Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 26
M/s Esja. Ekki er hægt að segja, að mikið hafi farið fyrir því, að í septembermánuði s.l. var m.s. Esja búin að veita þjóðinni þjónustu sem strandferðaskip í aldarfjórðung, og ekki er kunn- ugt, að nokkuð skip hafi jafn- langan tíma annast strand- ferðaþjónustu hér á landi. Kjölurinn af m.s. Esju var lagður 4. marz 1939, fór í reynsluför 15. sept. og var afhent eiganda sínum, Skipaútgerð rík- isins 17. sept., og til Reykjavík- ur kom m.s. Esja 22. sept. 1939. Var skipið byggt í skipasmíða- stöðinni Aalborg verft a.s. í Álaborg í Danmörku. Hafði sú skipasmíðastöð áður byggt fyrir íslendinga eitt skip, m.s. Lax- foss, sem var um skeið í Borgar- nes- og Akranesferðum, en síðar hefur þessi sama skipasmíðastöð byggt fyrir Islendinga fimm skip, og nú eru tvö skip í smíð- um. M.s. Esja er að stærð 1347 br. tonn, knúin tveim 1250 hest- afla dieselvélum. Á skipinu eru tvö farrými, með hvílum fyrir 148 farþega. Sá er línur þessar ritar, hef- ur ekki skrár yfir tölu hring- ferða eða hluta af hringferðum, sem Esja hefur farið á þessum- aldarfjórðungi, né fjölda við- komu á hinum einstöku höfnum, þær skipta að sjálfsögðu mörg- um þúsundum. Hið sama verður upp á teningnum varðandi far- þegafjölda á nefndu tímabili. Strandferðir við Island eru oft erfiðar, gegnum brim og boðaföll hinnar skerjóttu strand- ar. Þegar litið er yfir sögu m.s. Esjunnar sem strandferðaskips í aldarfjórðung, verður ekki hægt að segja annað, en gifta hafi fylgt henni. Hún hefur ekki á þessum aldarfjórðungi komist hjá óhöppum, frekar en svo mörg skip, sem sjaldnar hafa farið meðfram íslenzku strönd- inni. Við þessi tímamót var m.s. Guðjón Teitsson, forstjóri. Pálmi Loftsson Esja í flokkunarferð í Álaborg, hjá þeirri skipasmíðastöð, sem byggði hana. Fyrsti skipstjóri á m.s. Esju var Ásgeir Sigurðsson, 1948- 1952 var Ingvar Kjaran skip- stjóri, síðan Guðmundur Guð- jónsson núverandi skipstjóri á m.s. Heklu. — Frá 1961 hefur Tryggvi Blöndal verið skipstjóri á m.s. Esju. Fyrsti yfirvélstjóri á m.s. Esju var Aðalsteinn Björnsson, frá 1948—1956 var Magnús Jónsson yfirvélstjóri, — síðar Bergsveinn Bergsveinsson nú- verandi yfirvélstjóri á m.s. Heklu, og frá 1961 hefur Guð- mundur Erlendsson verið yfir- vélstjóri. Fyrsti bryti á m.s. Esju var Sigurður Guðbjartsson, síðar þeir Elías Dagfinnsson, Aðal- steinn Guðjónsson og frá 1959 hefur Böðvar Steindórsson verið bryti á m.s. Esju. Loftskeytamenn hafa verið þeir Friðrik Halldórsson, Lýður Guðmundsson, Sverre Smith og núverandi loftskeytamaður, Að- alsteinn Guðnason. Stýrimenn á m.s. Esju eru nú Friðrik Jónsson 1. stýrimaður, Garðar Þorsteinsson 2. stýri- maður og Haukur Sigurðsson 3. stýrimaður. ) r 240 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.