Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 30
Að undanförnu hefur stofnun sjóminjasafns nokkuð borið á góma og er það þó engan veginn nýtt mál. Það mun fyrst hafa verið skömmu eftir aldamótin, að hugmynd kom upp um stofnun fiskveiðasafns, en ekkert varð úr framkvæmdum þá né heldur síð- ar, þegar málinu hefur verið hreyft, og er nú sannast sagna komið fram á elleftu stundu í þessu máli, ef takast á að gera því viðhlítandi skil. Svo gríðar- hröð hefur þróunin orðið, að eyðing tímanna hefur sópað með sér megninu af þeim tækjum og áhöldum, sem farmenn og fiski- menn á fyrra hluta þessarar ald- ar unnu við, að fátt eitt er eftir. Við erum í rauninni betur stadd- ir með það, sem tilheyrði 19. öld- inni. Þjóðminjasafnið hefur að sönnu unnið um langan tíma að björgun og varðveizlu tækja og áhalda, sem snerta fiskveiðar og sjómennsku, en það er einkum bundið við fiskveiðar á opnum bátum á 19. öld og upphafi þess- arar aldar. Þetta er í rauninni eðlilegt. 1 upphafi var mönnum ljóst, að það voru elztu gripirnir, hinir einföldu og frumstæðu, sem fyrst hlytu að týna tölunni og sem mest riði því á að bjarga, hinu yngra mætti svo ná síðar. Einnig réðu miklu erfiðleikarnir lengst af að hýsa stóra hluti, sem tilheyra hinum mikilvirku fiski- skipum síðari áratuga. En menn hafa í rauninni ekki áttað sig á, hve þróunin á þessu sviði hefur Þór Magnússon þjóðminjavörður: GERUM SJÓMINJASAFN AÐ VERULEIKA Líkan af nýsköpunartogaranum Helgafelli. Safnið þyrfti að eignast slík líkön af sem flestum gerðum íslenzkra skipa. orðið gríðarhröð. Útgerðarmenn og fyrirtæki hafa endurnýjað gersamlega skip sín og veiðar- færategundir, tvisvar eða jafn- vel þrisvar sinnum á skömmum tíma, og hið eldra er þá úrelt um leið. Svo er ráð fyrir gert, að sjó- minj adeild Þj óðminj asafnsins gangi til sjóminjasafns þegar stofnað verður, og mun hún væntanlega verða aðaluppistaðan í þeirri deild, sem lýtur að fisk- veiðum með gamla laginu á opn- um skipum. í safninu er margt til af þessu tagi, en margt vantar þó. Safnið á nú þegar nokkur valin eintök gamalla róðrarbáta, og munu margir kannast við Engeyjarbátinn, sem stendur inni í safnhúsinu og talinn er með afbrigðum fallegt eintak. Er báturinn smíðaður af þekktum bátasmið, Bjarna Brynjólfssyni í Engey árið 1912, en Engeyjar- lagið varð ekki aðeins útbreitt við sunnanverðan Faxaflóa held- ur bárust þessir bátar víða, með- al annars til Norðurlands, og þóttu mjög góðir, einkum liprir siglarar. Þá á safnið bát með brim- sandalagi, Vonina, sem smíðuð var 1890 og haldið var lengst af úti frá Jökulsá á Sólheimasandi. Þar eystra voru bátar með ger- ólíku lagi því sem annars staðar tíðkaðist, breiðir og brjóstamikl- ir og botnstórir. Sama bátalag tíðkaðist í Vestmannaeyjum, enda voru margir Eyjabátar smíðaðir uppi á landi, en lagið mun hafa skapazt af hinni hafn- lausu sandströnd. Þá á safnið gamlan bát á Eyr- arbakka, Farsæl, sem er með hinu svonefnda Steinslagi eftir smiðnum, sem það fann upp, en Farsæll, sem gerður var út frá Þorlákshöfn á sinni tíð, mun nú eini báturinn með því lagi. Hann verður varðveittur á Eyrar- bakka. Til er enn eyfi af síðasta opna Grindavíkurskipinu, en hæpið er að hægt sé að tjasla við það. En enn mun vera hægt að fá bát með gamla Suðurnesjalaginu, sem var undanfari Engeyjarlagsins, og vestur á Breiðafirði er enn völ breiðfirzkra báta af ýmsum stærðum með gamla, breiðfirzka laginu. Hefur verið ákveðið að varðveita nokkra þeirra. Breið- firzku bátarnir voru eigendum sínum til meiri nota en víðast annars staðar, þar sem þeir voru ekki aðeins notaðir til fiskiveiða lieldur ekki síður til hvers kyns VÍKINGUR 30

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.