Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 14
Þessir menn sátu ráðstefnuna. óskiljanlegri þegar það er haft í huga hve mjög hefur hallað á sjó- menn að því er varðar launa- hækkanir á samningstímanum. í frumvarpinu er gert ráð fyrir fé- lagslegum umbótum sem meta skal til kjarabóta er nemi 3%. Ekki verður séð hvernig slíku verður við komið fyrir sjómenn án sam- ráðs við samtök þeirra. Þá samþykkti fundurinn að beita sér öðru fremur fyrir því að eftir- launaaldur sjómanna verði lækk- aður niður í 55 ár, og hver sá sem starfað hefur á sjó í 30 ár eigi rétt á fullum öryggisgreiðslum. Fundurinn samþykkti að fela stjórn sambandsins í samráði við Sjómannasamband íslands að vinna að því að hrinda sem fyrst í framkvæmd samþykkt fundar loðnusjómanna í janúar sl. um löndunarfrí loðnusjómanna. Formannaraðstefnan lýsti fyllsta trausti á störfum rekanefndar og rannsóknarnefndar sjóslysa, og lýsir furðu sinni á afstöðu sigl- ingamálastjóra til fram kominna tillagna nefndanna. Telur ráðstefnan aðkallandi að rekanefnd fái nú þegar aðstöðu til að halda áfram athugunum sínum varðandi rek og búnað gúmbjörg- unarbáta, og telur nauðsynlegt að skip það sem fengið verður í þessu skyni verði einvörðungu við það verkefni og hafi tök á að gera frekari tilraunir samkvæmt þings- ályktunartillögunni frá 29. apríl 1974. Ráðstefnan beinir þeirr ósk til samgönguráðherra að hann beiti sér fyrir því að hleðslureglur verði settar varðandi hleðslu loðnu- veiðiskipa og samþykkir að kjósa 3 menn til að vinna að framgangi málsins. Ráðstefnan lýsir fyllsta stuðningi við fram komnar hugmyndir um þetta efni. Ráðstefnan skorar á samgöngu- málaráðherra að beita sér fyrir því að nú þegar verði lögskipaðar ör- bylgjustöðvar í alla gúmbjörgun- arbáta á íslenskum skipum. Útgeröarmenn Vélstjórar Önnumst allar raflagnir og viögerðir í skipum og verksmiöjum Símar: 13309 og 19477 14 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.