Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Síða 19
Sá írski lifði.
íri nokkur, kominn á efri aldur,
varð fyrir þvi happi að vinna hæsta
vinninginn í írska happdrættinu
„Sweepstake", en það nam um einni
miljón sterlingspunda, eða yfir 340
mil. ísl. kr.
Fjölskylda írans veigraði sér við að
segja honum frá þessu, hélt að hjarta
hans kynni að bila við álagið.
Að síðustu var það ráð tekið að
leita ráða heimilislæknisins, sem einn-
ig var kominn til ára sinna.
„Látið mig um þetta,“ sagði lækn-
irinn. „Ég þekki vin minn svo vel að
ég get tilkynnt honum þetta, án þess
að það valdi truflun á hjarta- eða
geðsmunum.“
Læknirinn heimsótti írann, og eftir
eina bjórkollu sagði hann í léttum tón:
„Heirðu mig, kæri vinur O’Neil,
hvað myndir þú gera ef þú allt í einu
fengir að vita, að þú hefðir unnið
eina miljón punda í happdrættinu
okkar?“
írinn tottaði pípu sína í rólegheit-
um: „Ég myndi gefa þér helminginn.11
„Já, en þú liefur unnið þessi miljón
pund,“ sagði læknirinn.
„Fyrst svo er,“ sagði O’Neil jafn
rólegur, „þá stend ég við orð mín.
Þú færð helminginn.'1
Læknirinn datt dauður niður.
★
„Mamma, ég held að hann afi
sé farinn að heyra betur.“
„Hvers vegna heldurðu það?“
„Jú, þegar eldingunni sló niður í
anddyrið hjá okkur áðan, hrópaði
hann: — Kom inn, kom inn!“
VÍKINGUR
„Fáðu þér sæti hérna, frændi.
Pabbi segir að þú eigir svo erfitt með
að standa á eigin fótum!“
★
Heimilislegt.
Hann var nýkominn heim úr
langri ferð og spurði konu sína:
„Hefurðu ekki saknað mín meðan
ég var í burtu?“
„Alls ekki, vinur minn.“
„Ekki heldur á kvöldin?11 spurði
hann skúffaður.
„Nei, ég dreifði bara fötunum þín-
um hingað og þangað um íbúðina,
lét pípurnar þínar á ólíklegustu staði
og rótaði ýmsu til. Heimilið leit þá
út alveg eins og þú værir hér sjálfur."
★
— Já, ég setti segulbandið á Eva, og á
morgun skaltu fá góða skemmtun!
★
Franski stjórnmálamaðurinn Men-
des-France var ákafur bindindismað-
ur.
í einni af ræðum sínum gegn á-
fenginu, sagði hann m.a.:
„Hverjir eiga inest af peningum?
Hverjir aka í flottustu og dýrustu bíl-
unum, gefa konum sínum pelsa,
skartgripi, já, og hafa efni á því að
kosta hjákonu?"
Það eru eigendur veitingahúsanna,
sem selja ykkur áfenga drykki.“
„Og hverjir borga svo fyrir allt
þetta? Það eruð þið, tilheyrendur góð-
ir.“
Eftir fundinn gaf maður sig á tal
við Mendes-France:
„Ræða yðar var snilld. Hún veitti
mér vissulega mikinn styrk.“
„Það gleður mig að heyra,“ sagði
ræðumaðurinn. „Þér hafið þá ákveð-
ið að snúa baki við áfenginu.“
„Eiginlega ekki,“ svaraði maður-
inn. „Ég hef reyndar aldrei smakkað
vín, — en ég er nýbúinn að kaupa
veitingahús."
19