Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 21
Segja má að heildarafli á Vest-
fjörðum verði ámóta og var í fyrra,
nema haustvertíðin sem hefur verið
léleg.
Þar hefur saman farið mjög erf-
itt tíðarfar og lélegur afli. Róið hef-
ur verið nokkuð stíft, en mikið hefur
verið um svokallaða skælingsróðra
og flótta undan veðri.
Skuttogararnir hafa einnig fengið
að kenna á þessu og hefur afli þeirra
verið rýr síðustu mánuði, ís hefur
og þvælst fyrir þeim undanfarið og
legið yfir beztu svæðunum.
Patreksfjörður:
Þaðan hafa fimm skip stundað
VÍKINGUR
línuveiðar: Vestri, Jón Þórðarson,
Gylfi, Þrymur og Örvar. Róðra-
fjöldi í nóvember var 17—19 róðr-
ar og skárstur afli 94 tonn á bát.
Þann 20. des. var skást um 60 tonn
á bát. Patreksfirðingar virðast vera
einna bezt í stakk búnir með rekstur
smærri skipa vegna legu staðarins að
góðum fiskimiðum bæði hvað snert-
ir línu og net. Enda þótt neta- og
línuveiði hafi á seinni árum verið
mun lakari en áður var, hversu lengi
sem sá tregðukafli kann að standa.
Þar er í smíðum stórt og glæsi-
legt frystihús, er því fyrirsjáanlegt
að þeir þurfi á skuttogara að halda
til þess að jafna vinnsluna, enda
staðurinn gamall togaraútgerðarbær.
Allt tal um stöðvun á smíði skut-
togara fyrir hin ýmsu byggðalög
landsins er hreinasta firra. Annað
hvort er það pólitískt þokumál eða
menn sjá hvorki aftur né fram fyrir
sig. Hins vegar hefur nú þegar verið
bætt úr þörfum margra staða þannig
að togarabyggingum fækkar af sjálfu
sér.
Mikið er um íbúðarhúsabygging-
ar á Patreksfirði um þessar mund-
ir. Svo það er greinilega bjartsýni
í mönnum. Á sumarvertíð hefur afli
snurvoða- (dragnóta) og handfæra-
báta verið nokkuð góður.
Bíldudalur:
Þaðan réru 7 bátar á rækju eða
helmingi færri en í fyrra. Var afli
þeirra 45 lestir í nóvember en árið
áður fengust 68 lestir á sama tíma-
bili. Engin önnur útgerð hefur verið
þar í haust, enda er það eini stað-
urinn sem eitthvað hefur af at-
vinnuleysi að segja. Er það slæmt að
ekki skuli geta þrifist önnur útgerð
en rækjuveiði, slíkt er of einhæft at-
vinnulega séð. Trúlegt er að á því
verði einhver breyting áður en langt
um líður.
Tálknafjörður:
Tálknfirðingur og Tungufell réru
með línu, voru þeir með milli 80-90
tonn hver í nóvember í 17-18 róðr-
um. Á haustvertíðinni í fyrra var
best á bátum 140 lestir í nóvember.
Eru hlutföll í aflamagni eitthvað
þessu lík á flestum stöðum á Vest-
fjörðum miðað við fyrri vertíð.
Þriðji báturinn, Sölvi Bjamason,
stundaði síldveiðar í Norðursjó og
við Suðurland og fiskaði allvel eða
um 24 millj. kr. að aflaverðmæti.
Atvinna hefur verið næg og tölu-
vert hefur verið um íbúðarbygg-
ingar. Látið er um smærri báta sem
stunda veiðar að sumarlagi.
Þingeyri:
Þar gekk einn bátur með linu,
Framnes, sem byrjaði nokkuð seint,
21