Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 38
nú. Við skulum koma upp í her- bergið mitt“. Hann stóð upp. „Þér vilduð kann- ske fara í eitthvað fyrst?“ „Nei“, svaraði pilturinn. „Ég kem eins og ég er“. Síðan sneri hann sér að mér. „Ég væri yður þakklátur, ef þér vilduð koma með og vera dómari í málinu“. „Þá það“, svaraði ég. „Ég skal koma, en mér fellur ekki veðmálið". „Komdu líka“, sagði hann við stúlkuna. „Þú kemur og horfir á“. Litli maðurinn gekk á undan og vísaði veginn gegnum garðinn að hótelinu. Nú iðaði hann í skinninu af tilhlökkun, svo hann sýndist lyft- ast hærra í hverju skrefi en áður. „Herbergi mitt er í álmunni", sagði hann. „Langar yður að sjá bílinn fyrst? Hann er héma rétt hjá“. Hann fór með okkur þangað, sem við gátum séð akbrautina að aðal- dyrum hótelsins og hann nam stað- ar og benti á rennilegan, ljósgrænan Kadiljakbíl, sem stóð þar skammt frá. „Þetta er nú svei mér eigulegur bíll“, sagði pilturinn. „Ágætt, nú förum við upp til að sannprófa, hvort þér getið unnið til hans“. Við fylgdum honum eftir inn í álmuna og upp einn stiga. Hann opn- aði dyrnar að herbergi sínu með lykli og er inn var komið, sást að þetta var stórt og vistlegt hjóna- herbergi. Morgunsloppur af kven- manni lá yfir fótagafl annars rúms- ins. „Fyrst fáum við okkur einn mar- tini“, sagði hann. Gin og vermút var á litlu borði úti í horni. tilbúið til blöndunar, og þar var hristari og ís og fjöldinn allur af glösum. Hann tók að blanda kokkteilinn, er hann hafði hringt bjöllu, og nú var barið og þeldökk þerna kom inn. „Aha“, sagði hann, lét ginflösk- una á borðið, tók veski upp úr vas- anum og úr því pundsseðil. „Ég þarf að biðja yður að gera mér svo- lítinn greiða", sagði hann. Hann rétti stúlkunni seðilinn. „Þér megið eiga þetta“, sagði hann. „Við ætlum að fara í dálítið 38 sérstakan leik héma og ég þarf að biðja yður að útvega mér tvo — nei þrjá hluti. Ég þarf nokkra nagla; svo þarf ég hamar og öxi — kjöt- öxi, sem þér getið fengið lánaða í eldhúsinu. Þér getið gert þetta, ha?“ „Kjötöxi?“ Meinið þér venjulega kjötöxi?" Stúlkan glennti upp skjá- ina og neri saman höndum. „Já, já, auðvitað. Svona nú, góða mín. Yður ætti ekki að verða skota- skuld úr því að útvega mér þetta“. „Já, ég skal reyna. Ég skal gera það, sem ég get“. Hún fór út. Litli maðurinn útbýtti glösum. Við stóðum þarna og dreyptum í kokkteilinn, pilturinn langleitur og íreknóttur og hvassnefjaður, nak- inn fyrir utan upplitaða brúna sund- skýlu; enska stúlkan, beinastór, ljóshærð, í ljósbláum baðfötum, og horfði stöðugt á piltinn yfir barm- ínn á glasi sínu; litli maðurinn með sín litlausu augu í lýtalausum hvít- um fötum, dreypandi í kokkteil sín- um með augun á stúlkunni í bláu baðfötunum. Ég vissi ekki hvað ég átti að halda um allt þetta. Manninum virtist al- vara með veðmálið og honum virtist jafnmikil alvara að höggva fingur- inn af. En hvað, ef pilturinn tap- aði? Þá yrðum við að þjóta með hann á spítalann í Kadiljakanum, sem hann hafði ekki unnið. Það yrði saga til æsta bæjar. Já, það yrði meira en saga til næsta bæjar, það yrði heimskulegt og tilgangslaust eftir því, sem ég gat bezt séð. „Finnst ykkur þetta ekki heldur heimskulegt veðmál?" spurði ég. „Mér finnst þetta ágætt veðmál", svaraði pilturinn. Hann var búinn að sporðrenna einum vænum mar- tíni. „Mér finnst þetta heimskulegt og hlægilegt veðmál“, sagði stúlkan. „Hvemig fer, ef þú tapar?“ „Það gerir ekkert. Þegar allt er athugað, minnist ég þess ekki, að hafa nokkum tíma haft minnsta gagn af litlafingrinum á vinstri hendinni á mér. Sko, hérna er hann“. Pilturinn tók utan um fing- urinn. „Hérna er hann og ennþá hefur hann ekkert fyrir mig gert. Hvers vegna skyldi ég þá ekki veðja honum ? Litli maðurinn brosti og tók upp hristarann og skenkti aftur á glös- in. „Áður en við byrjum“, sagði hann, „ætla ég að afhenda dómar- anum lykilinn að bílnum“. Hann tók bíllykil upp úr vasa sínum og fékk mér hann. „Skjölin — eignarheim- ildin fyrir bílnum og tryggingar- skírteinið eru í geymsluhólfi hans“. Nú kom þernan hörundsdökka aftur inn. í annarri hendinni hafði hún litla kjötöxi, en í hinni hamar og poka með nöglum. „Ágætt! Þér hafið séð fyrir öllu, sem mig vantaði. Þakka yður fyrir. Þakka yður fyrir. Nú megið þér fara“. Hann beið þangað til stúlk- an var búin að loka á eftir sér, þá lagði hann áhöldin á annað rúmið og sagði: „Þá er að snúa sér að undirbúningnum, ha?“ Og við pilt- inn: „Verið svo vænn að hjálpa mér með þetta borð. Við þurfum að flytja það dálítið út á gólfið“. „Þetta var venjulegt hótelskrif- borð, óvandað ferhyrnt borð um fjögur fet á annan veginn og þrjú á hinn með þerripappírsblokk, blek- byttu, pennum og pappír. Þeir báru það út í mitt herbergið og tóku af því ritföngin. „Og þá vantar stól“, sagði hann. Hann náði í stól og var mjög snar í snúningum og léttur í fasi eins og maður, sem er að undirbúa leiki í bamasamkvæmi. „Og nú naglana — ég verð að reka inn naglana". Hann sótti naglana og tók að reka þá niðrí borðplötuna. Þarna stóðum við, pilturinn og stúlkan og ég, með kokkteilglösin í höndunum og horfðum á aðfarir litla mannsins. Við sáum hann reka tvo nagla í borðplötuna, með um fimmtán sentimetra millibili. Hann kafrak þá ekki, hann lét þá standa svolítið upp úr plötunni. Síðan reyndi hann styrkleika þeirra með fingrunum. Það var ekki annað hægt en halda að mannfjandinn hefði gert þetta áður. Hann hikaði hvergi. Borð, naglar, hamar, kjötöxi. Hann veit upp á hár, hvers hann þarfnast og hvernig á að nota það. „Og nú vantar okkur ekkert nema svolítinn snærisspotta", sagði hann. VÍKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.