Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Qupperneq 14
Æskan og fegurðin við fiskvinnu í Vestmannaeyjum. Vetrarvertíöiii 1960 i Vestmaimaeyjiiiii Sjómannablaðið Víkingur hef- ur fengið kærkomið tækifæri til þess að flytja lesendum sínum, í þessu og næsta blaði, myndir af nær öllum bátum og bátafor- mönnum, er veiðar stunduðu frá Vestmannaeyjum á vetrarvertíð- inni 1960. Þetta stórmerka myndasafn af bátum og gjörfulegum sjósóknar- mönnum, sem árlega flytja að landi tugþúsundir tonna af fiski á Suðurlandsvertíð og síðar fara til síldveiða eða annarra veiði- fanga, ber að þakka Sigurgeir Jónassyni í Vestmannaeyjum, sem á s.l. vetrarvertíð tók allar þessar myndir í frístundum sín- um. Þær eru teknar við misjöfn veðurskilyrði, og allar myndirn- ar af formönnunum eru teknar í brúargluggum báta þeirra, ýmist þegar þeir eru að fara í róður eða að koma úr róðri. Meirihluti bátanna stundaði neta- og línuveiði, en nokkrir þeirra línu- og handfæraveiðar. Heildarafli lagður á land í Vest- mannaeyjum af heimabátum og aðkomubátum á vertíðinni 1960, var samtals 37,2 þúsund tonn (42 þús. tonn 1959 og 40,6 þús. tonn 1958). Allar aflatölur eru teknar úr „Ægir“ og miðast við slægð- an fisk með haus. Eftirfarandi aflatölur frá vertíð- inni 1960 ná til báta, er fiskuðu yfir 200 tonn: Hálar með yfir 700 lentir. Lestlr Róðrar Gullborg RE 38 ............ 718 85 Loó VE 400 ............... 806 88 Snæfugl SU 20 ........... 709 81 Stíganrli VE 77 ........... 855 95 Itáíar með 500—700 lcstir. Lestir Róðrar Bergur VE 44 ............. 603 85 Dalaröst NK 25 ........... 603 85 Eyjaberg VE 130 .......... 678 86 14 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.