Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 20
HEIMAEY • Hún rís úr sumarsænum í silklmjúkum blœnum með fjöll í feldi grænum, mín fagra Heimaey. , Við lifsins fögnuð fundum á fyrstu bernskustundum, er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. Hér réri hann afi á árabát og undi sér bezt á sjó, en amma hafði á öldunni gát og aflann úr fjörunni dró. Er vindur lék í voðum og vængir lyftu gnoðum, þeir þutu beint hjá boðum á blíðra vinafund. Og enn þeir fiskinn fanga við Flúðir, Svið og Dranga, þótt stormur strjúki vanga, það stælir karlmanns lund. Og allt var skini skartað og skjól við móðurhjartað, hér leið mín bernskan bjarta við bjargfuglanna kUð. Er vorið lagði oð landi, var líf í fjörusandi, þá rikti unaðsandi I ætt við bárunið. Þegar í fjarskann mig báturinn ber og boðinn úr djúpi rís. Eyjan mín kæra, ég óska hjá þér að eigi ég faðmlögin vís. Þótt löngum beri af leiðum á lifsins vegi breiðum, þá finnst í fornum eiðum margt falið hjartamein. En okkar æskufuna við ættum þó að muna, á meðan öldur una í ást við fjörustein. ÁSI í BÆ. SHtr ¦n wmmSi>i,,y. 3fc^»®'- , ;, HEIMAEY OG TÓLF AFLAHÆSTU BÁT^1 ÞRJAR SítM"? Afli Gullborg BE 38, 82 brl................ 1.020 Ófeigur IH VE 325, 66 brl............. 821 Preyja VE 260, 51 brl.................. 775 Kristbjörg VE 70, 40 brl............... 736. Stígandi VE 77, 73 brl................. 715 Beynir VE 15, 72 brl.................. 714 Gjafar VE 300, 51 brl................. 670 Kap VE 272, 52 brl................... 657 Þórunn VE 28, 51 brl................. 626 Ágústa VE 350, 65 brl................. 619 ísleifur III VE 336, 59 brl.............. 610 Sjöstjarnan VE 92, 55 brl............. 615 1958 Bóðrafj. 85 80 86 82 80 62 , 85 85 75 42 62 74 Gullborg BE 38, 82 brl. ' Stígandi VE 77, 73 brl. ¦' Ófeigur III VE 325,'66 # Beynir VE 15, 72 brl. ¦¦' Kristbjörg VE 70, 40 brl' Gjafar VE 300, 51 brl. •',, Hannes lóðs VE 200, 59 " Kári VE 47, 63 brl. .••¦', Ágústa VE 350, 65 brl. •'' Baldur VE 24, 55 brl. ¦ •' Preyja VE 260, 51 brl. •' Leo VE 294, 39 brl. .•¦•' BENÓNÝ FBIÐRIKSSON, formaður m.b. GULLBOEGU RE 38. Aflahæstur mörg undanfarin ár. ¦ ¦ ¦ ¦

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.