Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 22
kvöldið á Landamerkinu með tré-
smíðanemann á milli sín; hann
átti ennþá peninga, hann hafði
tvisvar sótt tvöþúsund krónur í
sparisjóðinn. Hann gat varla
staðið í lappirnar lengur, en við
fórum samt með hann á búllu og
á eftir tosuðum við honum heim
til mín svo að ekkert okkar lenti
á flækingi um nóttina.
,,Hvað voruð þér þá með mikið
af peningum, Lukkuriddari",
spurði dómarinn, ,, þegar þér
hittuð stúlkurnar og manninn?“
„Nú, það get ég ekki vel sagt
um; Það hefur náttúrlega ekki
verið neitt til að berja í borðið
með, herra dómari. En þá fékk
ég tvöhundruð krónur hjá kær-
ustunni minni“.
„Það er að segja Valborgu?“
„Já, það er að segja Valborgu?"
„Nú ljúgir þér, Jensen“.
„Að hvaða leyti herra dómari?“
„Fyrir það fyrsta fenguð þér
aðeins hundrað krónur hjá Val-
borgu í tveimur fimmtíuköllum."
„Það passar, herra dómari, al-
veg hárrétt; það var úti á göt-
unni; þar fékk ég hundrað krón-
urnar, tvo fimmtíukalla, alveg
rétt; en heima, á eftir fékk ég
hinn hundraðkallinn".
„Þá hlýtur stelpubjáninn að
hafa látið þig fá alla peningana,
sem hún hafði?“
„Já, auðvitað, herra dómari.
Maður er ekki trúlofaður stelpu
til að hún stingi af með hundrað-
kall, og hafi mann svo að fífli á
eftir“.
Hann sat þarna og japlaði dá-
lítið á þessu, dómarinn, en svo
sagði hann: „Hvað var það lengi,
sem þér sögðust hafa þekkt
hana?“
Þá varð ég aftur að fara upp
á fjórðu, með þrjá daga. Það var
á þessu, sem allt málið valt, því
að hefði maður verið trúlofaður
stelpunni í alvöru, hefði ekki ver-
ið um neitt röfl að ræða af hennar
hálfu. Ef maður er trúlofaður
stelpu, þá segir hún mitt er þitt,
en hvað ég geri, það kerriur henni
ekkert við. —
Það var ákaflega hjartnæmt
mót, þegar ég hitti hana Valborgu
22
aftur uppi í réttinum. Hún hafði
verið sótt í Þrælkunina, hafði
fengið þrjátíu daga, og Oda, hún
hafði verið sótt í Vestra tugthús,
hún hafði fengið tólf daga frítt
uppihald, og svo var ein stelpu-
gæs, sem hafði verið skipað að
mæta í átta daga hjá Siðferðinu,
hún hét Anný, og svo var ein
tuskan til úr Þrælkuninni; Þarna
stóðu þær bísperrtar allar fjórar.
Valborg var trítilóð eins og háls-
löngu gæsirnar úti á Amager, og
augun stóðu á stilkum út úr
hausnum á henni; en smeyk var
hún samt. Og ég sagði líka við
dómarann, að það þýddi ekki fyrir
hana að láta svona við mig með
fölskum áburði, en hún heldur
auðvitað, að ég launi henni frekj-
una, og þegar ég einu sinni er
sloppinn út, getur vel verið að
ég launi henni þetta. . .
0, hún hvæsti upp til dómarans:
„Hvort ekki væri hægt að skipa
mér, þegar ég losnaði út, að ég
mætti ekki leita hana uppi. . . “
„Jæja þá, það ætti víst að veita
mér áminningu, um að ég ætti að
fara fyrir eitthvað annað horn ef
ég mæti þér, eins og það stæði
fyrirfram í ykkar bókum, að það
væru einhverjar götur, sem þið
mættuð ekki ganga. En við hinir,
við eigum ekki neitt á hættu með
siðferðisnefndina, svo að við
göngum hvar sem okkur sýnist,
skilurðu það. . . “
En þá sló dómarinn reglustrik-
unni í borðið: „Og nú skuluð þið
halda ykkur saman“.
„Já, já, herra dómari, en manni
getur nú hitnað í hamsi við svona
baldagínu".
„Baldagínu“, sagði hann, „hvað
eigið þér við með því?“
„Eg meina að hún er fölsk
gyðja frá þeim tíma, þegar voru
falskir guðir, þá hafa líka verið
til falskar gyðjur; þær gefa pen-
ingana fyrst og taka þá svo aft-
ur“.
Nú hefðu þær sagt, þessar
beinasleggjur, að fyrst hefði ég
snasað peningana um nóttina úr
kjólvasa Valborgar, þarna þegar
trésmíðaneminn og hún og Oda
lágu hjá mér og hún svaf; en svo
vaknaði hún og fór að rífast, en
svo sofnaði hún aftur í ölvímu
sinni, og ég fór í burtu með tré-
smíðasveininum, því að hann var
kvæntur og vildi fara heim til
konunnar, svo að hún gerði hon-
um ekki helvítið alltof heitt. Eg
kom aftur kl. níu og Valborg, hún
muldraði eitthvað um þessa pen-
inga og þá missti ég stjórn á mér,
og ég gat vel fundið, að þær ætl-
uðu að stinga mig af, báðar gæs-
irnar, því að þær voru hræddar
um að ég mundi rjúka á þær og
tyfta þær dálítið; en ég fór með
þeim út á götuna, báðum, og svo
gaf ég umgang á einni búllu, sem
við köllum Heyloftið, og þar var
það, að Siðferðið kom og greip
báðar gæsirnar. Nokkrum dögum
seinna varð Valborg illskeytt úti
í Þrælkuninni og meldaði mig. —
Svo var það þarna þegar ég kom
og hafði verið fyrir réttinum, og
þar voru líka meðal annars nokkr-
ar fegurðardísir, sem höfðu verið
teknar sama dag og ég. 0g á
ganginum, þegar ég var á leið-
inni niður í vagninn, á ég að hafa
sagt við hana Anný, að ef að hún
sæi Valborgu úti í Þrælkuninni,
skyldi hún segja, að ég skyldi
nokk senda henni þennan hundr-
aðkall, þegar hún kæmi út, ef hún
bara vildi draga kæruna til baka
og segja, að hún hefði verið svo
full þetta kvöld, að það gæti vel
verið, að hún hefði gefið mér
þessa peninga. En Anný, það átti
bara að straffa hana í fyrsta
skipti, svo að hún gat reiknað út,
að hún losnaði við Þrælkunina,
svo að hún lét það ganga áfram
til annarrar smámellu, sem var
þar í þriðja skiptið og þær sátu
saman frammi í vagninum, þegar
þær voru keyrðar til Kristjáns-
hafnar, og hún hafði verið með
Valborgu í Þrælkuninni áður, svo
að hún átti að koma platinu
áfram. — Það voru þessar tvær,
Anný og hin, sem voru mættar
gegn mér með Valborgu og Odu.
„Og hvað segði ég nú um allt
þetta?“ spurði Dómarinn.
„Já, herra dómari, mér finnst
þetta sorglegt “ .. .
„Já, það finnst mér líka“.
VÍKIN GXJR