Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Page 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Page 43
Einkenni syfilissára aðra húðsjúkdóma. Mest ein- kennandi eru mismunandi stórir rauðir flekkir, oft dálítið hreystr- andi, sem breiðast út um allan líkamann, en sérstaklega ein- kennandi eru rauðbrúnir flekkir í lófum og iljum. Slík útbrot kallast „Roseola syphilitica“. Á þessu stigi er alltaf hægt að greina sjúk- dóminn með blóðrannsókn (Wassermann, Meinicke, Kahn, Kline). Stundum fylgja þessu ein- kenni, sem minna á inflúensu þ.e.a.s. hiti, höfuðverkur, kvef og beinverkir. Einnig koma fram breytingar á slímhúð eins og sár í munn og einkenni um heila- himnubólgu og beinhimnubólgu og fleira. Á þessu stigi getur líka komið fram hárlos, oftast myndast þá smáir hárlausir blettir, eins og mölétinn pels. Þá geta myndast nokkurs konar vörtur, sérstaklega á þeim stöðum, þar sem mikill raki er, eins og kring um kynfæri, endaþarm, undir brjóstum og víðar. Þessar vörtur kallast „condyloma lata“. Þær verða oft meyrar og springa og vessar þá frá þeim og eru þær þá bráðsmitandi. Þá geta komið fyrir hvítir flekkir á húðina, sérstaklega á hálsi og er það kallað „Venushálsband". VÍKINGUR Þessir hvítu flekkir koma vegna þess, að frumurnar, sem mynda litarefni húðarinnar, skemmast. Stundum koma fram einkenni um bólgur í augum, nýrum og lifur, enn fremur verkir í liðamótum og vöðvum. Þessi annars stigs einkenni ganga öll til baka við penicillin meðferð. Sé aftur á móti engin meðferð gefin heldur sjúkdómur- inn áfram yfir á þriðja stigið. Á þessu stigi getur sjúkdómurinn tekið mismunandi stefnur. Sjúk- dómurinn getur blundað í sjúkl- ingnum það sem eftir er ævinnar, læknast af sjálfu sér eða í þriðja lagi, að það koma fram einkenni um þriðja stigs syfilis. Það er álit- ið, að þessi einkenni komi fram hjá u.þ.b. 30% af þeim sem smitast og ekki fá neina meðferð. Það er talað um að sjúkdómurinn sé blundandi, þegar hægt er að greina sjúkdóminn með áður nefndum blóðrannsóknum, en sjúklingurinn hefur engin önnur einkenni um sjúkdóminn. Sjúk- dómurinn er talinn hafa læknast þegar þessar blóðrannsóknir verða neikvæðar. Einkenni um þriðja stigs syfilis geta verið margvísleg og oft er erfitt að átta sig á þeim. Þessi einkenni koma fram 3—15 árum eftir að við- komandi hefur smitast af syfilis og ekki fengið neina meðferð. Þau skiptast venjulega í þrjá flokka. I fyrsta lagi eru svo kölluð góðkynja einkenni, en það eru bólguhnútar í húð, beinum og vöðvum og myndast oft ígerðir í þeim. Þetta eru hin svo kölluðu „gummata". I öðru lagi eru einkenni frá hjarta- og æðakerfi líkamans og í þriðja lagi eru einkenni frá taugakerfi. Það er talið, að um 10% af syfilis sjúklingum, sem ekki fá meðferð fái varanlegar skemmdir í æða-, hjarta- og taugakerfi með marg- víslegum afleiðingum, sem leitt geta til bæði líkamlegrar og and- legrar fötlunar. Samkvæmt skýrslum deyja um 10% af þeim sem smitast af syfilis og ekki fá neina meðferð. Segja má að penicillin gagni á hvaða stigi sem sjúkdómurinn er, þegar hann uppgötvast. Sjúkdóm- urinn læknast alveg á fyrsta og öðru stigi við penicillin meðferð, en þær skemmdir, sem komnar

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.