Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 14
Æskan og fegurðin við fiskvinnu í Vestmannaeyjum. 14 Vetrarvertíðin 1960 í Vestmannaeyjum Sjómannablaðið Víkingur hef- ur fengið kærkomið tækifæri.til þess að flytja lesendum sínum, í þessu og næsta blaði, myndir af nær öllum bátum og bátafor- mönnum, er veiðar stunduðu frá Vestmannaeyjum á vetrarvertíð- inni 1960. Þetta stórmerka myndasafn af bátum og gjörfulegum sjósóknar- mönnum, sem árlega flytja að landi tugþúsundir tonna af fiski á Suðurlandsvertíð og síðar fara til síldveiða eða annarra veiði- fanga, ber að þakka Sigurgeir Jónassyni í Vestmannaeyjum, sem á s.l. vetrarvertíð tók allar þessar myndir í frístundum sín- um. Þær eru teknar við misjöfn veðurskilyrði, og allar myndirn- ar af formönnunum eru teknar í brúargluggum báta þeirra, ýmist þegar þeir eru að fara í róður eða að koma úr róðri. Meirihluti bátanna stundaði neta- og línuveiði, en nokkrir þeirra línu- og handfæraveiðar. Heildarafli lagður á land í Vest- mannaeyjum af heimabátum og aðkomubátum á vertíðinni 1960, var samtals 37,2 þúsund tonn (42 þús. tonn 1959 og 40,6 þús. tonn 1958). Allar aflatölur eru teknar úr „Ægir" og miðast við slægð- an fisk með haus. Eftirfarandi aflatölur frá vertíð- inni 1960 ná til báta, er fiskuðu yfir 200 tonn: Mláiar með yfir 700 le»tír. Lestlr Róðrar Gullborg RE 38 ......___ 718 85 Léó VB 400 ............. 806 88 Snœfngl STJ 20 .......... 709 81 Stíganrli VE 77 .......... 855 95 Báíar með 500—700 leaíir. Lestir Róðrar Bprgur VE 44 ........... 603 85 Dalaröst NK 25 .......... 603 85 Eyjaberg VE 130 ........ 678 86 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.