Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Síða 10
hennar aflað með álagningu sér-
staks gjalds af útflutningsverðmæti.
Nam hlutur útflutningsgjalda af út-
flutningsverðmæti 6-7% árin á eftir.
í þriðja lagi má svo nefna það,
að í júní 1973 var útflutningsgjald
aukið vegna erfiðrar stöðu Fisk-
veiðasjóðs. Aukin umsvif og upp-
bygging í sjávarútvegi og ör verð-
bólguþróun höfðu leitt til mikillar
rýrnunar sjóðsins og sívaxandi lán-
töku hans. Þótt áhrif þessa nýja
gjalds kæmu fyrst fram að fullu ár-
ið 1974, hækkaði hlutur útflutn-
ingsgjalda í 7,2% þegar á árinu
1973. — Það væri fróðlegt að skýra
nánar frá tilgangi Fiskveiðasjóðs og
Fiskimálasjóðs, en þessir tveir elztu
sjóðir og hlutverk þeirra eru það
þekkt, að ég tel óþarfa að lengja við-
talið með því.
Þá er það í fjórða lagi Stofnfjár-
sjóður fiskiskipa, sem stofnaður var
með lögum í maí 1968, og er deild
úr Fiskveiðasjóði, til þess að aðstoða
eigendur fiskiskipa við skil á greiðsl-
um alborgana og vaxta á lánum
veittum úr Fiskveiðasjóði til kaupa
á fiskiskipum, Um tekjur sjóðsins
skyldi ákveðið með lögum hverju
sinni. Gjaldið nemur ákveðnum
hundraðshluta af fiskverði og greið-
ist inn á reikning hvers fiskiskips
í sjóðnum, í hlutfalli við afla skips-
ins. Hlutfall greiðslna í Stofnfjár-
sjóð miðað við skiptaverðmæti hef-
ur verið nokkuð breytilegt, allt frá
15,5% árið 1970 niður í tæp 12%
árið 1972. Fyrir árið 1975 nemui
áætlað hlutfall gjaldsins réttum
15% að skiptaverðmæti aflans.
Þá skal í fimmta lagi nefnt, að í
nóvember 1968 var aukinni fjár-
þörf útgerðar vegna kostnaðarauka
af völdum .35% gengisfellingar í
þeim mánuði mætt með því að setja
sérstaka kvöð á fiskkaupendur.
Skyldu fiskkaupendur inna af hendi
beina greiðslu til útgerðarfyrirtækja,
scm næmi 17% af fiskverði eins og
það \töí ákveðið að Verðlagsráði
sjávarútvegsins sem hlutdeild af
rekstrarkostn aði. Útgerðarkostnaðar-
SkÍDtaver',í>mæti Cm.kr1.)
20 Vf»0 -60 80 ' 100 120 140 160
hlutdeildin kom hvorki til hluta-
skipta né aflaverðlauna. Hún var
lækkuð niður í 11 % í ársbyrjun
1970 og síðan endanlega felld niður
í júlílok 1971. Mig langar til að
nefna það, að árið 1968, þegar þess-
ar miklu breytingar urðu á verð-
lagningu sjávarafurða, tekið af ó-
skiptu til viðbótar því, sem áður
hafði verið og mismunandi eftir
tegundum, þá samþykkti stjóm
Farmanna- og fiskimannasambands
Islands mjög harðorð mótmæli og
taldi, að þama væri illilega gengið
á hlut sjómanna og með lögum tek-
ið það sem sjómönnum bar sam-
kvæmt samningum. Leit stjómin á
þessar fjárfúlgur sem lán til út-
gerðarinnar og áskildi sér rétt til
þess að endurheimta þetta fé fyrir
hönd sjómanna, eins fljótt og kostur
væri.
10
VlKINGUR