Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 19
á leiðarenda. Við höfum fylgt siglingaleið Kólumbusar. Okkur hefur tekizt ferðin. Frá llavana Frá Havana hélt Roald Amund- sen til New Orleans, og var það í annað skipti á fárra ára fresti, sem Folgerö skipstjóri siglir víkingaskipi til Bandaríkjanna. Leifur Eiríksson fór vatnaleiðina upp til Duluth, og er þar í dag mjerkisgripur, sem margir skoða. Roald Amundsen átti hinsvegar að fara upp Missisippifljót, og það alla leið upp til Minnesota, og það var hreint enginn leikur, og almennt talið ógerlegt. í Cairo í Illinois fylki kom varnamálaráð- herra Bandaríkjanna, Patric J. Hurley, til þess að skoða Roald Amundsen. í ræðu, sem hann hélt við það tækifæri, sagði ráðherr- ann að hann vonaði að áhöfnin á Roald Amundsen sýndi lands- mönunm, að það væri í raun og veru hægt að sigla upp Missisippi. Margir hefðu reynt það árangurs- laust. Dag nokkurn fóru þeir yfir landamæri Wisconsin- og Illinois- fylkja, og allt í einu urðu þeir þess varir, að þeir voru á heima- slóðum. í brekku upp frá fljót- inu stóð vel hirtur bóndabær og húsin máluð, en það var sjaldgæf sjón þangað til þeir komu á þess- ar slóðir. Á flakkstönginni var norskur fáni með sambandsmerk- inu. Þeir sögðu bóndanum að Nor- egur væri ekki lengur í tengslum við Svíþjóð. Það vissi hann ekkert um, bóndinn sá, en fánann hafði hann erft frá foreldrum sínum, og þegar hann frétti að þeir væru á leið upp fljótið, dró hann fán- ann við hún. Upp eftir öllu fljótinu kvað nú við: Kveðja til Noregs. Vínir La Cross. Þeir höfðu mælzt til að losna við móttökur og veizlur, þeim lá á, en það kom ekki að haldi. Norðmenn og norskættað fólk streymdi að frá hverju smá- VÍKINGUR þorpi, og sárbændu þá um að liggja nokkra klukkutíma. Það mátti sjá mörgum vökna um augu þegar Roald .Amundsen sigldi hjá fánum skrýdd og vagg- aði drekahöfðinu. Spurningum rigndi yfir þá. Hann er víst lifandi enn þá ..ann Kristjan Bráten, ha? Gamla frú Pettersen heima í Raumaríki, hvernig líður henni ? Á hún bæinn enn ? Fólk raðaði sér á borðstokk- ana, og hrópaði, þar til skipverj- ar voru næstum ærðir. Bátnum var klappað og strokið. Kveðja til landsins, sem ég fór frá fyrir langa löngu. Kveðja til móður- jarðar og föðurlands. Og svo nálguðust þeir tvíbýlið St. Paul og Minneapolis. Fólk sótti svo á að komast um borð í bátinn, að við lá að hann sykki, og þeir urðu loks að fá lög- reglu til þess að halda miönnum í skefjum. Allur dagurinn fór í að sýna fólki bátin, og 40 eða 50 blaðamenn voru á höttunum til þess að fá greinaefni í blöð sín. En það sem Folgerö fannst athyglis- verðast í St. Paul var ekki gaura- gangurinn og lætin, veizluboð og ræður. Nei, það voru hinir festu- legu karlmenn, sem stóðu tímum saman við skútuna og horfðu þegjandi á hana. Það voru bænd- ur frá Dakota, Iowa, Minnesota og Montana, sem höfðu farið af stað í mestu önnunum til þess að sjá bátinn, sem þeir höfðu heyrt svo margt sagt frá. Bátinn frá landinu, sem þeir höfðu fyrir löngu séð síga í sæ frá þilfari Ameríku farsins. I fjóra daga voru þeir í St. Paul, en loks kom að því að leggja af stað og fara síðasta spottann, sextán mílur upp til Minneapolis. Þeir fengu vélbát til þess að draga Roald Am- undsen eftir hinni mjóu rennu til Minneapolis, og þangað komu þeir um sex leytið að kvöldi og lögð- ust við Árbakkagarð. Það má vel gefa orðið blaðinu Dagsfréttir í Minneapolis, sem út kom 29. sept- ember: Folgerö skipstjóri hefur náð áfangahöfn. haustsólin brosti vin- gjarnlega, og brýr og hæðir við Landsýn. íljótið var svart af fólki, sem ekki aðeins vildi sjá hina frægu snekkju, heldur líka tjá aðdáun sína á Folgerö, sem tvisvar hefur farið um Atlantshaf í litlum, opn- um báti. . . (Þýtt og stytt.) Elzta og stærsta skipaviðgerð- arstöð á íslandi. Tökum á land skip allt að 2500 smálesta þung. Fljót og góð vinna. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK Sími: 10123 (6 línur) - Símne'ni: Slippen VERZLUN O. ELLINGSEN Elzta og stærsta veiðarfræa- verzlun landsins. 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.