Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Page 27
mannsins. Fræðilega séð má búast
við, að hinar tíðu og löngu fjar-
vistir föðursins geti haft óheppileg
áhrif á þroska barnanna.
Hvaða þýðingu starf og fjarvistir
eiginmanns hafa fyrir heilbrigði eig-
inkonunnar er ekki mikið vitað um.
Þó má búast við, á grundvelli al-
mennrar læknisreynslu, að þetta hafi
áhrif á geðheilsuna. Stundum virðist
raunar svo, að konurnar séu kvíðn-
ari og áhyggjufyllri vegna veðurs og
vinda og annarra hætta, sem þær
búast við að makar þeirra lendi í
heldur en þeir sjálfir.
Hinar stuttu samvistir makanna
fram yfir miðjan aldur, leiða oft til
þess, að þeir þroskast ekki saman
og geta ekki unnið bug á ýmis kon-
ar vandamálum, sem hjónabandinu
fylgja, á sama hátt og aðrir hafa
tækifæri til að gera. Sagt er, að sjó-
mannskonan verði gjaman sjálfráð,
þar eð hún venur sig snemma á að
hugsa um og stjórna öllum málefn-
um heimilisins og þeim, sem varða
barnauppeldi, ein, án þess að hafa
nokkurn til þess að ræða við. Þetta
leiðir gjarnan til, að hún verður
áfram ráðrík eftir að maðurinn kem-
íiíft'j
> 'i ' I
Heimilisstörf og útréttingar lenda
meira á heröum sjómannakvenna en
konum manna í landi.
ur í land og vekur þá athygli hans
á, að hún hafi prýðilega getað
bjargast hingað til, þegar hann ger-
ir athugasemdir við ákvarðanir
hennar. Þannig geta komið upp
hjónabandsvandamál tiltölulega
seint, sem leiða til geðsjúkdóma hjá
öðrum hvorum, eða jafnvel báðum
mökum.
Á móti þessu má eflaust benda á,
að oft kann að vera, að það séu
rnenn, sem eiga í samskiptaörðug-
leikum, sem leita til sjós til þess að
forðast hin nánu samskipti, sem
fylgja fjölskyldulífinu. Jafnvel þótt
menn vinni og búi mjög þétt saman
í skipum, er oft furða hve lítil og
laus persónuleg tengsl fylgja starf-
inu.
Ofugt við, má líka segja, að það
mundi sjálfsagt henta sumum kon-
um vel, að giftast mönnum, sem
ekki eru alltaf heima, vegna þess að
það geri minni kröfu til samskipt-
anna og gefi möguleika á meira
sjálfstæði. Meira að segja eru sum-
ir, sem gylla þetta.
Þó að togarasjómenn séu ekki að
öllu jafnaði eins lengi í burtu eins
og sumir, sem eru á verslunarflot-
anum, verða tengslin við fjölskyld-
una mjög takmörkuð. Þeir eru oft
aðeins heima 1-2 daga í senn með
tveggja eða fleiri vikna millibili. Á
þessum stutta tíma þurfa þeir að
hvílast og reka ýmis erindi. Þeir
þurfa að hafa tíma til að sinna konu
og börnum og til að hlusta á öll
smáatriði ,sem varða heimilisrekst-
urinn, jafnframt því, sem þeir verða
að fá að vita um öll meiri háttar
mál. Þeir þurfa einnig að hafa tíma
til þess að taka þátt í skemmtunum,
sem því miður endar stundum með
óhæfilegri áfengisneyslu, jafnvel hjá
báðum mökum. Þetta hefur í för
með sér meiri eða minni óróa og
spennu fyrir fjölskylduna á meðan
fjölskyldufaðirinn er í landi.
Þó að hér hafi einkum verið hafð-
ar í huga aðstæður togarasjómanna,
er rétt að minna á, að aðrir sjó-
menn, sem fiskveiðar stunda leggja
einnig á sig mikið erfiði. Þeir eru
oft að heiman, jafnvel mánuðum
saman, þegar þeir þurfa að flytja
sig, eftir því hvar veiðimöguleikam-
ir eru bestir. Sums staðar háttar
einnig svo til, að hafnir eru lélegar,
þar sem veiðin er kannski best. Af
því leiðir mikið aukaálag, ekki síst
fyrir fjölskyldurnar, sem oft bíða í
ofvæni og sjá bátana koma að landi
gegnum brimgarðinn.
Þó að miklar tækniframfarir hafi
leitt til þess, að skip séu betur byggð
og búin í dag en áður var hygg ég,
að nauðsynlegt sé að sinna ýmsum
almennt mannlegum þáttum í sjó-
mannsstarfinu meir.
Við nánari athugun ætti að vera
hægt að finna lausn á ýmsum þeim
vandamálum, sem nefnd hafa verið
hér að framan, lausn sem ætti að
koma öllum að gagni, sjómönnun-
um, útgerðarmönnunum og þjóðinni
í heild. Þessa athugun ætti að fram-
kvæma í sameiningu á Norðurlönd-
unum. Hún ætti að framkvæmast
með þátttöku fulltrúa sjómanna og
útgerðarmanna, lækna, sálfræðinga
og félagsfræðinga. Nauðsynlegt er
að skrá nákvæmlega vinnutíma,
svefn, frístundir, veikindi og streitu-
þætti í starfi. Nýliðun, menntun og
vinnuaðstæður verður að athuga ná-
kvæmlega. Fjölskylduaðstæður,
bamauppeldi og heilsufar fjölskyld-
unnar þarf að rannsaka.
Niðurstöðurnar af slíkum rann-
sóknum ættu að geta gefið upplýs-
ingar, sem nota mætti til þess að
gera sjómannsstarfið eftirsóknarverð-
ara og stöðugra. Þetta gæti síðar
leitt til meiri hagkvæmni og síðast
en ekki síst, væri þetta ávinningur
fyrir sjómennina og fjölskyldur
þeirra og gæti orðið til að skapa
vinnuaðstæður, sem væru heilsu-
samlegar og fullnægðu starfs- og
sköpunargleði manna.
VlKINGUR
27