Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 5
arstaður hans, en árnar eru' gruggugar í júní, leysingarvatn- ið flytur með sér leir, sand og annan óþverra. Hvíthvalurinn sér því illa frá sér í vatninu, en hann heldur samt áfram að elta fæðuna og fer langt upp eftir ánni. Þar leggja Eskimó- arnir net sín strax og þeir geta vegna íssins. Þar er hvíthvalur- inn veiddur í hrönnum. Marsvínið (Globiceps melas) er nú mjög farið að venja kom- ur sínar til Grænlands. Vöður mörg hundruð hvala hafa komið þar síðan 1920, en áður var það mjög sjaldgæft. Stundum kemur það fyrir í norðanverðum íshafslöndunum, einkum þegar logn er í ágúst, að víðáttumiklar, hvítar breiður nálgast land utan af hafi. Þetta virðist vera ís á leið upp að landinu, því alltaf má búast við ís upp að ströndinni á öllum tímum ársins. Þegar hvítan er komin nær, kemur í ljós, að þetta er ekki ís heldur geysileg- ar hvíthvalavöður. Jafnvel hinn reyndi, frægi heimskautafari ítoald Amundsen, á ferð sinni með Gjöa, óttaðist, að um ís- hindrun væri að ræða, en þegar til kom voru þetta aðeins vöður hvíthvala. Stundum kemur svo mikil mergð hinna litlu fjörugu hvíthvala, að fólkið heldur því oft fram, að meiri fjöldi sé af þeim í norðanverðu íshafinu en nokkurri annarri skepnu. Furðu- legt er, að allur þessi hvalafjöldi skuli geta aflað sér nægrar fæðu, þegar hinar stóru vöður koma. Hvíthvalurinn er skrítin skepna. Hann er náskyldur náhvalnum, — á skrokkinn er hann hvítur, en oft næstum ljósrauður, þess vegna kalla hvalveiðimenn hann hvítfisk. Eskimóar sækjast eftir honum vegna skinnsins, sem þeir búa til ljúffengan rétt úr. Það kalla þeir mattak. Mattak er étið í öllum norðurskautslöndum, auk þess gefur hvíthvalurinn af þykkt lag af næstum gegnsæju spiki, sem ágætis lýsi er unnið úr á lampana, logi þess er miklu hitameiri en sellýsis. Logi þess VÍKINGUK er hvítur, en rostungslýsi og sel- lýsi brennur með rauðleitum lit. Stundum þekur hvíthvalatorfa sjóinn á margra fermílna svæði. Blísturshljóð þeirra heyrast öðru hvoru, þá eru þeir að gefa kálfunum merki segja Eskimó- ar. Kálfarnir fylgja á eftir. Þeg- ar hinir nýfæddu kálfar koma upp á yfirborðið til að anda, sést, að þeir eru gráir á litinn. Heimskautaeskimóar, á hinum þungu, fremur klunnalegu kaj- ökum sínum, geta ekki veitt hvít- hvalinn, nema af tilviljun, þegar hvalurinn kemur upp mjög ná- lægt. Sunnar á grænlenzku ströndinni eru kajakarnir mjóir og hraðskreiðir, og skutlarnir, sem notaðir eru, léttari, búnir sérstöku kastskafti og því lang- drægari. Þar veiðist talsvert af hvíthveli. Eitt er það í fari hvíthvals- ins, sem erfitt er að átta sig á. Hann virðist nota einhvers kon- ar innbyrðis merkjamál. Þegar hvíthvalur er skotinn eða skutl- aður, hverfur allur hvíthvalur samstundis, ekki aðeins næst hinu skotna dýri, heldur líka sá, sem er á næsta firði eða hinu megin við eyju. Þessu fæst eng- in skýring á, en hvalurinn hverf- ur með tölu, þó koma stundum einn eða tveir upp á yfirborðið, en að því búnu hverfa allir. Hvíthvalurinn er yfirleitt mjög gáskafullur. Hann tekur sig á loft upp úr sjónum, þegar hann leikur sér. Hann heldur ekki kyrru fyrir, eins og náhvalur- inn, og er miklu hraðskreiðari. Þegar hvíthvalurinn kemur upp á yfirborðið, dregur hann and- „ ann einu sinni og stingur sér svo. Þegar hann er skotinn, verð- ur að hitta hann í höfuðið, um leið og hann kemur upp. Þá fer hann ekki í kaf aftur. En ef hann er farinn að sveigja niður á við, heldur hann hraðanum niður í djúpið og tapast fyrir fullt og allt. Náhvalurinn er seinni í svif- um. Líkt og rostungurinn held- ur hann kyrru fyrir um stund og dregur andann nokkrum sinnum. Þetta gefur Eskimóun- um tækifæri til að komast aftan að honum og skutla hann í bak- ið. Eins og kunnugt er, hefur náhvalstarfurinn skögultönn líkt og ævintýradýrið Unicorn. (hestur að ofan, með ljónshala, hjartarfætur og eitt horn fram úr hausnum). Skögultönn ná- hvalsins er vinstri augntönnin í efri skolti, sem er framléngd og stendur fram. I einstaka tilfell- um eru skögultennurnar tvær, en þá er hægri tönnin alltaf minna þroskuð. Beinið er brot- hætt og kemur Eskimóunum ekki að neinum notum. Skögultennur úr náhval eru aldrei notaðar til að brjóta með ís og ekki hefur heyrzt um, að dýr hafi verið særð með þeim. Náhvalurinn reynir aldrei að ráðast á belg- inn, sem festur er við línu skut- ulsins, og ekki heldur á kajak- inn, þó hann ætti auðvelt með að reka gat á hvoru tveggja með tönninni. Hann notar heldur ekki tönnina til að brjóta með ísinn, þegar hann frýs inni. Einu notin, sem náhvalurinn hefur af skögultönninni, virðist vera þau, að skrapa með henni botninn til að ná sér í flatfisk, einkum Grænlandslúðu, sem ér uppáhaldsfæða hans. Þetta sést á því, að endi tannarinnar er alltaf slitin af því að nuddá í botninum. Að neðan er tannar- endinn flattur út, vegna þess að náhvalurinn syndir á sérstakan hátt, þegar hann er að ná sér í flatfisk, sem felur sig í sandin- um, þegar hvalurinn nálgast. Vegna þess hve tönnin er brot- hætt, er endi hennar oft brotinn af og holrúmið innan í henni ér opið. Aðeins tarfurinn er með skögultönn. Náhvalurinn er kall- aður „svartfiskur" til aðgrein- ingar frá hvíthvalnum, enda þó hann sé ekki raunverulega svart- ur. Hann kann að vera það á bakið, en hliðarnar eru blettótt- ar og kviðurinn venjulega næst- um hvítur, undantekningar eru til frá þessu. Náhvalurinn kemur upp til að anda á sérkennilegan hátt. Állt-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.