Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Page 25
Frá fundi í sjómannafélagi fyrir mörgum árum. Sjómenn halda fast saman og ekki síður í iandi. Þessar tölur sýna, svo ekki verður um villst, að því fylgir töluverð á- hætta að vinna til sjós, þrátt fyrir stærri og betri skip og þrátt fyrir öryggisráðstafanir, sem gerðar hafa verið til þess að fyrirbyggja slys. Það er einnig ýmislegt annað, sem bendir á hið mikla álag, sem sjó- menn verða að þola. Aldursdreif- ingin meðal sjómanna er skökk í hlutfalli við aldursdreifingu þeirra, sem þátt taka í atvinnulífinu, þann- ig að yfir 60% af sjómönnum, sem fiskveiðar stunda eru undir 35 ára aldri, en aðeins 40% af heildinni, sem þátt tekur í atvinnulífinu, eru undir þeim aldri. Ennfremur eru að- eins 5% af sjómönnum yfir 55 ára á móti 19% heildarinnar. Þetta bendir til, að sjómannsstarfið geri kröfur til þess að menn séu ungir og hraustir, og að þeir, sem eru farnir að reskjast og eru kannski ekki eins heilsuhraustir, geta ekki unnið til sjós. Ýmsir læknar, sem stundað hafa marga sjómenn, telja að slitsjúk- dómar í stoðvef, beinum og liðum, og æðahnútar og gyllinæð séu til- tölulega algengir meðal sjómanna. Einnig telja þeir, að sjúkdómar í meltingafærum hafa verið algeng- ari hjá sjómönnum áður. Þá geta allir um misnotkun á áfengi og aðra geðsjúkdóma. Við nánari umhugsun og í lengri samtölum, kemur einnig VlKINGUR í ljós, að nokkuð af sjómönnum, sem komnir eru yfir fertugt kvarta um, að þeir séu ekki eins kjarkmiklir og áður. Þeir verða kvíðnir og hafa ekki lengur þann kraft, sem þarf til þess að takast á við þá áreynslu, sem fylgir togarasjómennskunni. Langur vinnutími, sem er u.þ.b. helmingi lengri en venjulegur vinnutími í landi, og áreynslan, sem fylgir erf- iðisvinnu í slæmu veðri, kulda og myrkri, verður of mikil. Þetta, ásamt ábyrgðartilfinningunni gagnvart konu og börnum og þörfinni fyrir fjölskyldulíf veldur því, að menn fara í land og skipta um starf. Einn- ig taka menn tillit til þess, að ekki má bíða of lengi með að skipta urn starf, ef þeir telja það nauðsynlegt, því lengur sem þeir bíða, því erfiðara verða skiptin og aðlög- unin að störfum í landi. Þá verður erfiðara fyrir menn að fá vinnu í landi við sitt hæfi, sem gefur nægj- anleg laun, ef þeir bíða of lengi með að skipta um starf. Nokkuð af hinum tíðu manna- skiptum á skipunum er hægt að Sjómenn fara á mis við margs konar menningar- og félagslíf. 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.