Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 6
af kemur nokkur hluti skrokks- ins upp úr sjónum, áður en hann fer aftur í kaf. Þegar náhvalur- inn syndir, er skögultönnin lá- rétt, hún ætti því að koma upp úr sjónum, þegar hvalurinn kem- ur upp til að anda, en það gerir hún ekki. Venjulega sést tönnin ekki, fyrr en búið er að drepa hvalinn og hann er halaður upp á ísinn. En þegar margir hvalir eru þar sem hola eða vök er í ísnum, sjást oft margar skögul- tennur standa upp úr sjónum, það sýnir að hvalirnir eru upp á endann í sjónum. Stundum halda þeir sér lengi við í þessari stöðu. Það sem á við um skinnið, spikið og kjötið af hvíthvalnum á einnig við um náhvalinn, þar er enginn munur á hvað bragð- ið snertir. Þð börnin leiki sér, hundarn- ir spangóli, reykinn frá eldstæð- um kvenna leggi út á sjó, og þó skip dæli út olíu, þá láta ná- hvalurinn og hvíthvalurinn sig það engu skipta. 1 leit sinni að fæðu fer hvít- hvalurinn langt upp eftir fljót- um á vissum stöðum þó vatnið sé gruggugt, eins og t.d. við Fort Churchill, við sunnanverðan Hudsonflóa. Þangað fara hundr- uð hvíthvala í ágúst og elta fisk- inn upp eftir fljótinu. Allmargir íbúar eru nú í Churchill og skipakomur þangað, lokræsi tæmast út í fljótið, og blandast rennsli þeirra saman við leirinn í vatninu. Þarna er tækifæri til að veiða hvíthvalinn hundruðum saman í net á hverju ári, því hann sér ekki hið grófgerða efni í netunum. Þrátt fyrir þetta kemur hvalurinn þangað á hverju ári. Aðalóvinur beggja þessara hvalategunda er hinn hræðilegi háhyrningur, hann er hin mikla ógnun við öll stærri dýr Norður- íshafsins. Ekki er nein vissa fyr- ir því, að háhyrna hafi nokkurn tíma ráðizt á og drepið veiði- mann í kajak, en fullvíst er, að hver einasti kajakmaður er hræddur við hana og flýtir sér í land samstundis, ef hann sér hana. Einu sinni er vitað' til þess, að kajakmenn sáu háhyrn- ur nálgast, en höfðu engan möguleika til að ná landi. Þeir komust að borgarísjaka og gátu komizt á kajaknum upp á jaka- fótinn, sem stóð langt út, undir yfirborði sjávarins. Hinar stóru háhyrnur gátu ekki náð til þeirra. Mennirnir sögðu að ein háhyrnan hefði haldið sig þar nærri í nokkrar klukkustundir, synt fram og til baka og gefið þeim gætur. Stundum lézt hún vera þreytt af að bíða og fór í burtu, en kom aftur skö,mmu seinna til þess að vita, hvort henni hefði tekizt að blekkja þá og lokka burt frá jakanum og áleiðis til lands. Þegar háhyrnan kemur, reyna náhvalurinn og hvíthvalurinn að komast undan samstundis. Ef háhyrnan er ein síns liðs, eltir hún aðeins einn náhval, sem oft reynir að komast þangað, sem grunnt er við land. Þá reynir há- hyrnan að ná til fórnardýrsins með sérstakri aðferð. Hún slær með hinum volduga sporði, og þegar náhvalurinn finnst seinna, sést, að hann er alltaf hrygg- brotinn, þar sem háhyrnan hitti hann. Oftast er háhyrnan í litl- um hópum. Þegar hún eltir ná- hvalavöðu, þrýsta háhyrnur sér að hvorri síðu eins náhvals og brjóta hvert rif í síðum hans. Að því búnu elta þær fleiri náhvali. Þótt náhvalur sé þannig rifbrot- inn, drepst hann ekki strax, hann syndir í hring ofansjávar, og spýr blóði þegar hann andar. Háhyrnan heldur áfram þar til hún þykist hafa drepið nægi- lega marga náhvali þá snýr hún sér að feng sínum. Háhyrnan étur aldrei náhvalskýr. Enginn veit hvers vegna. Þó hún hafi drepið kúna eða brotið í henni rifin, þá þefar hún aðeins af henni og fer síðan í burtu. Þá geta Eskimóarnir hirt hana. Háhyrnan hefur hárbeittar tennur. Þegar hún hefur drepið hval, finna Eskimóar oft stór flykki af skinni, spiki og kjöti á floti, helzt lítur út fyrir að flykk- in hafi verið skorin sundur með beittum hníf. Vísindamenn, sem séð hafa hvalflykkin, hafa oft varla trúað því, að háhyrnubiti væri um að kenna. Háhyrnan er auðþekkt af hinu háa, hvassa horni, sem hún hef- ur upp úr bakinu og á litnum, sem er svartur og sumstaðar hvítur. Hún ræðst jafnvel á stærstu hvali með offorsi, sem orð fá ekki lýst. Hún hefur ár- ásir sínar á stóru hvalina með því að rífa úr þeim stykki við munnvikin. Fórnardýrið rekur út úr sér tunguna af kvölum. Þá ræðst háhyrnan að tungunni, sem er mjúk og auðunnin: hin geysistóra skepna er dauða- dæmd. ( Ekki er nein furða, þó hinir stóru hvalir verði ofsalega hræddir, ef þeir verða varir við þessa ræningja hafsins. Ef kálf- ar eru með þeim, þá taka þeir þá milli bægslanna og flýja í of- boði. Við höfum nokkrum sinn- um séð stórhveli æða á kletta- grynningar, sem sjór flaut að- eins yfir. Hraði þeirra var svo mikill, að þeir komust yfir, en sjórinn varð rauður af blóði í slóð þeirra vegna sára, sem þeir hlutu á klettunum. Höíundar: Peter Freuchen og Finn Salomonsen i bókinni The Arctic Year. — Grlmur Þorkelsson tók saman. _o-0-o- Læknastúdent var eitt sinn spurð- ur að því á prófi, hve mikinn skammt af tilteknu lyfi þyrfti að gefa sjúkling til þess aö lækna til- tekinn sjúkdóm. — Sex kúbik, svaraði stúdentinn. Tveim mínútum síðar tók hann sig á og sagði: — Afsakið, má ég endurskoða svar mitt? Prófessorinn leit á úr sitt og svaraði: — Velkomið, ungi maður. — en ég verð því miður að tilkynna yður, að sjúklingurinn yðar er dáinn fyrir nákvæmlega einni mínútu. VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.