Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 29
Auðvitað er þetta konan mín, — annars færi ég ekki inn á svona dýrt hótel. Ík Tveir snarráðir. Englendingur og Iri ræddu um snarræði. Eg held, sagði Englendingur- inn, að ég eigi met í snarræði. Ég var úti að skemmta mér og læddist á sokkaleistunum inn í herbergið þar sem konan mín svaf. Þegar ég kom að rúminu, umlaði í henni: „Ertu þarna Snati minn?“ „Þá rak ég upp smábofs og hringaði mig á gólfið hjá rúm- inu meðan hún festi svefninn og ég komst uppí rúmið hinumegin. „Sama hefir hent mig,“ sagði Irinn, „en ég tel mig hafa sýnt ennþá meira snarræði. Hún teygði út hendina og ég sleikti hana. Æ komdu þá uppí hinu- megin greyið mitt, umlaði í henni um leið og hún lyfti upp hinu sængurhorninu — og ég skreið uppí.“ VÍKINGUR Lára gamla varð lasin og var læknir sóttur. Honum tókst ekki að finna hvað að þeirri gömlu var. „Ég held ég verði að biðja sér- fræðing að líta á þig. Tvö höfuð eiga léttara með að leysa svona vandamál heldur en eitt, skil urðu. Og þó það kosti þig eitt- hvað aukalega hefurðu vonandi ekkert á móti því?“ „Nei, síður en svo,“ svaraði Lára gamla. „Bara það, að fá að sjá þennan sérfræðing með tvö höfuð er peninganna virði.“ 4 Auglýsing frá fisksala: I dag hefi ég nóg af ýsu, og ég býð heiðruðum húsmæðrum að skera hausinn af þeim og flá þær ókeypis! ik. — Þér áttuð að stilla píanóið hér, en ekki kyssa dóttur mína, hrópaði húsbóndinn bálreiður. — Já, en dóttir yðar er van- stillt, og svo var þetta bara auka- vinna! 4 — Nú verður þú að drekka mjólk og ekkert annað, sagði læknirinn ströngum rómi við Sigga gamla sífulla. Að öðrum kosti endar þetta með skelfingu. Siggi gamli féllst á þetta. Skömmu síðar hitti læknirinn hann og spurði hvernig gengi. Jú, það gengur, svaraði hinn dauflega, — en nú fyrst veit ég, af hverju blessuð smábörnin gráta stundum svo sáran. — Kvenfólk, það er nú ekkert, sagði strákurinn. — Járnbrautarvögnum er stýrt af karlmönnum, skipum er stjórnað af karlmönnum, flug- vélum er flogið af karlmönnum, og nefndu mér svo einn hlut, sem konurnar stjórna. — Ja, við stjórnum karlmönn- Gömul kona leigði eitt sinn tveim ungum mönnum herbergi. Hún var fyrst nokkuð tortryggin í garð piltanna, en þeir höguðu sér yfirleitt vel og hún treysti þeim fullkomlega þegar hún sá að handklæðin, sem þeir notuðu voru merkt K.F.U.M.! ik Gamla konan var að lesa bréf frá syni sínum, sem var í sigling- um. Þar stóð m. a. þessi setning: — Veðrið er dásamlega fagurt og fyrir framan mig liggur Malta útbreidd . . . —Drottinn minn góður, and- varpaði gamla konan. Er það nú kvenmaður, sem drengurinn minn hefir náð í! Heyrðu pabbi, sagði Siggi litli við pabba sinn, sem var kaupmaður. „Hér stendur í tímariti, að orðaforði kvenfólksins sé ekki nema um 500 orð. „Já, það er ekki mikill höfuð- stóll, en veltan, drengur minn veltan. 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.