Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 16
Folgerö skipstjóri og félagar hans. Það tókst með hörkubrögðum og harðfylgi að losa skrúfublöð- in og vélamaðurinn, Kristian Halldorsen kemur vélinni í gang. Hvernig honum tekst það skilur enginn, né heldur sér, en þess er að geta, að hann hefur fengizt við vélina meira í kafi í sjó en upp úr. Svo nálægt strandi eru þeir, að þeir finna afturkastið frá út- sogunum. Þótt skrúfan sleppi sjó og berji loft oftar en hitt, þá síga þeir smátt og smátt frá landi, og það er dásamlegt að miða breyt- inguna á föstum merkjum á landi. Ástandið hafði verið alvarlegt, en bæði skip og áhöfn hafði sýnt það í fyrstu snerrunni við hafið, að það var hægt að treysta þeim. í Sandnesi fengu þeir eftir heil- mikla vafninga nýtt siglutré, og var nú enn hægt að setja stefnu suður á bóginn, til Bergen. 1 Osló urðu erfiðleikar á vegi Folgerös. Aftenposten og Tidens Tegn héldu því fram, að hin fyrir- hugaða ferð á Roald Amundsen væri lífshættuleg glæfraför, aug- lýsingabrella, og nú vildu ýmsir fyrir hvern mun stöðva förina. Reynt var að stimpJa Folgerö sem skálk, er leggði mannslíf í hættu, og áhrifamenn reyndu að svipta bátinn nafninu, því að nieð þess- um hætti mátti ekki „saurga“ nafn þjóðhetju. En þar vannst ekki á, því að Amundsen hafði sjálfur leyft nafnið. Þá var leitað til skipaeftirlitsins, og því lauk svo, að skipaskoðunarstjóri lét kyrrsetja Roald Amundsen. Sitt hvað þótti skorta á um haffæri bátsins, vatnsþétt skilrúm, há- stokksgrind (rekkverk) og fleira. Báturinn fékk þó að fara til Hald- en, en þar var hann tekinn upp, smurður og skoðaður, og byrjað var á að smíða hástokksriðið. Daginn eftir var Roald Amund- sen sjósettur og skoðaður — og fékk skipsskjölin árituð! Loks var hægt að leggja af stað eftir mnrgra daga nauðsynjalaust þjark. Fór frá .skulal — unilsfrr.ymi Þegar kostur og vatn var kom- ið um borð var Folgerö blankur. Heldur var það dauflegt að fara úr landi með þeim hætti, en hann vissi að ef hann kæmist til ann- arra landa, þá mundi sér takast að útvega allar nauðsynjar fyrir sig og áhöfnina. í Halden kom enginn til þess að óska þeim góðrar ferðar. Oslóarblöðin höfðu svert þá svo, að það hreif. Þegar út á rúmsjó kom„ eyddist mollan og andstreymið, og úr þessu gátu þeir snúið sér að því verkefni, sem fyrir höndum var: að sigla til Ameríku í kjölfar Kólumbusar. Roald Amundsen kom við í Sví- þjóð og Danmörku á suðurleið um Eyrarsund og Eystrasalt, fór um Kílarskurð og þaðan til London og hlaut ágætar viðtökur hvar- vetna þar, sem stafni var stungið við. í London lentu þeir í nokkuð einkennilegum vandræðum. Ætlunin var að liggja við Lund- únabrú, en sendinefnd frá norska sendiráðinu í London, sem tók á móti þeim, þótti staðurinn ekki nógu góður. Roald Amundsen skyldi liggja við Parlamentið (þinghúsið), og við Parlair,entið var legið. Blaðamennirnir komu — þyrst- ir í æsifréttir eins og ævinlega. Herra trúr, hverskonar víking- ar eruð þið, sögðu þeir í ertni, — ekki einn einasti kvenmaður um borð! Fréttamaður Daily Mail grípur þetta á lofti: -— Viljið þið taka konu með fyrir 1000 sterlings- pund? spyr hann. ÍOOO |iun<I fyrlrfram Folgerö klóraði sér í kollinum. Gaf unga manninum hornauga, honum var víst alvara. En bezt var víst að taka þessu í gamni. Þúsund pund voru þúsund pund, svo. . . Til þess að vera öruggur eyddi hann þessu með hlátri. En nú hófst gamanið fyrir al- vöru. Fréttamaður Oslóarblaðs símaði heim í hvélli, og sagði að nú hefði Folgerö byrjað kvenna- rán í Englandi. Og fréttin var síð- ah símuð aftur til Englands, og breiddist út eins og eldur í sinu. Hann var að verða alkunnur bát- urinn, sem dirfðist að leggjast við hið ástkæra Parlament. Norska sendiráðið sendi frá sér kröftug mótmæli, og neitaði þess- umj kvitt með öllu, en hvað hafði það að segja? Ung samkvæmis- dúkka kemur og býðst til þess að leggja hin umtöluðu 1000 pund í banka gegn því að fá að vera með til Ameríku, og ætlaði með þessu að koma af stað umtali um sjálfa sig heldur lítið þekkta persónu. Folgerö svaraði því að hann hefði ekki hvikað í afstöðu sinni, engar konur urrf borð. En stúlkan var 16 Vf KINOUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.