Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Qupperneq 11
Mun setja lífeyrismál
sjómanna á oddinn
— rætt viö Ingólf Ingólfsson, forseta Far- og fískimannasambandsins
Á nýafstaðinni formannaráð-
stefnu Far- og fiskimannasam-
bandsins bar mörg athyglisverð
mál á góma, og ræddi VÍKING-
URINN nokkur þeirra við Ingólf
Ingólfsson, forseta sambandsins,
og þá fyrst þá samþykkt ráðstefn-
unnar að beita sér fyrir því, að
eftirlaunaaldur sjómanna verði
lækkaður niður i 55 ár, og hver sá,
sem starfað hefur á sjó í 30 ár eigi
rétt á fullum lífeyrisgreiðslum.
— Þetta hlýtur að verða stórt
baráttumál sjómanna þegar líf-
eyrismál landsmanna verða tekin
til endurskoðunar með heildar-
lausn í huga, sagði Ingólfur.
— Lífeyrisaldur sjómanna er
nú hinn sami og almennt gerist,
eða 70 ár, en ég trúi ekki öðru en
tekið verði tillit til sérstöðu sjó-
manna hér eins og í nágranna-
löndunum, þegar þessum málum
verður skipað í varanlegt horf. Á
hinum Norðurlöndunum, Þýska-
landi og Bretlandi hljóta sjómenn
Ingólfur Ingólfsson, forseti F.F.S.Í.
VlKINGUR
fullar lífeyrisgreiðslur eftir 25 til
30 ár á sjó. Sá hópur sjómanna,
sem búinn er að vera 30 ár á sjó er
allstór hér á landi, en þó er ekki
lengra síðan en 1969 að bátasjó-
menn gerðust aðilar að lífeyris-
sjóði sjómanna, og undirmenn á
farskipum hlutu ekki lífeyris-
sjóðsréttindi fyrr en 1962, fjórum
árum á eftir togarasjómönnum.
Ég hef ekki trú á, að andstaða
verði mikil gegn þessu, þótt um
nokkrar peningaupphæðir sé að
ræða, því þetta er eitt brýnasta
hagsmunamál sjómanna. Ég hef
haldið því fram, og til þessa ekki
heyrt því andmælt, að framleiðni
á einstakling sé meiri í fiskveiðum
en í öðrum atvinnugreinum þjóð-
arinnar, og því er ofur eðlilegt, að
tekið verði tillit til þess, þegar að
skuldadögum kemur.
— Nú fól fundurinn stjórn
sambandsins að vinna að því að
loðnusjómenn fengju löndunarfrí,
eins og þeir sjálfir ályktuðu um á
fundi sínum á Akureyri í byrjun
þessa árs. Hvernig hyggst stjórnin
standa að þessu máli?
— Það er tímabært að taka
þetta atriði upp í kjarasamning-
um, og við munum gera það í
samráði við Sjómannasambandið.
Löndunartækni hefur fleygt svo
fram á síðari árum, að ekki er
óeðlilegt, að verksmiðjurnar komi
sér upp þurrdælingarbúnaði sjálf-
ar. Kostnaðurinn við það yrði
hverfandi lítill, en kostirnir marg-
ir: grútarmengun í höfnum hyrfi,
hráefni yrði betra, nýttist betur, og
minna yrði í því af vatni eða sjó.
— Öryggismál sjómanna hafa
mjög verið í fréttum að undan-
förnu, og ber þar mest á deilum
milli Siglingamálastofnunar og
rekanefndar og Rannsóknar-
nefndar sjóslysa. Hvað vilt þú um
þetta mál segja?
— Ég tel æskilegt, að aðilar
málsins næðu sem fyrst saman um
að uppræta ágreining sinn um
framsetningu þess, því enginn ef-
ast um að báðir vinna að sömu
markmiðum, — og stefndu að því,
að halda áfram þeim rannsókn-
um, sem augljóst er, að enn þarf
að framkvæma. Ég hygg, að hér
sem annarsstaðar náist betri
árangur með vinsamlegum mál-
efnalegum umræðum manna á
milli en með blaðaskrifum, sem
gera lítið annað en valda sundr-
ungu þar sem samstaða ætti að
ríkja, sagði Ingólfur Ingólfsson að
lokum.
11
Dieselvélar í báta og skip frá
100-1320 hestöflum.
Mjög hagstætt verð.
XCO h.f.
Vesturgötu 53b
símar 27979, 27999