Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Qupperneq 13
Aukin fiskvernd — löndunari’rí loönusjómanna _ _ r — ályktanir formannaráðstefnu F.F.S.I. Formannaráðstefna Far- manna- og fiskimannasambands íslands var haldið í Reykjav. dag- ana 28.—30. nóvember. Ráð- stefnuna sóttu formenn deilda sambandsins víðs vegar að af landinu. Var einkum rætt um fiskveiðar og fiskvernd, svo og ör- yggis- og kjaramál sjómanna og ályktaði fundurinn meðal annars: Að öllum samningum við erlend- ar þjóðir um veiðar í íslenskri fiskveiðilögsögu verði nú þegar sagt upp. A þessu ári hafa erlend- ar þjóðir veitt nokkra tugi þús- unda tonna hér við land. Allur þessi afli sé bein skerðing á afla íslenskra fiskimanna án þess að nokkrar bætur hafi þar komið fyrir. Að spærlingsveiðar, humarveiðar, rækjuveiðar og öll önnur notkun smáriðinna veiðarfæra (sílavörp- Jónas Þorsteinsson frá Akureyri var fundarstjóri VÍKINGUR ur) verði undir stöðugu og ströngu eftirliti, þannig að komið verði í veg fyrir rányrkju. Fundurinn ályktaði að orðrómur ^um að gífurlegt magn smásíldar hafi verið drepið og því hent við hringnótaveiðar nú í haust sé mjög ýktur. Af þessu voru þó nokkur brögð og ber að koma í veg fyrir slíkt í framtíðinni. Fundurinn fagnar framkomnu loðnuveiðibanni nú um nk. ára- mót og telur að miðað við eðlileg- an framgang veiðanna verði að stöðva þær aftur seinna vegna hættu á ofveiði, t.d. síðari hluta mars og um miðsumarið meðan áta er hvað mest í þessum fiski og vinnsla hans af þeim sökum erfið. Meðan ekki er vitað meira um loðnustofninn en raun ber vitni telur fundurinn hyggilegt að há- marksveiði af honum verði um það bil 1 millj. tonn á ári. Formannaráðstefnan vill beita sér fyrir því að þorskveiðar verði enn skertar nokkuð frá því sem nú á sér stað. Skyndilokunum til verndar smáfiski verði beitt sem áður. Algjört þorskveiðibann verði eina viku um páska og tvær um jól og nýár. Mikilvægt er að hvers konar tak- markanir sem gripið kann að verða til á þorskveiðum verði kynntar með góðum fyrirvara og helst í ársbyrjun. Sjómönnum gæfist þá betra svigrúm til að að- laga veiðarnar nýjum aðstæðum. Aðstæður svo og hentugur árstími til veiða í öðrum teg. en þorski er mjög breytilegur í hinum ýmsu landshlutum. Því telur fundurinn nauðsynlegt að væntanlegt þorsk- veiðibann togara verði sveigjan- legt og ekki eingöngu bundið við sumarmánuðina. Með því móti má ætla ætla að bestur árangur náist við veiðar á öðrum teg. meðan þorskveiðibann stendur yfir. Ljóst er að samdráttur í þorskveiðum veldur tilfinnanlegri kjararýrnun hjá fiskimönnum umfram þá kjararýrnun sem þeg- ar er af ýmsum ástæðum orðin á þessu ári. Gera verði þá kröfu að þessar að- gerðir sem miða að þjóðarheill til langs tíma verði ekki eingöngu látnar bitna á sjómönnum. Ein- hvers konar bætur fiskimönnum til handa verða að koma til. Hleypidómalaust þarf að athuga um breytingar á lokuðum svæð- um, oft nærri landi, til að unnt verði að nýta betur en nú teg. svo sem skarkola. Ráðstefnan lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa ekkert samráð við samtök sjómanna við undirbúning þeirra aðgerða sem lagðar hafa verið fram á Alþingi í frumvarpi til laga um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu. Er sú ákvörðun stjórnvalda enn 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.