Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 27
Nú fer enginn í jólaköttinn Þær vita það félagskonurnar í kvenfélaginu Hrönn að það þýðir ekki að bíða fram að Þorláks- messu með að senda sjómönnum jólagjafir, ef þær eiga að komast til þeirra í tæka tíð. Því var það, að þær komu saman í húsakynnum sjómanna að Borgartúni 18 eitt nóvemberkvöldið og útbjuggu hvorki meira né minna en 900 jólapakka, sem fara til sjómanna á 60 skipum í flotanum. Það var glatt á hjalla þetta kvöld þegar Ijósmyndari Víkingins kom í heimsókn, spjallað, spaugað og unnið af dugnaði. í kvenfélaginu Hrönn eru um 160 konur sem eiga menn á sjó, og þær hittast yfirleitt einu sinni í mánuði og eiga saman skemmti- lega kvöldstund. Félög sjómanna- kvenna eru fleiri og um miðjan síðasta mánuð komu meðlimir þeirra saman í Þórskaffi og spil- uðu félagsvist, horfðu á tískusýn- ingu og elfdu innbyrðis kynni. Þessi félög hafa unnið mikið og gott starf að félagsmálum sjó- manna, og VÍKINGURINN mun skýra betur frá starfsemi þeirra á árinu, sem nú fer í hönd. Allavega sjáuin við hér svo ekki verður um villst, að sjómenn fara ekki í jólaköttinn um þessi jól. VÍKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.