Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 35
Atvinnurekandi, sem hafði mik- inn hug á að gera umbætur í verk- smiðjunni ög ná samvinnu við starfsmenn sína, hengdi kassa á vegginn og bað þá að leggja sínar tillögur í hann, hvernig slíku tak- marki yrði bezt náð. Eftir nokkra daga opnaði at- vinnurekandinn kassann eftirvænt- ingarfullur. í honum var einn miði, sem á stóð: — Mín tillaga er, að þér hættið að ganga á gúmmísólum. * Að safna vopnum til að tryggja friðinn, er eins og að safna olíu til tryggingar gegn eldsvoða. * — Ef þér akið svona ógætilega oftar, verðum við neyddir til að taka aí yður ökuskírteinið. — Skiptir engu máli, hr. lögreglu- þjónn. Ég hef ekkert. ■ * — Lestu bænirnar þínar á hverju kvöldi? spurði presturinn, sem var í heimsókn, Nonna litla. — Nei, mamma fer með þær fyrir mig. — Jæja, hvað segir hún? — Guði sé lof að þú ert loksins kominn í rúmið, svaraði sá litli. * Frambjóðandi við kosningar í sveitakjördæmi heimsótti prestinn í því skyni að leita eftir stuðningi hans. — Áður en ég ákveð að styðja yður, langar mig til að spyrja yður spurningar. — Velkomið, sagði frambjóðand- inn. — Neytið þér áfengra drykkja? — Áður en ég svara, sagði fram- bjóðandinn varkár, langar mig til að spyrja eins: Eruð þér að spyrja mig, eða eruð þér að bjóða mér? * Gamall timburmaður af vatnabát kvartaði mjög um þrautir í öðrum fætinum og leitaði læknis. Þegar læknirinn hafði lokið nákvæmri rannsókn, lét hann í Ijós þá skoð- un, að það væri reyndar ekki annað en ellin, sem þama væri að verki. — Ellin, sagði timburmaðurinn næsta hranalega, fari það kolað. Fæturnir á mér eru báðir jafn gaml- jr, og það er ekki nokkur skapaður hlutur að hinum. * Eru villimenn grimmlyndir? Landkönnuðir hafa komizt að raun um, að frumstæðir þjóðflokk- ai eru ekki grimmir í lund. Vil- hjálmur Stefánsson kynntist einu smni Eskimóum, sem bjuggu við steinaldarmenningu cg voru þeir bæði glaðlyndir og kurteisir. Malin- cvski segir frá öðrum slíkum þjóð- flokki. Þar áttu menn aldrei í erjum og voru ákaflega hógværir í tali og framkomu allri. Deilur á milli hjóna voru óþekkt- ar með öllu! * Jrítfaktin Árni og Pétur höfðu verið úti að skemmta sér lengi kvölds, og lentu loksins fyrir utan dyrnar hjá Pétri. — Komdu inn vinur og fáðu þér einn lítinn, drafaði í Pétri, en þú verður held ég að fara úr skónum, því að við þurfum að ganga í gegn- um svefnherbergið. í miðju svefnherberginu stoppar Árni og segir: — Heyrðu Pétur, mér sýnist maður liggja í rúminu hjá konunni þinni. — Þegiðu bölvaður, hvæsti Pétur, ég á ekki nema tvo bjóra. * Sá litli þriggja ára kom hjólandi hægra megin á götunni. Vörubíll kom á móti honum og var nærri því búinn að aka yfir hann. — Þú ekur öfugu megin á göt- unni, hrópaði bílstjórinn reiður. — Já, en þú ekur sömu megin sjálfur, svaraði sá litli. * Indíáni stóð nýlega með syni sín- um upp á fjallstindi og horfði út yfir flatlendið, sem breiddi sig fyrir neðan. — Einn góðan veðurdag eignumst við Indíánarnir aftur þetta land. Bleikandlitin verða öll flutt upp í tunglið. ORKiN. ftKKAD. — Mikið verð ég feginn, þegar túrinn er búinn og við losnum við þessa fjósalykt! Iívennalogik. — Hann er líklega orðinn stór núna sá minnsti ykkar, sagði vin- konan við Sigríði. — Já, biddu fyrir þér, hann er mjög stór, þó hann sé svona lítill, og stærri verður hann, þegar hann verður stór, og ég vil nú bara segja það, að ef ég undantek þennan í miðið, sem var ákaflega stór, þegar hann var lítill, þá var það hvorugur hinna, sem voru eins stórir, þegar þeir voru litlir, eins og sá stærsti. * Kona nokkur vel kristin, sendi manni sínum, sem var fjar- verandi um tíma, biblíuna í pósti. — Póstafgreiðslumaðurinn spurði, hvort nokkuð brothætt væri í böggl- inum. — Ekkert nema boðorðin tíu, svaraði konan. * . Ef þú kannt gott ráð: — „Gefðu“ það aldrei. * Námsstjórinn var á eftirlitsferð um landið, og kom í þorp eitt Aust- anlands. Hann kom óvænt í skól- ann og heyrði háreysti mikla inni í skólastofunni. Honum þótti nóg um og rauk inn í stofuna, tók í hnakka- drembið á stærsta slánanum og kippti honum út í ganginn. Þar byr j- aði hann að skamma hann fyrir framferði hans. Rétt á eftir rak einn nemendanna höfuðið út úr skóla- stofunni og sagði hæversklega: — Mættum við biðja um kennar- ann okkar! VÍKINGUR 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.