Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 3
dagana í mars og í apríl. Tarfar og kýr eru að mestu aðskilin á þessum tíma ársins. Aðalfæða hvíthvalsins er nú þorskur (Gadus callarías), stein- bítur (Anarrhichas lupus), lúða (Platysomaticktys hippoglossoid- es) og ýsa (Sebastes marinus). Allar þessar fisktegundir eru al- gengar í dýpri lögum sjávarins á landgrunninu. Þegar líður á vorið étur hvalurinn einnig aðr- ar fisktegundir, jafnvel kol- krabba og sæorma. Þegar hvíthvalurinn er á norðurleið króast hann stundum inni í ísnum og neyðist þá til að halda sig í sprungum og auðum rennum til þess að geta andað. Þetta gefur Eskimóunum stund- um færi á mikilli hvíthvalaveiði, alveg eins og í Thule á miðjum vetrum, þegar þeir veiða náhval- ina. Hvíthvalurinn heldur ekki á- fram ferð sinni í mars alla leið til ákvörðunarstaðar lengst í norðri. Hann nemur staðar við rönd íshellunnar. Þar dokar hann við, stundum alllengi. Þeg- ar ísinn rofnar í júní og júlí heldur hann áfram til mökunar- svæðanna á norðanverðu íshaf- inu. Náhvalurinn er einnig kominn á hreyfingu í mars. Nokkuð af hinum hánorðlæga stofni fer til íslausra hafa og hefst þar við á vetrum, nú heldur harin norður, langt frá landi, þar sem rekísinn er. Þannig hagaði norðhvalurinn sér líka fyrrum. Hann fór frá vetrarstöðvum sírium á sunnan- verðu íshafinu í mars og hélt hægt og hægt norður á bóginn. Lífshættir þessara þriggja hvala- tegunda eru mjög svipaðir, að því leyti til, að þeir vilja allir halda sig á svæðum við ístak- mörkin og færa sig því allar norðar á vorin. Þeir lifa ekki all- ir á sams konar fæðu. Hvíthval- urinn og náhvalurinn eru fisk- ætur, en norðhvalurinn nærist á örsmáum krabbadýrum, sem ó- grynni er af í efri lögum sjáv- arins. Hinar stóru torfur norðhvals, . V í..KI N.G.U R sem héldu norður í mars, gera það nú ekki lengur, honum er næstum búið að útrýma. Saga norðhvalsins er hrygffileg. Hval- veiðarnar Atlanzhafsmegin á Norðuríshafinu byggðust aðal- lega á norðhvalnum í þrjú hundruð ár. Eftir að Barent fann Spitsbergen aftur árið 1596 leið ekki á löngu, þar til veiðarnar hæfust. Árið 1611 byrjuðu veiðar Englendinga, Hollendingar hófu veiðarnar 1612, Danir 1615, í kjölfarið komu brátt Spánver.iar, Frakk- ar, Þjóðverjar og fleiri. Eftir 25 ár var hvalnum farið að fækka við Spitsbergen, brátt hvarf hann því sem næst. Hval- veiðarnar f ærðust vestur í Græn- landshaf. Þar fækkaði hvalnum svo mjög, að leita þurfti nýrra veiðisvæða til þess að hinn , geysistóri floti hvalveiðiskipa hefði eitthvað' að gera. Árið 1719, þegar hvalurinn virtist vera þrotinn á hafinu fyrir aust- an Grænland, fóru Hollendingar að veiða hval á Davissundi, aðr- ir komu á eftir þeim, einkum Englendingar og Skotar. Hinn minnkandi hvalastofn hörfaði lengra til norðurs; um 1817 fóru hvalveiðimennirnir inn á Baff- insflóa og seinna sópuðu þeir sundin og flóana fyrir norðan Baffinsey. Að lokum var svo komið, að veiðamar báru sig ekki. Síðasta tilraun var gerð 1914. Hún bar ekki árangur og þá lögðust hvalveiðarnar við Grænland alveg niður. Snemma á 18. öldinni stóðu hvalveiðar- arnar á Grænlandshafi með miklum blóma. Árið 1701 voru 207 hollenzk skip á hvalveiðum í norðurhöfum, en auk þess f jöldi danskra, enskra og þýzkra skipa. Hollenzk og þýzk skip veiddu til samans 2616 hvali þetta ár og var það hámarks- veiði. Venjulega veiddust 1000 til 2000 hvalir. Upphaflega var ekkert hirt af hvalnum nema beinið, seinna varð spikið eftir- sótt. Var það brætt og notað á lampa og til sápugerðar. Við lok 19. aldar komst hvalbein í mjög hátt verð, tonnið komst upp í tvö þúsund sterlingspund. Þó ekki veiddist nema einn hvalur, þá varð ágóði af veiðiförinni. Nú sést norðhvalurinn aðeins sum árin á norðvestur Hundson- flóa og á Baffinsflóa. Fáeinir eru einnig á norðanverðu Ber- ingssundi. Hin fáu dýr, sem enn eru eftir, hörfa undan ísnum til suðurs eins og áður og halda síðan norður á við í mars. Hvar sem Eskimóar verða varir við norðhval, elta þeir hann uppi með öllum þeim aðferðum, sem þeim eru tiltækar, því miður. Þeir vinna því eins mikið tjón á hinum litla stofni og Evrópu- menn áður. Eskimóar, eru fæddir veiði- menn, þeir geta ekki látið , hina stóru kjöt- og spikskrokka í friði. í bjartsýni sinni koma þeir ekki auga á þá stað- reynd að með því að drepa hvalinn þá flýta þeir fyrir algerri útrýmingu hans eða að minnsta kosti koma þeir í veg fyrir, að honum fjölgi. Viðhorf þeirra til norðhvalsins kom ný- lega mjög glöggt í ljós. Einn af þeim fáu norðhvölum, sem enn eru eftir við vesturströnd Græn- lands, var á norðurleið í mars 1956. Hvalurinn fór inn á þröngan fjörð við byggðarlagið Atangmik í Suðvestur-Græn- landi. Ibúarnir reyndu að drepa hann með því að skjóta á hann hundruðum kúlna, þeim tókst ekki að vinna á honum. Hvalur- inn hörfaði út á rúmsjó og hvarf, mikið særður. Um það bil mánuði seinna sást hann aftur norðar, við byggðarlagið Napas- sok. Alveg eins og við Atang- mik fóru allir íbúarnir að elta hann. í þetta sinn tókst þeim að drepa hann með riffilkúlum. Norðhvalurinn, sem fór að halda' í norðurátt í mars, reynir að komast í Hudsonsund í apríl. Fyrrum, þegar mikið var um norðhval, söfnuðust skozkir véiðimenn saman á Davissundi á þessum tíma ársins og biðu hvalsins út af Frobisherflóa og Kumberlandsundi. Þetta kölluðu

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.