Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 4
tveggja ára skeið og síðan for-
maður þess í tvö ár og endur-
kjörinn síðast til tveggja ára í
það starf.
— Eyðirðu ekki miklum tíma í
þessi félagsmál?
— Jú. Þetta er frístundavinna
og maður verður að nota af sín-
um landlegum í þessi störf og
eitthvað af sumarfríunum líka,
en ég tel mig ekki of góðan til
þess að gera það í tvö ár, eða
svo. Ég hefi haft allt mitt fram-
færi á sjónum og hefi aldrei
unnið við neitt annað en sjó, og
með það í huga að fórna tveim
árum í störf fyrir sjómannastétt-
ina, ef óskað er eftir því, þá fæ
ég ekki séð hvernig ég get skor-
azt undan því að fórna einhverju.
— Ný stjórn FFSÍ hefur
komið saman til fundar. Hefur
stjórnin skipt með sér verkum?
— Við höfum haldið einn fund
og höfum skipað niður í verk.
Ingólfur Ingólfsson, vélstjóri er
fyrsti varaforseti, Guðmundur
Ibsen, skipstjóri er 2. varafor-
seti, Böðvar Steinþórsson, bryti,
er ritari og Guðlaugur Gíslason
stýrimaður er gjaldkeri. Fram-
kvæmdastjóri FFSl er Ingólfur
Stefánsson, skipstjóri.
Annars hefur mikill tími farið
í samningamálin hjá okkur núna,
en þegar sú hrina er riðin hjá,
er meiningin að skipa ritnefnd
Víkingsins. Þar verður gerð
nokkur breyting, samvæmt á-
kvörðun þings FFSl. Ritnefnd
skipa nú þrír menn og gert er
ráð fyrir að blaðið túlki meira
sjónarmið stjórnar FFSl en
verið hefur, segir Guðmundur
Kjærnested að lokum.
JG
26. þing Farmanna- og
fiskimannasambands
Islands
Setningarræða
Guðmundar Péturssonar
fráfarandi forseta FFSÍ
Það hafa orðið stór skörð í
raðir forustumanna Farmanna-
og fiskimannasambands íslands
þau tvö ár, sem liðin eru síðan
við komum síðast saman til þing-
halds. Á þessum árum hafa látizt
tveir af þeim mönnum, sem hvað
mest og bezt hafa unnið að mál-
efnum sambandsins. Þeir eru
Hallgrímur Jónsson vélstjóri og
Henrý Hálfdánsson loftskeyta-
maður.
Hallgrímur Jónsson vélstjóri
var fæddur 5. apríl 1890. Hann
lauk vélstjóraprófi frá Vélskóla
Islands árið 1916. Langmest af
starfstíma sínum starfaði hann
sem vélstjóri á skipum Eim-
skipafélags íslands eða frá 1918
til 1953 að hann hætti störfum
fyrir aldurssakir.
Hallgrímur Jónsson var mikill
félagsmálamaður, hann var for-
maður stéttarfélags síns, Vél-
stjórafélags Islands í 24 ár sam-
fellt. Hann var fyrsti forseti
F.F.S.Í. I eðli sínu var Hall-
grímur Jónsson hlédrægur mað-
ur, en rökfastur og fylginn sér,
ef á þurfti að halda. Hann var
vel ritfær og enginn mun hafa
ritað jafn mikið í blað samtak-
anna, Sjómannablaðið Víking og
hann.
Ég var svo lánssamur að
kynnast Hallgrími Jónssyni all-
náið, þangað sótti ég oft góð ráð,
ef ég var í vanda staddur. Hann
lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík
þann 29. júní s. 1. á 84. aldurs-
ári.
Henrý Hálfdánsson loftskeyta-
maður var fæddur 10. júlí 1904.
Hann byrjaði sjómennsku um
fermingaraldur, en var síðan
nokkur ár í siglingum á erlend-
um skipum. Hann tók loftskeyta-
próf 1926 og sigldi síðan úrfella-
lítið, sem loftskeytamaður til
ársins 1944, en þá fór hann í
land og gerðist skrifstofustjóri
Slysavarnafélags Islands. Því
starfi gegndi hann þar til hann
lézt eða í 28 ár.
Henrý Hálfdansson var sér-
staklega áhugasamur um félags-
mál sjómanna, en það, sem hann
mun þó þekktastur fyrir af sinni
samtíð er stofnun Sjómanna-
dagsins sem leiddi af sér upp-
byggingu Dvalarheimilis aldr-
aðra sjómanna.
Henrý Hálfdánsson sat öll
þing F.F.S.I. sem fulltrúi Félags
ísl. loftskeytamanna, þar sem
annarstaðar ræddi hann málin af
sinni alkunnu hreinskilni og
græskuleysi. Hann andaðist 8.
nóvember 1972.
Ég bið viðstadda að rísa úr
sætum til heiðurs þessum látnu
félögum.
Á þeim tíma, sem liðinn er síð-
an síðasta þing F.F.S.I. var
haldið hafa orðið meiri breyting-
ar á fiskiskipastól Islendinga en
VÍKINGUR
4