Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 36
FRÉTTIR FRÁ APN
Sovézki veðurskipaflotinn stærst-
ur í heimi.
Sovétríkin eiga stærsta veður-
skipaflota í heimi. Þar er alls um
að ræða 160 skip, sem staðsett eru
á innhöfum og strandhöfum svo
og nokkur stór úthafsskip. Öll
skip í veðurskipaflotanum eru
auk sjómanna mönnuð vísinda-
mönnum á ýmsum sviðum: Haf-
fræðingum, jarðfræðingum eðlis-
fræðingum, líffræðingum, lækn-
um og svo auðvitað veðurfræðing-
um.
Odessa við Svartahaf er heima-
höfn úthafsveðurskipanna en í
fyrra bættust í þá deild þrjú ný
skip í flokki sérbyggðra rann-
sóknarskipa. Þessi deild veður-
skipaflotans hefur heimahöfn í
Odessa vegna þess, að þar er sér-
stök deild sovézku hafrannsókn-
arstofnunarinnar, er áður var
ein af höfuðstöðvum veðurþjón-
ustunnar.
Hinum hluta veðurskipaflotans
er einnig stöðugt að fjölga. Unn-
ið er að víðtækri nýbygginga-
áætlun, sem m. a. felur í sér bygg-
ingu nokkurra 1000 tonna skipa.
Að veðurfræðirannsóknir á
höfum úti skipa svo háan sess í
dag, stafar af því að verulegu
leyti, að hitabeltishöfin verka sem
nokkurs konar rafgeymir fyrir
sólarorku. Þegar hafið gefur aft-
ur frá sér þessa orku út í and-
rúmsloftið, myndast miklar lægð-
ir, sem hafa áhrif á veðurfarið
um allan hnöttinn. Þarna þykjast
menn hafa lykilinn að öruggum
veðurspám. Á síðari árum hefur
stór floti veðurskipa hafið reglu-
legar rannsóknir á þessum svæð-
um.
I fyrrasumar tóku sovézkir vís-
indamenn þátt í víðtækum til-
raunum á hitabeltissvæðum Atl-
antshafsins. í fyrsta sinn gerðu
menn mælingar á andrúmsloftinu
og hafinu samtímis sex skipum á
sömu breiddargráðu. I næstum
fjóra mánuði sveimuðu skipin um
hafsvæðið milli 13. gráðu norð-
lægrar og 15. gráðu suðlægrar
breiddar, en það er það svæði þar
sem verstu hitabeltisfellibyljirnir
eiga upptök sín. Menn þekkja
ekki nákvæmlega styrkleika þess-
ara storma, þar sem þeir eyði-
leggja yfirleitt veðurfræðileg
mælitæki. Höfuðtilgangurinn með
tilraununum var að rannsaka
upptök fellibyljanna og hátterni
þeirra og að skipuleggja sam-
vinnu milli veðurskipa, flugvéla
og gervihnatta. í sambandi við
tilraunirnar voru einnig sendar
rannsóknareldflaugar upp í há-
loftin og gerðar mælingar á geisl-
un sólar o. m. fl.
ÚTGERÐARMENN
og flskverkendur
við flytjum inn fyrir fiskiflotiinn öll helztu veiðarfæri, alls konar
útgerðarvörur aðrar og vélar til fiskvinnslu um borð og í landi.
við flytjum inn rekstrarvörur frystihúsa og fiskverkunarstöðva.
við flvtjum inn salt til losunar beint á höfnum landsins.
við höfum í þjónustu okkar eina stærstu teiknistofu landsins, en
starfsmenn hennar hafa á undanförnum árum hannað byggingar og
tækjabúnað hraðfrvstihúsa og margs konar fiskvinnslustöðva vítt og
breitt um landið.
við höfum í þjónustu okkar sérfræðinga í flestum greinum
fiskiðnaðarins.
KOMIÐ — HRINGIÐ — SKRIFIÐ —
OG VIÐ VEITUM FÚSLEGA ALLAR
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Sími 17080
Slægingarvél
Ný dönsk
gæðasmíði
36
VlKINGUR