Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Síða 46
Gamalt fiskískíp gert að safiií r r Ahugaverö hugmynd, sem á erindi til Islendinga Nýverið var tæplega 40 ára gömlu fiskiskipi siglt fyrir eigin afli til hafnar í London, en skipið hafði verið endurnýjað, eða endurbyggt fyrir opinbera aðila, en það mun framvegis verða almenn- ingi til sýnis sem sjóminjasafns- gripur. Skipið, sem er gamall rekneta- bátur, heitir LYDA EVA og er það kolakynt. Skipið tók fjögur tonn af kolum til siglingarinnar frá við- gerðarstöðinni í Great Yarmouth til Katherines Cock, þar sem það verður geymt. í blaðaviðtali við 66 ára gamlan sjómann, Harry Dallimore, sem litið hefur eftir skipinu í tvö ár, kemur fram að Lyda Eva var í prýðilegu standi og siglingin var unaðsleg. Gamli sjómaðurinn sem stund- aði reknetaveiðar um árabil um og eftir 1930, hafði þetta að segja um nýja og gamla tímann um borð í fiskiskipunum: Sjómenn nú á tímum hafa vélar til allra hluta, og þurfa ekkert að Harry Dallimore. 46 gera, en við urðum að puða með höndunum dag og nótt. Á minni myndinni sést gamli sjómaðurinn losa skipsklukkuna við komuna til London, því hann vildi ekki hætta á neitt. Það er reynt að stela öllu mögulegu núna, sagði hann og losaði klukk- una, og er því allur varinn góður. Klukkan verður síðan sett á sinn stað, þegar almenningur fær að skoða skipið. Endurbyggð til fyrri gerðar Reknetabáturinn Lyda Eva YH 89 hefur verið endursmíðaður til fyrri gerðar. Skipið er, sem áður var sagt, gufuknúið og kynt með kolum. Þess hefur verið gætt við endursmíðina, að allt væri með sömu ummerkjum og það var fyrir fjörutíu árum, og á það bæði við allt ofanþilja, og innanstokks, sem og vélarrúm. Eins og fram kom í viðtalinu við gamla sjómanninn, Harry Dallimore, þá tíðkuðust aðrar aðferðir við síldveiðar fyrir nokkrum áratugum, og því telja margir það svo mikilsvert að nú hefur tekist að varðveita a.m.k. eitt skip úr öflugum reknetaflota Breta frá árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Þetta leiðir hugann ósjálfrátt að skeytingarleysi íslendinga um sjóininjar. Aðeins eitt skip, Sigur- farinn á Akranesi, hefur verið tekið til varðveislu sem safngrip- ur. Við eigum engan gamlan tog- ara, engan nýsköpunartogara á safni. Þó er Harðbakur frá Akur- eyri ennþá til. Ef til vill væri það athugandi að gera hann að ein- hverskonar safni. Þetta má gera með ýmsu móti, og það er fjárfrek framkvæmd að varðveita gamalt skip, jafnvel sem safngrip, en er það ekki líka ein- hvers virði? VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.