Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 69

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 69
að baki, enda er stöðin viðurkennd fyrir fyrsta flokks vinnugæði. Við smíði skipa, smærri sem stærri er nú notuð nýjasta tækni út í yztu æsar og eru farkostimir útbúnir nýjustu siglingatækjum. — Eru margar nýsmíðarnar útbúnar pólskum siglingatækjum, en pólsk- ar verksmiðjur hafa í seinni tíð unnið sér álit fyrir vandaða fram- leiðslu slíkra tækja. Skipasmíðastöðin í Gdansk hefir undanfarin ár smíðað Dieselvélar eftir „patenti" frá hinum heims- þekktu vélaverksmiðjum Sulzen og Burmeister & Wain í Kaupmanna- höfn. Til fróðleiks má geta þess, að skipasmíðastöðin í Gdansk byggði á síðastliðnu hálfu öðru ári fleiri skip en öll árin á milli heims- styrjaldanna tveggja. Gdansk-stöð- in, ásamt Miðstöðinni fyrir skipa- teikningar í Póllandi, hafa á henni allar teikningar og tækniútbúnað í 215 smálesta fiskibátur, smíðaður í Póllandi til alhliða veiða, fyrir franskan úgerðarmann I Boulogne. Pólverjar flytja út skip og skipasmíðastöðvar Hraður vöxtur virðist nú í skipa- byggingum Pólverja og hefir sú þróun vakið talsverða athygli víða um heim. Þeir eru komnir í 10. sætið í skipaframleiðslu heimsins miðað við lestarúm og eru nú orðnir aðrir í röðinni hvað viðkem- ur smíði fiskiskipa og viðgerðum á þeim. ■ • Síðustu 15 árin hafa pólskar skipasmíðastöðvar byggt samtals 650 skip með lestarúm 2,2 millj. dw. lestir. Hafa þar af 1,5 millj. lestir seldar til erlendra skipaeig- enda í ellefu löndum. Þá hafa Pólverjar annast við- gerðir á 15.600 skipum, þar af 4.326 fyrir erlenda aðila. Á árinu 1963 voru í Póllandi byggð skip að rúmmáli 300 þús. lestir og á árinu 1965 áætla þeir að byggð verði skip sem nema að rúmmáli um 450 þús. lestir. Pólverjar virðast leggja mikið upp úr þessari atvinnugrein og leggja mikla áherzlu á að efla hana, sérstaklega með því að þjálfa upp hæfa starfskrafta, en þeir byggja einnig á langri reynslu í þessum efnum og hafa unnið sér álit á heimsmarkaðinum fyrir hæfni og vandaðan og traustan frágang í skipasmíði. — Þá hafa þeir einnig eins og áður er sagt, tekið að sér viðgerðir skipa í stórum stil og hafa reynst samkeppnisfærir á því Skipasmíðastöðin í Gdansk er hin elzta sinnar tegundar í Póllandi, og hefir þar af leiðandi lengsta reynslu sviði. Skipasmíðaslöðin í Gdansk. VÍKINGUR 283

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.