Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Síða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Síða 3
Guðmundur Kjærnested, skipherra, kjörinn forseti FFSl mælikvarða og landmaðurinn í alla 12 mánuði ársins. Þarna er sýnilega um marg- háttaðan skilsmun að ræða. Nú er mönnum í landi heimilt að drýgja tekjur sínar, án þess, að til skatts komi, þ. á m. með vinnu til eigin íbúðarbyggingar. Ekki ná þessi hlunnindi til sjó- mannsins. Þau eru aðeins fyrir þá, sem í landi vinna og sjómað- urinn því afskiptur. Eitt dæmi enn: Ekki drýgir sjómaðurinn tekjur sínar með því, að vinna óteljandi handarvik fyrir heimili sitt. Það þarf ekki mikið útaf að bera hjá sjómannskonunni, svo að hún þurfi ekki að kaupa rán- dýra hjálp til þess að gera við það, sem aflaga fer í íbúðinni, en sem landmaðurinn sjálfur getur annazt, eða fengið lagað með ódýrara hætti. Svona mætti lengi telja og rök- styðja, þó ekki væri nema það mikilsverða atriði; hversu sjó- maðurinn og öll fjölskylda hans fer mikils á mis við að vera fjar- vistum við ástvini sína, venzla- fólk og vini og slitinn úr þeim tengslum svo vikum og mánuðum skiptir. í því lífi, sem hann úti á sjón- um lifir og stai’far, er hann af- skorinn frá flestum lystisemdum cg unaði. Hann er innibyrgður í þessari litlu skel, skipinu; eins- konar vinnufangelsi þjóðfélags- ins. Islenzkir sjómenn eru einna aðdráttardrýgstir í þjóðarbúið, á heimsmælikvarða. Sem betur fer hefur þeim tek- izt með áralangri baráttu og oft lofsverðri samheldni, að bæta kjör sín allverulega. En oft hefir það kostað töluverðar fórnir og enn í dag stendur yfir hin eilífa togstreita um kjörin. Vonandi lyktar henni svo að viðunandi verði og mörg eru þess merki að nú sé verulega að rofa til í íslenzkum sjávarútvegi. En það er nú sérstakur kapítuli. M Viðtal við nýkjörinn forseta Á 26. þingi FFSl var Guð- mundur Kjærnested, skipherra á varðskipinu Ægi kjörinn forseti FFSÍ til næstu tveggja ára. Var Guðmundur einróma kjörinn til starfans. Að þessu tilefni átti sjómanna- blaðið stutt viðtal við hinn nýja forseta, en þess er að geta, að Guðmundur hefur ekki starfað innan sambandsstjórnarinnar, en hann er formaður Skipstjórafé- lags íslands og hefur verið það undanfarin tvö ár, eða frá 1971 og er þar að byrja annað kjör- tímabil sitt. Hann hefur oft setið þing FFSl og er því samtökun- um ekki ókunnur. Sagðist Guð- mundi frá á þessa leið: — Áttu nokkuð von á að það geti orðið erfitt fyrir þig að gegna forsetastarfi hjá FFSl, þar eð þú ert í starfi, sem skip- herra á varðskipi og því oft úti á sjó, þegar kannske verst á stendur? — Það verða allavega ein- hverjir erfiðleikar á því, þar sem mikilvæg mál geta borið að, þeg- ar ég er kannski víðsfjarri, en þá eru tveir varaforsetar, sem geta gripið inn í starfið og innt það af hendi. Ég stakk nú upp á því sjálfur, að það yrði landmað- ur í þessu starfi, en það virtist vera meiri hljómgrunnur fyrir Guðmundur Ivjærnested, skipherra, nýkjörinn forseti FFSI. því hjá sjómönnum, að hafa starfandi sjómann í þessu starfi. — Hvers vegna gafstu kost á þér í þetta? — Það er ekki auðvelt að svara því. Það er einu sinni svo, að þegar maður á annað borð er byrjaður að fást við félagsmál, þá virðist þetta hlaðast utan á mann. Ég var nú upphaflega í Sjó- mannafélaginu (1940) svo í Stýrimannafélaginu, var þar í samninganefndum og í trúnaðar- mannaráði. Síðan var ég ritari Skipstjórafélags íslands um VlKINGUR 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.