Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Page 13
ÚRBÆTUR NAUÐSYNLEGAR,
EN HVAÐA .. .
SJÓMANNABLAÐIÐ: Þú hefur
nú lýst kerfinu og bent á margt það,
sem miður fer. En hverjar eru að
þínu mati þœr úrbœtur, sem nauð-
synlegar eru?
INGÓLFUR: Ég vil taka það
fram, að stefna FFSÍ hefur verið
sú að losna við sem mest af sjóða-
kerfinu. Ég er þeirrar skoðunar per-
sónulega, að ekki sé unnt að leggja
alla sjóðina niður í einu. Aftur á
VÍKINGUR
ÚTGERÐ SEM Á EKKI . . .
SJÓMANNABLAÐIÐ: Þú hefur
lýst rækilega stofnun þessara sjóða
og er það einkum ofvöxturinn, sem
kemur illa við menn. En gagnrýnin
er í sjálfu sér ekki bundin við það
eitt.
INGÓLFUR: Nei. Það er mönn-
um áhyggjuefni, að jafnvel er hald-
ið gangandi útgerð, sem í sjálfu sér
á ekki tilverurétt. Þar á ég t.d. við
skip, sem erfiðlega gengur að
manna. Á vetrarvertíðum undanfar-
in ár hefur nokkuð af fiskiskipum
ekki haft hálfan þann mannskap,
sem í raun og veru hefur þurft til.
Með stofnun Stofnfjársjóðs fiskiskiþa
árið 1968 varð mikil breyting á
mannahaldi á hinum miðlungsstóru
og smærri skipum. Menn voru að
vonum óánægðir með þennan mikla
skatt, sem tekinn var af aflahlut sjó-
manna og skatturinn fældi menn
frá sjómennsku. Þá varð það um
svipað leyti, að menn hugðust ná
til sín öllu því verðmæti sem þarna
var í boði og fóru að stunda smá-
bátaútgerð, með misjöfnum árangri
þó, en þetta hefur ekki jafnað sig
enn. Finna verður einhver ráð til
þess að sjómenn haldi jöfnum og
góðum tekjum, því annars mun illa
fara. Útgerð verður ekki rekin hér
með eðlilegum hætti, ef ekki næst
samkomulag um það milli útgerðar
og áhafna skipanna að skipta rétti-
lega, þannig að sjómenn hafi það
góðan hlut að tekjur verði talsvert
betri en í landi.
Ásbjörn RE 400, nú Búrfell Á 40, frá Þorlákshöfn, eign Þorlákshafnar hf.
móti teldi ég eðlilegt, að útflutnings-
gjald sé eitt, einhver ákveðin % af
fob-verðmæti afurðanna og að það
gangi jafnt yfir allar afurðir. Síðan
vildi ég fella niður Olíusjóðinn og
hluta af Tryggingasjóðnum og hluta
af Stofnfjársjóði. Á móti kæmi það,
að frádregið yrði af óskiptu olíu-
kostnaður hvers skips, en ég tel allt
að einu að með niðurfellingu Olíu-
sjóðsins vrði sá bati i launakjörum
margra manna, að það yrði til bóta.
En ég veit ekki, hvemig sjómenn
líta á það að taka aftur inn í samn-
inga sína þátttöku eða frádrátt
vegna útgerðarkostnaðar. Lengi vel
var barizt við það að losna við alla
hlutdeild í útgerðarkostnaði og var
það ekki fyrr en árið 1960 að það
lánaðist að fá samninga, sem báru
með sér ,að sjómenn skyldu ekki
taka þátt í útgerðarkostnaði. Auðvit-
að er ekki séð, hvemig þessu reiðir
af, en ég tel, að þetta ætti að reyna
til að byrja með.
SJÓMANNABLAÐIÐ: Er þá ein-
hver skoðanamunur milli þin og
FFSÍ?
INGÓLFUR: Eins og ég sagði
áðan, hefur FFSÍ haft þá stefnu
að losna við sem mest af sjóðakerf-
inu, en ég held, að sambandið sé
þeirrar skoðunar, eins og ég, að því-
líku bákni verði ekki öllu bylt í einni
andrá.
13