Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1961, Blaðsíða 37
skal veðja tuttugu og fimm sentum við yður. Ég skal meira að segja veðja dollar, eða hvað sem pening- arnir heita hérna — nokkrum shill- ingum eða sem því svarar". Litli maðurinn veifaði aftur hend- inni. „Hlustið nú á mig. Nú skulum við gera nokkuð skemmtilegt. Við skulum veðja. Svo skulum við fara upp í herbergið mitt, þar er enginn vindur, og ég skal veðja að þér getið ekki kveikt á þessum ágæta kveikj- ara yðar tíu sinnum í röð án þess að nokkru sinni falli úr". „Ég skal veðja að ég geti það", sagði pilturinn. „Allt í lagi. Ágætt. Við erum þá sammála um að veðja?" „Til er ég. Ég skal veðja dollar". „Nei, nei. Ég skal bjóða yður upp á betra en það. Ég er mjög auðugur maður og mér þykir líka gaman að tvísýnum leik. Hlustið nú á mig. Hérna fyrir utan hótelið stendur bíllinn minn. Mjög fínn bíll. Amerískur bíll — Kadiljak — ". „Nei, bíðið nú augnablik". Pilt- urinn hallaði sér aftur í garðstóln- um og hló. „Ég get ekkert lagt á móti slíku verðmæti. Þetta er brjá- læði". „Nei, það er ekki brjálæði. Þér kveikið tíu sinnum í röð á kveikjar- anum án þess að misheppnist, og vinnið bílinn. Langar yður ekki til að eiga Kadiljak?" „Auðvitað langar mig að eiga Kadiljak". Pilturinn brosti enn. „Allt í lagi. Fyrirtak. Við veðjum, og ég legg Kadiljakbílinn minn und- ir". „Og hvað legg ég undir á móti?" Litli maðurinn reif magabeltið gætilega af vindlinum sínum, sem hann vár ekki enn búinn að kveikja í. „Ég mundi aldrei fara fram á að þér veðjuðuð neinu sem þér hefðuð ekki ráð á að missa, vinur minn. Þér skiljið?" „Hverju ætti ég þá að veðja?" „Ég skal gera þetta miög auðvelt fyrir yður, skiljið þér það?" „Gott. Gerið það auðvelt fyrir mig". ' | T' „Eitthvað smáræði, sem þér meg- ið við að missa, og þér getið með góðu móti án verið". „Eins og hvað?" „Eins og til dæmis litli fingurinn á vinstri höndinni á yður". „Hvað segið þér!" Pilturinn hætti að brosa. „Já, því ekki það? Þér vinnið og takið bílinn. Þér tapið og ég tek fingurinn". „Ég skil yður víst ekki. Hvernig ætlið þér að taka fingurinn?" „Ég hegg hann af". „Hvert í þó heitasta! Það væri vitlaust veðmál. Ég held ég haldi mér við dollarinn". Litli maðurinn hallaði sér aftur, breiddi út hendurnar með lófana upp og yppti svolítið öxlum með fyrirlitningarsvip. „Svona, svona", sagði hann, „þetta skil ég ekki. Þér segið að hann bregðist ekki, en vilj- ið ekki veðja um það. Ættum við þá að láta þetta vera gleymt — ha?" Pilturinn sat hreyfingarlaus og starði á fólkið í lauginni. Þá mundi hann allt í einu eftir, að hann hafði enn ekki kveikt í sígarettunni sinni. Hann stakk henni upp í sig, skýldi kwikjaranum með hendinni og snar- aði hjólinu. Það blossaði á kveikn- um og hann brann með jöfnum, gul- leitum loga. Hendin skýldi honum, svo loginn blakti ekki fyrir vind- inum. „Mætti ég líka fá eld?" sagði ég. „Afsakið. Ég taldi vist að þér hefðuð líka kveikjara". Ég teygði mig eftir kveikjaran- um, en pilturinn stóð upp og kveikti fyrir mig. „Takk fyrir", sagði ég, og hann fór aftur í sæti sitt. „Hvernig kunnið þér við yður hérna?" spurði ég. „Ágætlega", sagði hann. „Það er mjög skemmtilegt hérna". Nú varð þögn og það leyndi sér ekki, að litli maðurinn var búinn að koma piltinum í uppnám með þessari fráleitu uppástungu. Hann sat hreyfingarlaus og átti sýnilega í baráttu við sjálfan sig. Þá tók hann að ókyrrast í sætinu og nudda á sér bringuna og strjúka um hnakkagrófina á sér, og loks studdi hann báðum hnödum á hné sér og sló fingurgómunum í sífellu á hné- skeljarnar. Áður en varði var hann líka farinn að tifa með öðrum fæt- inum. „Kannske ég fái að heyra betur um þetta veðmál yðar", sagði hann loksins. „Þér segið að geti ég kveikt tíu sinnum í striklotu á þessum kveikjara uppi í herberginu yðar, þá vinni ég Kadiljakann. Ef mér mis- tekst einu sinni, hef ég tapað litla fingrinum á vinstri hendinni. Er þetta rétt skilið?" „Hárrétt. Það er um það að tefla. En mér sýnist þér vera hræddur". „Hvernig förum við að, ef ég tapa? Verð ég að rétta fram fing- urinn meðan þér stýfið hann af?" „Nei, nei! Það væri tilgangslaust. Og þér kynnuð að freistast til að neita að rétta hann fram. Ég mundi reyra aðra hendina á yður við borð, áður en við byrjuðum, og ég stæði með saxið tilbúinn að höggva fing- urinn jafnskjótt og kveikjarinn brygðist". „Hvaða ár er Kadiljakinn?" spurði pilturinn. „Afsakið — ég skil ekki". „Hvaða ár — hvað er Kadiljak- inn yðar gamall?" „Á — hvað gamall? Já. Hann er frá í fyrra. Svo til nýr bíll. En mér skilst þér vera frábitinn veðmálum. Það eru flestir Bandaríkjamenn". Pilturinn hikaði andartak og leit fyrst á ensku stúlkuna, síðan á mig. „Jú", sagði hann hvasst. „Ég skal veðja við yður". „Fyrirtak!" sagði litli maðurinn og klappaði saman höndunum. „Af- bragð. Við gerum það núna. Og þér, herra minn", hann sneri sér að mér. „Kannske þér vilduð vera svo vænn að vera — hvað er það nú kallað — vera dómari". Hann hafði ljós augu, nærri litlaus, með pínulitlum, hvöss- um sjáöldrum". „Tja", sagði ég, „mér finnst þetta fáránlegt veðmál. Ég er harla lítið hrifinn af því". „Það er ég líka", sagði enska stúlkan. Hún hafði ekki látið til sín heyra fyrr. „Mér finnst þetta bæði heimskulegt og fáránlegt veðmál". „Er yður alvara að höggva fing- urinn af piltinum, ef hann tapar? spurði ég. „Auðvitað er mér það. Og mér er engu síður alvara að gefa honum Kadiljakann, ef hann vinnur. Komið VÍKINGUE :37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.