Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Qupperneq 29
Tómas Helgason próf. dr. med.: FRUMA THUGUN Á HEILSUFARIOG FJÖLSKYLDULÍFISJÓMANNA OG NORRÆN RÁÐSTEFNA UM RANN- SÓKN/R Á HEILSUFARISJÓMANNA Tilgangur rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um heilbrigðisástand sjómanna og fjölskyldna þeirra og reyna að finna þá þætti í starfi þeirra og starfsaðstöðu sem hafa á- hrif á heilsufar og fjölskyldulíf. Öllum er ljóst að sjómannsstarfið er erfitt og reynir á andlegt og líkamlegt þrek þeirra, sem það stunda. Starfinu fylgja einnig lang- vinnar fjarvistir frá heimili, svo að fjölskyldulíf sjómanna hlýtur að verða með nokkrum öðrum hætti en almennt gerist. í mannfjöldaskýrslum kemur fram að sjómenn eru hlutfallslega miklu yngri en aðrir þátttakendur í atvinnulífinu. Hjá sumum útgerð- arfyrirtækjum eru einnig fyrir hendi upplýsingar um að mannaskipti á skipunum eru mjög tíð, einkum með- al háseta. Hér á landi hefur sjóslysanefnd safnað skýrslum um slysfarir á sjó á undanförnum árum. Kemur þar fram, að þær eru mjög tíðar. Er- lendar rannsóknir hafa einnig sýnt að dánartala sjómanna er heldur hærri en annarra og tíðni sumra sjúkdóma er mun meiri meðal þeirra en almennt gerist. Þær erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið, hafa þó fyrst og fremst verið gerð- arar á farmönnum, en lítið er vit- að um heilsufar hjá sjómönnum sem stunda fiskveiðar annað en það sem læknar hafa á tilfinningunni VÍKINGUR úr starfsreynslu sinni. Er augljóst að mikil þörf er á þvi á íslandi að framkvæma athugun á heilsufari þeirra, sem fiskveiðar stunda og hvað gera megi til þess að bæta það. Ekki er vitað um neina rannsókn á fjölskyldulífi sjómanna eða heilsu- fari fjölskyldna þeirra nema eina rannsókn sem framkvæmd var í Noregi fyrir 20 árum á þroska 40 sjómannsbarna. Ef takast mætti að finna tiltekna þætti í starfi eða starfsaðstöðu sjó- manna á fiskiskipaflotanum, sem hafa óæskileg áhrif á heilsufar þeirra eða íjöiskylduhí, og bæta mætti úr, gæti það orðið til að draga úr ör- um mannaskiptum á fiskiskipaflot- anum og til þess að gera mönnum kleift að stunda fiskveiðar lengur. Verði ekki úr bætt er nauðsynlegt að taka tillit til þessara atriða í sambandi við mótun á fullorðins- fræðslu sjómanna til undirbúnings því, að þeir geti tekið að sér önnur störf, ef þeir þurfa að óska eftir að hætta sjómennsku. Áður en hafin er víðtæk rannsókn á þessu verkefni er nauðsynlegt að framkvæma frumathugun til þess að reyna aðferðir og ef til vill til þess að finna sérstök vandamál eða sérstaka áhættuþætti eða streitu- valda í starfinu. Ætlunin er að framkvæma þessa athugun í náinni samvinnu við sjó- menn og útgerðarmenn og hafa Sjó- mannasambandið og Félag íslenzkra Botnvörpuskipaeigenda tilnefnt sinn aðilann hvor til þess að taka þátt í undirbúningi og skipulagningu þess- arar frumathugunar. Sjómannasam- bandið hefur tilnefnt Guðmund Hallvarðsson og FÍB hefur tilnefnt Vilhelm Þorsteinsson. í þessu sambandi er rétt að skýra frá því að samvinnunefnd Norrænna lækmsíræöirannsóknaráða gekkst fyrir ráðstefnu í Oslo 16. og 17. júní sl. til þess að fjalla um læknisfræði- legar rannsóknir og læknisþjónustu fyrir sjómenn. I þessari ráðstefnu tóku þátt fulltrúar sjómanna og út- gerðarmanna auk rannsóknamanna sem voru læknar, sálfræðingar og félagsfræðingar. Þar var fjallað um frumlæknisþjónustu fyrir sjómenn, heilsufar og fjölskyldulíf, sérstök rannsóknarverkefni svo sem áhrif hávaða, loftslagsbreytinga, vakta- vinnu og hverjar væru algengustu slysaorsakir og hvemig mætti fyrir- byggja slys. Þá var einnig fjallað um skráningu veikindatilfella og dauðsfalla og hvaða heilbrigðiskröf- ur ætti að gera til þeirra, sem réðust til sjós. Ráðstefnan var haldin fyrir tilstyrk heilbrigðis- og félagsmála- nefndar Norðurlandaráðsins og í framhaldi af fyrirspum um rann- 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.