Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 8
Hannes Friðsteinsson, skipherra. var bara að pissa, og hélt áfram að borða. Eftir skútuveru sína tók Hannes til höndunum við ýmis störf. Þar á meðal bar hann út blaðið Reykvíking. Það var eitt sinn á þessum tíma að hann var á skautum á Tjörninni. Það var fátt fólk á skautum, en á meðal þeirra sem á skautum var, var piltur á aldur við Hannes. Pilturinn varaði sig ekki á því að ísinn var sumstaðar ótryggur og lenti hann á einum slíkum bletti með þeim afleiðingum að ísinn brast undan honum svo hann féll í vökina. Hannes brá skjótt við, fór eins nálægt vökinni og hann þorði lagðist síðan á magann og skreið þannig eftir ísnum að vök- inni þar sem hann hjálpaði pilt- inum upp úr. Þessa aðferð, með að skríða á maganum eftir ísn- um, hafði faðir hans kennt hon- um. Eftir þessa björgun fór Hannes að bera út blaðið. Einn af kaupendum blaðsins var Magnús Benjamínsson, úrsmið- ur. Á þeim tíma voru bakdyr á flestum fínni húsum og þar var blaðið afhent. Þegar Hannes kemur að húsi Magnúsar gengur hann að bakdyrunum og afhendir blaðið. En þá er hann drifinn inn í kaffi og kökur og kemur þá í ljós að pilturinn sem hann hafði bjargað úr Tjörninni er Kristinn sonur Magnúsar. Þetta þótti ung- um dreng mikið ævintýri að vera boðið upp á kaffi og fínar kökur, því það var ekki á hverjum degi sem slíkt ævintýri skeði. SjAinonnska liafin Árið 1908 byrjar Hannes sinn óslitna sjómennskuferil er hann ræðst sem háseti á togarann Val frá Reykjavík, en með það skip er móðurbróðir hans þá kominn. En Hannes er einn af þessum ungu piltum sem vilja sjá sig um í heiminum og ræður sig því, árið 1909, sem háseta á e.s. Sterling frá Kaupmannahöfn, sem mikið sigldi á Island. Um borð í Sterl- ing fékk Hannes víðari sjón- deildarhring og þroskaðist undir stjórn Emils Nielsen, skipstjóra. Þegar Hannes kom fyrst um borð í Sterling kunni hann hvorki að segja já né nei á dönsku, en eftir smátíma um borð var hann orð- inn það góður í málinu að það þýddi lítið fyrir jómfrúna að glettast við hann því hann „þvoði hana“ eins og það var kallað þeg- ar menn gátu svarað fyrir sig. Emil, skipstjóri, kom vel fram við Hannes og þegar þeir voru í Reykjavík lét hann Hannes oft róa með sig út á milli eyja á fuglaskyttirí. Á ]iýzkiim tugara Árið 1913 fór Hannes háseti á þýzkan togara sem gerður var út frá Hafnarfirði og fiskuðu þeir í salt. Yfirmennirnir voru þýzkir en undirmennirnir íslenzkir. Að vertíð lokinni þurfti skipstjórinn á 4 undirmönnum að halda til að aðstoða við að sigla togaranum til Þýzkalands og var Hannes einn af þeim sem fyrir valinu varð. Þegar til Þýzkalands kom gaf skipstjórinn hverjum fjór- menninganna fyrir sig gullpen- ing, sem var mikill peningur þá. Einn fjórmenninganna fór í verzlunarleiðangur og hugðist verzla fyrir gullpeninginn. Þegar hann dró upp peninginn góða til að greiða með í fyrstu verzlun- inni horfði búðarfólkið tor- tryggnum augum á hann og kall- aði á lögregluna. Þarna varð mikil rekistefna sem ekki endaði nema á einn veg að maðurinn liélt peningnum. í Þýzkalandi dvöldust þeir félagar í hálfan rnánuð þar til þeir fengu skips- ferð heim. Síðan er Hannes háseti á ýms- um íslenzkum togurum þar til hann fer í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lýkur þaðan fiski- mannaprófi 1916 og farmanna- prófi frá sama skóla tveimur ár- um seinna. Stýrimaður 1016 Hannes fer sinn jómfrúartúr sem stýrimaður á togaranum Is- lending frá Reykjavík árið 1916 og er ýmist stýrimaður eða skip- stjóri á innlendum og erlendum togurum til 1929. Það voru oft miklar vökur á togurunum. Sem dæmi var það eitt sinn á einum togaranum að þeir höfðu lokið veiðiferð á Sel- vogsbanka og voru á leið til Reykjavíkur þar sem þeir áttu að landa snemma morguns. Hannes var þá búinn að vaka í 18 tíma. Þegar þeir eru búnir að gera sjóklárt er Hannes kallaður upp í brú, en hann var þá 1. stýrimaður. Þegar upp í brú kemur segir skipstjórinn við hann. — Takt’ann fyrir mig fyrir Reykjanes. Og Hannes ger- ir það. Við Garðskaga kemur skipstjórinn upp, en þá átti Hannes eftir að laga sig til svo lítið varð um svefninn. I Reykja- vík varð hann svo að sjá um að allt kæmi um borð sem þurfti á að halda til dekksins fyrir næstu veiðiferð, sem farið var í um kvöldið. Þegar þeir eru komnir út fyrir bauju segir skipstjórinn við Hannes. — Takt’ann fyrir mig fyrir Garðskaga. Skipstjór- inn kemur svo upp við Reykjanes VÍKINGUR 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.