Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 2
skil á, án þess að sökkva niður í fá- tœkt og umkomuleysi. Þetta kann sumum að þykja nokkuð fast að orði kveðið. En sjálfstœði fámennrar þjóðar er brothœtt fjöregg, sem fara þarf um næmum og öruggum höndum. Lánadrottnar okkar eru ekki neinir sérstakir góðgerðarmenn, eða miskunnsamir samverjar. Við mun- um þurfa að standa skil á hverju pennýi, með einhliða ákveðnum vöxtum. sem við kríum út erlendis til uppbyggingar atvinnuveganna og sá gjaldmiðill. sem við hljótum að verða að afla til skuldaskilanna er og verður FISKUR, meiri FISK- UR. Ég er þó þess fullviss að ekki verður „Islandi allt til ógæfu,‘c eins og einn af okkar ágætustu hug- sjónamönnum komst að orði við lát náins samherja. A skákborði stórveldanna kunna þau vel flest að líta á okkur sem einskonar hornpeð, sem ekki þurfi að gr'ipa til ef til annars er jafnað. Þó kunna þessi peð að gegna sínu mikilvœga hlutverki, ekki síst í enda- tafli og ekki þýðingarlitlu — jafnvel vakið upp sterkasta taflmanninn. Það gegnir ekki alllítilli furðu hversu fálegan gaum landsmenn hafa gefið þeirri staðreynd hvaða þýðingu lega Islands, frá hvaða sjón- arhóli sem á er litið, hefir á hnatt- kringlunni. Þó mun sú hlið málsins einna skýrust fyrir sjónum þeirra manna sem tileinkað hafa sér hernaðartœkni sem sérgrein. Framkvæmdastjóri NATO hr. Luns mun vera fyrrv. hollenskur flotaforingi og þar af leiðandi all- vel heima í sinni sérgrein. Þess vegna ætti honum, eftir a.ð hafa heimsótt landið nokkrum sinn- um sér til ánœgju og ekki síst fróð- leiks, að hafa litið það sínum reyndu skyggnu augum og sannfærst um mikilvægi íslands, sem ómissandi hlekk í varnarkeðju vestrænna þjóða. Hann hefur heldur ekki farið dult með þessa skoðun sína, síður en svo. Sannmæli er, að engin keðja er sterkari en hinn veikasti hlekkur. Það gegnir því mikill furðu að bretar, eitt af bandalagsríkjum NATO komast upp með þá ósvinnu að knésetja íslendinga efnahagslega með því að viðhalda tillitslausri rán- yrkju á ört þverrandi þorskstofm okkar, svo til átölulaust af hinum bandalagsþjóðunum. Er þá þessi mikilvægi „hólmi,“ sem við byggjum, ekki mikilvœgari en nokkur þúsund tonn af fiski, sem tilvera þjóðarinnar byggist á? ! Bábilja breta um sögulegan rétt og hefð til arðnýtingar fiskimiða ís- lands hefir verið marghrakin og má taka út af dagskrá. Þeir hafa sótt hingað allt frá því snemma á 15. öld, farið um okkar lífsbjargarslóðir oft með rupli og ránum á okkar mestu vanmáttartimum á sama hátt og þeir höguðu sér við aðrar ný- Sigurður Guðjónsson, skipstjóri: Sigurður Guðjónsson, Háeyri, Eyrarbakka, er landskunnur togara- maður og skipstjóri um áraraðir. Ekki er það aðeins að hann kunni sitt sjómannslag og þekki íslensk fiskimið djúpt og grunnt, heldur hefir hann einnig tileinkað sér ó- mældan fróðleik um sögu landsins frá fornu og nýju; ekki hvað síst siglingar íslendinga til forna. Hafa greinar um slík efni birst í Víkingn- um, það er nú önnur saga og meiri. Sigurður sýndi Víkingnum þá vel- vild að leyfa birtingu á ræðu, er hann hélt fyrir skömmu á fundi Áhugamanna um sjávarútvegsmál og enda þótt hún hafi birst í dag- blaði og til hennar hefur verið vitn- lenduþjóðir á sínum stórveldistím- um. En við skulum hafa hugfast að þetta er liðin tíð og kemur aldrei aftur. Aldrei hefur þumlungur verið eftir gefinn af þeirra hendi nema komið hafi fyrir hefndarráðstafanir og hótanir m.ö.o. þeir hafa flengt okkur bak og fyrir. Eigum við nú framar öðrum þjóð- um að kyssa á vöndinn? Nei — burt með breska togara af íslands- miðum. Þau eru það sem námur og akrar eru öðrum þjóðum. Ég minntist áðan á skák. Ein sú furðulegasta „hraðskák“, í því sambandi, milli þjóða, var leik- in í fiskveiðisamningunum við Þjóð- verja í haust. Og mér er þá sama þótt ég láti þá sannfæringu mína flakka, án neinna orðalenginga; sem sé að vér höfum þar orðið „heimaskítsmát.“ Læt ég svo öðrum í hendur fram- haldið. Sigurður Guðjónsson að, ætla ég henni lengst líf í Vík- ingnum. Grein þessi er þess virði, að hún sé lesin með íslandskort fyrir framan sig og með sérstakri athygli. ritstj. VÍKINGUR Þýsku samningarnir 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.