allan sunnu- daginn að var. Það var lengsti dag- ur, sem ég hef lifað. Já, það er hverju orði sannara, að brennivínið styttir manni lífið. * Bréf með eftirmála: Sigurður var nýtrúlofaður og skrifaði foreldrum sínum bréf um hamingju sína. Skömmu síðar fékk hann svohljóðandi bréf: Kæri sonur! Móðir þín og ég fá- um eigi með orðum lýst hinni miklu gleði, er fréttin af þér færði okkur. Góð kona er bezta og dýrmætasta drottins gjöf hverjum manni. í tuttugu og fimm ár höfum við for- eldrar þínir nú búið saman í ást og eindrægni. Móðir þín hefur verið mér allt. Við vonum að hjónabandið verði 34 þér hamingjuríkt. Frá þínum elsk- andi foreldrum. P. S. — Móðir þín fór út að sækja frímerki á bréfið. Hegðaðu þér ekki eins og asni, strákur. Giftu þig nldrei. — Þinn margreyndi faðir. * Þetta gerist í Ameríku, Kaupsýslumaðurinn: — Ég er í vandræðum með að ná í vinnukonu. Vinurinn: — Hvað kemur til! Þú ættir ekki að vera í vandræðum með að borga henni sæmilegt kaup. Kaupsýslumaðurinn: — Það er ekki vegna kaupsins. Gallinn er sá, að bílskúrinn minn er of lítill. Það er aðeins rúm fyrir bílinn minn og bíl konunnar minnar, en bíllinn vinnukonunnar kemst þar ekki fyrir. * Sjúklingurinn: — Ég fór til hans Sigurbjörns hómópata og hann gaf mér eitt ráð. Læknirinn: — Ekki spyr ég að ráðunum hans Sigurbjörns. Þau hafa rnörgum komið í rúmið og jafnvel inn í eilífðina. Hvað ráðlagði hann yður? Sjúklingurinn: — Að leita til yðar. Á málverkasýningu: — Þetta er hræðilegt málverk. — Ég málaði það, sagði maður, sem var viðstaddur. — Afsakið, ég meinti annað, mál verkið sjálft er gott, en fyrirmyndin er hræðileg. — Fyrirmyndin er konan mín! JrítaktiH Kvenfrelsiskonan var að halda ræðu: — Og svo verðum við kon- urnar að krefjast þess, að fá ein- hvern fastákveðinn hluta af launum mannsins. Karlmaður í salnum greip f ram í: — Ég er yður hjartanlega sammála. Það er engin sanngirni í því, að þær fái öll launin. í Afríkustyrjöldinni hét Montgo- mery einhverju sinni einum shilling fyrir hvern ítala, sem hermenn hans tækju til fanga. Skozkur hermaður, sem heyrði tilkynninguna, labbaði sig þegar burt úr herbúðunum. Hans var saknað í heila viku, en þá kom hann loksins og rak á undan sér 500 ítali! — Hér hef ég unnið mér inn lag- legan skilding, sagði Skotinn við Montgomery. — Hvar í ósköpunum náðirðu þeim? spurði hershöfðinginn. — Ég keypti þá af Þjóðverjum fyrir tvö pence stykkið. * Bernhard Shaw sagði eitt sinn: — Það tók mig tíu ár að komast að raun um, að ég hafði enga rithöf- undahæfileika. Þá ætlaði ég að hætta, en það var bara ekki hægt vegna þess, a ðþá var ég orðinn heimsfrægur. * Sagt var að skriðdrekar ítala væru búnir átta gírum til að kom- ast afturábak, en einum gír áfram. — Til hvers er þessi gír? spurði maður nokkur, sem heyrði skrítluna. — Það er gert til vonar og vara, ef ráðizt yrði að þeim aftan frá. * Því hafði verið spáð fyrir dóttir þinni, að hún fengi ríkt gjaforð og eignaðist tvíbura. Rættist spádóm- urinn? Að nokkru leyti. Hún eign- aðist tvíbura. * — Hvers vegna hættir þú við að giftast honum Jóni? — Hann var helzt til nízkur. Hann skrifaði öllum prestum í bænum og bað um lægsta tilboð í að fram- kvæma hjónavígsluna. * Stúlka nokkur, sem vann á fjöl- mennri skrifstofu, hafði hringtrú- lofast. Morguninn eftir, þegar hún kom á skrifstofuna, virtist enginn taka eftir því, að hún hafði fengið einbaug á f ingurinn, og þegar ef tir- miðdagskaffið kom og enginn sagði neitt, varð henni að orði: — Guð, hvað er heitt hérna! Ég held bara að ég verði að taka af mér hringinn. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.